Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 66
Náttúrufræðingurinn 66 fæðukeðjum.26 Nú standa yfir rann- sóknir á borkjörnum úr Mývatni sem miklar vonir eru bundnar við. Í þeim má sjá merki um sveiflur í mýi og kísilþörungum. Má þannig fá miklu lengri tímaraðir en nú eru fyrirliggjandi. Eins og áður er vikið að þarf líka að hyggja að rannsókn- um sem gerðar eru í öðrum löndum. Þar hafa menn lagt út í viðamiklar tilraunir á vötnum til að kanna áhrif fiska og næringarefna á fæðuvefinn. Hingað til hafa tilraunirnar ekki gefið einhlít svör og verður spenn- andi að fylgjast með hvaða stefnu þær rannsóknir taka.27 En rann- sóknir okkar á Mývatni gætu líka, þegar fram í sækir, aukið skilning á öðrum vötnum víða um heim og jafnvel komið að gagni þegar fæðu- vefir sjávar eru skoðaðir. Bóndasonurinn sem heimsótti rannsóknastöðina vorið 1981 er nú orðinn fulltíða maður og fjölskyldu- faðir og tekinn við búi foreldra sinna. Bleikjan er ekki lengur sú tekjulind sem hún var forðum, en skilningur á fæðuvef vatnsins heldur áfram að vera lykillinn að farsælli nýtingu og vernd hins viðkvæma lífríkis Mývatns. Summary The food web of Lake Mývatn The food web is one of the key compo- nents of an ecosystem. It describes the pathways of matter from one trophic level to another and is a useful tool when analysing trophic interactions, i.e. how populations of predators or herbiv- ores interact with their resources. Trophic interactions are at the core of ecology and quite often long-term studies are needed to understand them because of their dynamic nature. Lake Myvatn is the most fertile freshwater site in Iceland with exceptionally rich and diverse bird life and is famous for its catch of Arctic charr. Research has increasingly focused on its detritus- based food web. The primary produc- ers like diatoms and photosynthetic bacteria go through a decomposing stage before being consumed by sec- ondary producers which include chi- ronomid (midge) larvae and small eða óbeinum áhrifum Tanytarsus á lífsskilyrði í vatninu (11. mynd). Ekki hefur heldur tekist að skýra hvers vegna líkamsstærð mýteg- unda, annarra en Tanytarsus og Micropsectra, breytist ekki eftir því sem sveiflunni vindur fram. Það eru því enn engar beinar mæliniður- stöður sem styðja þá tilgátu að mý- tegundir úr öðrum ættkvíslum en þessum tveimur hafi gagnvirk áhrif á fæðuframboð sitt. Enn eitt atriði ber að nefna að lokum, en það er svonefndur vatna- blómi í Mývatni. Á sumrin verður vatnið oft gruggugt af frumbjarga (ljóstillífandi) bakteríugróðri. Þessar lífverur hafa hingað til verið nefnd- ar bláþörungar eða blágrænþör- ungar en kallast nú blábakteríur (Cyanobacteria). Vatnablómi þessi er greinilega í takt við sveiflur fæðu- vefsins. Í átusnauðum árum er hann mikill, en í mýárum er vatnið tær- ara. Orsakasamhengið er óljóst en nokkrar vinnutilgátur hafa verið til rannsóknar. Verður ekki farið út í þá sálma hér, en blábakteríurnar hafa mikil áhrif á lífræna framleiðslu í vatninu og er næsta ljóst að þar bíða spennandi rannsóknaverkefni sem munu stuðla að heildarskilningi á hinu merkilega lífríki Mývatns. Lokaorð Þegar horft er til baka kemur upp í hugann mynd af Mývatnsrann- sóknastofunni á Líffræðistofnun Háskólans að Grensásvegi 11. Þar var jafnan hópur manna saman kominn til að vinna úr sýnum og velta fyrir sér sveifluganginum í lífríki Mývatns. Leiðangrar norður að Mývatni voru daglegt brauð, til að telja fugla, safna botnsýnum, prófa ný tæki til sýnatöku, sinna vöktun af ýmsu tagi og fitja upp á nýjum verkefnum. Óhætt mun að segja að þessi tími hafi verið mjög frjór og spennandi. Allir skynjuðu að atburðarásin í Mývatni varð- aði þætti í vistfræði sem enn voru mönnum ráðgáta víða um heim og ennfremur að verndun Mývatns væri undir því komin að einhver botn fengist í það sem þar væri að gerast. Erfitt yrði að greina náttúr- legar breytingar frá áhrifum manns- ins meðan sveifluvakar lífríkisins væru óþekktir. Arnþór Garðarsson var þarna í lykilhlutverki. Hann var óvenju hittinn á nothæfar og lang- lífar tilgátur og hélt samstarfsmönn- um sínum sífellt við efnið með frjó- um umræðum og vakandi áhuga á því sem þeir voru að fást við. Hvernig eru rannsóknirnar á vegi staddar og hvað er framundan? Við höfum smám saman öðlast fyllri skilning á fæðuvef Mývatns. Það var snemma ljóst að einfaldasta myndin, frá frumframleiðendum til hryggleysingja og síðan hryggdýra, dugði ekki til skilnings. Fyrst varð að bæta við millistigum. Kísilþör- ungarnir þurftu að fara í gegnum stig rotnunar og eins þurfti að gera greinarmun á litlum og stórum fisk- um og huga sérstaklega að rándýr- um í hópi hryggleysingja. En jafnvel það dugði ekki til. Eftir að í ljós kom að meginbrautir innan fæðuvefs- ins breyttust með tímanum varð að gera greinarmun á smávöxnum og stórvöxnum hryggleysingjum. Og loks þegar kom á daginn að Tanytar- sus var blindgata í vefnum en nógu öflugur til að breyta umhverfi sínu og annarra hryggleysingja, reynd- ist nauðsynlegt að taka hann sér- staklega fyrir. Lokaskrefið var síðan að skipta groti og kísilþörungum í tvennt hvoru um sig, annars vegar þann hluta sem Tanytarsus getur haft áhrif á og svo hinn sem er utan ofbeitaráhrifa Tanytarsus. Hér er komið út fyrir það sem hægt er að kalla hefðbundinn fæðuvef og farið að glíma við gagnvirk áhrif innan vefsins en jafnframt spennandi eigin- leika vistkerfisins í heild. Enn höfum við ekki alla þræði í höndunum. Gagnvirk áhrif hornsíla og vatnablóma eru enn ekki full- könnuð. Þótt athuganir okkar hafi ekki stutt þá tilgátu að hornsílin séu drifkrafturinn í lífríkissveifl- unum í Mývatni væri óvarlegt að afskrifa áhrif þeirra með öllu. Síla- stofninn er mjög stór og sveiflast í öfugum takti við mýið, og vitað er að í vötnum erlendis geta smáfiska- stofnar haft mikil áhrif niður eftir 79 1-4#loka.indd 66 4/14/10 8:50:21 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.