Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 57
57 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fæðuvefur Mývatns Árni Einarsson Fæðuvefur er einn af lykilþáttum sérhvers vistkerfis. Hann lýsir því hvernig efni berst frá einu fæðuþrepi til annars og hafa má stuðning af honum við rannsóknir á gagnvirkum stofntengslum milli grasbíts og gróðurs eða rándýrs og bráðar. Þess háttar tengsl eru kjarni vistfræðinnar og kalla oft á langtímarannsóknir vegna þess hve þau eru síbreytileg. Mývatn er lífríkasta stöðuvatn á Íslandi. Það fóstrar auðugt fuglalíf og er víðfrægt silungsvatn. Rannsóknir á lífríkinu hafa í sívaxandi mæli beinst að fæðuvef vatnsins. Grunnframleiðslan liggur hjá smáþörungum og bakteríum en lífræna efnið sem þessar verur framleiða þarf helst að rotna að einhverju leyti áður en það nýtist í efri fæðuþrepum, meðal annars mýflugulirfum og smákrabbadýrum. Vöktun lífríkisins hefur leitt í ljós miklar sveiflur sem virðast eiga sér rætur í innviðum vistkerfisins fremur en í utanaðkomandi þáttum. Margt bendir til þess að mýflugan Tanytarsus gracilentus (slæðumý) sé undirrót sveiflnanna. Lirfur hennar ná svo miklum þéttleika á vatns- botninum að fæðu fer að skorta og stofninn hrynur. Aðrir lífverustofnar fylgja í kjölfarið því að flestir þeirra lifa á sömu fæðu og Tanytarsus eða eru ofar í fæðuvefnum. Reiknilíkan hefur verið búið til og lýsir atburðarás sveiflunnar, en hún reynist vera nokkuð flókin vegna sérkennilegs tvíeðlis stofnbreytinganna sem líkanið leiðir í ljós. Líkanið bendir m.a. til þess að lífríki Mývatns geti verið viðkvæmt fyrir smávægilegum breytingum á ytri aðstæðum. Til dæmis geti sveiflurnar magnast mikið ef aðflutningur á lífrænu efni frá jaðarsvæðum vatnsins inn á búsvæði Tanytarsus rýrnar lítillega. Þetta lífræna efni er sennilega varasjóður mýflugulirfanna þegar annað efni hefur verið étið upp og lífríkiskreppa vofir yfir. Inngangur Ennþá stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum atvik sem átti sér stað í Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn vorið 1981. Þá kom ungur piltur af næsta bæ í heimsókn og hafði með sér boldangsbleikju sem hann hafði veitt. Hann fýsti að vita hvað hún hefði verið að éta. Við lögðum hana á eldhúsbekkinn, – þetta var myndarleg gála, dökk á baki en appelsínugul á kvið, – og skárum upp kviðarholið og þvínæst sprettum við á þaninn magavegg- inn. Út um rifuna ultu tugir, ef ekki hundruð, glansandi hornsíla. Þá vitum við það, segir bóndasonur, en hvað voru þá hornsílin að éta? segir hann svo í sínum þingeyska og krefjandi spurnartón. Krufningar- hnífurinn var aftur á lofti. Magi eins hornsílisins var einnig troðfullur og út um gapandi rifuna ullu eitthvað um tuttugu grænleitir ormar. Þetta eru mýlirfur, segi ég. Eiga þær ekki að vera rauðar? spyr bóndasonur. Jú, flestar eru það, en sumar eru grænar. Þessar hérna eru aðrar tegundir sem við köllum vatnsmý, bæti ég við til útskýringar. Hvað eru þessar lirfur þá að éta? Nú er spurnartónn gestsins ekki eins krefjandi heldur er kominn í gang skemmtilegur leikur þar sem báðir aðilar eru álíka spenntir. Einn netveiddur fiskur ætlar þarna að ljúka upp fyrir okkur leyndardóm- um lífríkisins. Þó voru þetta engar fréttir. Það að einn éti annan er varla meira en barnaskólalærdómur og það að einn éti annan sem hefur étið enn annan er kallað fæðukeðja og er á hvers manns vitorði. En á þessum vordegi á bökkum Mý- vatns var það allt orðið einhvern veginn áþreifanlegt. Já, hvað skyldu mýlirfurnar hafa verið að éta? Við tókum eina lirfuna og settum í vatn í glerskál undir víðsjá. Lirfan var ómelt. Fremst á lirfunni var hausinn, og þar mátti greina litla kjálka og tennur, svo og fjóra svarta díla. Það voru augun. Tvær totur nálægt framenda lirfunn- ar voru alsettar krókum. Þetta voru frumstæðir fætur sem lirfan beitir þegar príla þarf um á vatnsbotn- inum. Aðrar tvær totur voru á aftur- enda lirfunnar. Að þessu frátöldu leit lirfan út eins og ormur. Ekkert í útliti hennar minnti á mýflugu, en þó var hún fullvaxin og þess albúin að púpa sig og umbreytast að því loknu, ásamt milljörðum annarra, í þess konar flugu sem Mývatn dregur nafn sitt af. Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 57–67, 2010 Ritrýnd grein 79 1-4#loka.indd 57 4/14/10 8:49:52 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.