Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 76

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 76
Náttúrufræðingurinn 76 200 m y.s.6,7 en þar eru ýmis umsvif manna einnig mest. Ísland hefur ver- ið skilgreint sem næstmikilvægasta varpstöð vaðfugla í Evrópu á eftir Rússlandi8 og er þar ekki tekið tillit til gríðarlegs stærðarmunar landanna. Þá fara vaðfuglastofnar minnkandi hnattrænt9 og eykur það enn á mikil- vægi Íslands, því hér á landi virðast þessir stofnar enn standa vel. Ýmsir þættir í líffræði vaðfugla gera að verkum að flestir þeirra þrífast nær eingöngu á opnu skóglausu landi.10 Stórir vaðfuglastofnar á Íslandi eru því líklega afleiðing af búsetulands- laginu sem mótaðist eftir landnám Íslands.11 Auðséð er án ítarlegra athugana að vaðfuglar eru nátengdir vot- lendi.1,12 Þeir nýta sér polla, tjarnir og grynningar straumvatna og sjást þar oft í fæðuleit og sullandi. En hversu sterk eru þessi tengsl raun- verulega, á mælikvarða afkomu, og hvernig er þeim háttað? Hvaða gerðir votlendis eru mikilvægastar? Er mikilvægi votlendis það sama hvar sem er á landinu? Er munur á mikilvægi votlendis eftir tíma sumars? Hefur nálægð við aðrar búsvæðagerðir áhrif á notkun fugla á votlendi? Slíkar spurningar hafa augljóst gildi en svör skortir. Í þessari grein verður leitast við að taka saman upplýsingar um tengsl búsvæða, einkum votlendis, við varpvistfræði íslenskra vaðfugla. Votlendi er oft skilgreint nokkuð vítt13 en hér er einkum átt við ýmiss konar deiglendi inn til landsins sem vaðfuglar nýta á varptíma. Rétt er að taka skýrt fram að einnig er átt við framræst votlendi ef það hefur enn háa vatnsstöðu og ríkjandi votlend- isgróður. Sagt verður frá rannsókn- um á almennum tengslum vaðfugla og búsvæða á Íslandi og leitast verður við að draga fram tengsl á mismunandi mælikvörðum. Óhætt er að segja að rannsóknir á jaðrakan (Limosa limosa) hafi verið umfangs- meiri en rannsóknir á öðrum vað- fuglum hérlendis. Þær hafa einkum beinst að stofnvistfræði og tengslum varp- og vetrarstöðva14,15,16 en ýmsar mælingar hafa farið fram á tengslum búsvæða og lífsháttum jaðrakana. Þá verða niðurstöðurnar ræddar í ljósi yfirstandandi landbreytinga á Íslandi og lærdóms sem draga má af rannsóknum í öðrum löndum. Breytileiki í votlendis- notkun í tíma Nægilegt er að líta á breytileika í félagslífi og hreyfanleika vaðfugla yfir varptímann til að átta sig á að notkun votlendis er margslungin. Frá því að vaðfuglar koma til lands- ins á vorin og þar til þeir fara aftur að hausti ganga þeir í gegnum nokk- ur stig, t.d. álegu og uppeldi unga, sem mótuð eru af þróunar- og vist- fræðilegum kröftum. Þessi stig ráða því hversu hreyfanlegir fuglarnir eru og þ.a.l. hvernig þeir nota þá mósaík landgerða sem fyrirfinnst í umhverfi þeirra (1. mynd). Frá því fuglarnir koma á vorin og fram að varpi stendur yfir tilhugalíf, þar sem fullorðnu fuglarnir endurnýja sam- band fyrra árs eða finna sér nýjan maka.15,17 Þetta tímabil getur varað í 2–4 vikur og t.d. er algengt að jaðr- akan verpi um mánuði eftir komu á óðul. Einnig getur biðtíminn þjónað því hlutverki að tímasetja varp svo að hámarksfæðuframboð fari saman við þann tíma þegar ungarnir eru þurftafrekastir.18,19 Á þessum tíma 1. mynd. Einfalt líkan af breytileika í notkun vaðfugla á votlendi yfir varptímann. Sjá nán- ari umfjöllun í texta. Fyrir varp eru báðir foreldrar nokkuð frjálsir til ferðalaga og geta notað margvísleg búsvæði í margra km radíus frá óðali. Verja þó drjúgum tíma á óðali daglega. Á hreiðurskeiði er annað þeirra að mestu bundið við hreiður, en hitt er á frívakt og getur ferðast langar leiðir frá óðali. Karlfuglar vaðfugla víkja yfirleitt minna af óðali á álegu en kvenfuglar. Á ungaskeiði eru báðir foreldrar fremur óhreyfanlegir og bundnir yfir ung- unum sem nota mest þurrara land. Kvenfuglar flestra vaðfugla yfirgefa karlinn og ungana áður en þeir verða fleygir. Ungarnir eru fremur staðbundnir á þessum tíma. Ferðalög geta þó numið fáeinum km á þeim tæpa mánuði sem það tekur þá að verða fleygir. Eftir varp safna flestir vaðfuglar forða fram að haustfari og verja þá oft miklum tíma í votlendi. Geta farið langar leiðir og eru óbundnir af ungum eða óðalsvörnum. Ferðast vandræðalaust landshluta á milli. Ungfuglarnir sækja sömuleiðis mikið í votlendi á þessum tíma. Notkun á votlendi verður þó aldrei eins mikil og að vori því votlendi þornar talsvert upp yfir sumarið. Sjávarleirur eru mikið notaðar eftir varp. – Schematic model of proportional wetland use of waders during the breeding season. During the pre-breeding period, both parents are free to travel off-territory and both use wetlands for most of their feeding activities. During incubation, one parent is usually incubating but the other one spends considerable time off territory, often feeding in wetlands. During the fledging period both parents are mostly tied to the space determined by chick travel rate, and use of wetlands is limited. Unfledged chicks are usually too small to use pools and other wet features to any extent. During the pre-migration period wetland use is again high for both adults and juveniles but never as high as early in the season due to seasonal drying out of wet habitats. 79 1-4#loka.indd 76 4/14/10 8:50:42 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.