Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 77

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 77
77 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags víkur karlfuglinn varla frá kvenfugl- inum til að tryggja faðerni sitt20 og ferðalög beggja frá óðalinu geta verið tíð. Fyrir álegu virðist notkun votlendis vera mjög mikil. Næst er hreiðrinu fundinn hent- ugur staður og er hreiðurstæðið málamiðlun sem tekur einkum mið af hulningu hreiðurs, útsýni fyrir varpfugl og hversu langt þarf að fara eftir fæðu fyrir ungana.21 En ungar flestra vaðfugla þurfa sjálfir að bera sig eftir fæðunni þótt for- eldrarnir leiðbeini þeim á hent- ug fæðusvæði.22 Á hreiðurskeiðinu er nær alltaf annar varpfuglinn bundinn við hreiðrið, en misjafnt er hversu bundinn makinn er. Hjá heiðlóum virðast karlfuglar verja töluverðum tíma á verði innan óðals meðan kvenfuglinn liggur á eggjum. Kvenfuglinn er hins vegar líklegri til að ferðast í burtu til fæðuleitar meðan karlfuglinn liggur á eggj- unum.23 Heiðlóur í Bretlandi, eins og víða annars staðar, verpa gjarnan í lyngmóum en á álegunni ferðast þær oft nokkra kílómetra til þess að leita sér ætis á landbúnaðarlandi.23 Skýringin gæti að nokkru leyti verið sú að fæða af slíku landi er orkurík- ari en sú sem býðst á aðliggjandi heiðalöndum.24 Á varptíma ferðast jaðrakanar hér á landi oft talsverðar vegalengdir á leirur, að pollum og á ræktað land í ætisleit (TGG, óbirt gögn). Almennt virðast fullorðnir vaðfuglar stunda lítið fæðunám inn- an óðals á hreiðurskeiði. Þetta gæti verið aðlögun að því að varðveita fæðu fyrir unga innan óðalsins.23 Þegar eggin klekjast hefst unga- skeið – tíminn frá klaki þar til ung- arnir verða fleygir. Á þessu skeiði eru fullorðnu fuglarnir yfirleitt báðir bundnir yfir ungunum og því svæði sem takmarkast af ferðahraða ung- anna. Mesti mældi ferðahraði vað- fuglaunga á Íslandi er tæplega 600 m á dag hjá litlum jaðrakanaung- um en merktur systkinahópur (5 daga gamall er ferðalagið hófst) ferðaðist um 4 km yfir vikutíma í Flóanum sumarið 2002 (TGG, óbirt gögn). Þetta er þó undantekning og ferðahraði jaðrakanaunga er oft- ast heldur minni. Væntanlega ríkja svipuð mynstur hjá öðrum íslensk- um vaðfuglum. Algengt er að kven- fuglar vaðfugla yfirgefi karlfugla og unga áður en ungarnir verða fleygir. Kvenfuglar sendlings (Calidris mar- itima) yfirgefa t.d. fjölskylduna rétt eftir klak25 en kvenfuglar spóa hins vegar oftast þegar um fjórðungur ungatímans er eftir.26 Kvenfugl- ar flestra vaðfuglategunda yfirgefa fjölskylduna um þetta leyti.22 Kven- fuglarnir geta því um frjálst höfuð strokið nokkru fyrr en karlfuglarnir og landnýting þeirra takmarkast þá ekki lengur af hreyfanleika og fæðuvali unganna. Eftir að ungarnir verða fleygir skilja leiðir þeirra og foreldranna og ungarnir þurfa að læra á heiminn upp á eigin spýtur. Af íslenskum vaðfuglum er tjaldur reyndar undantekning en tjaldafor- eldrar eiga það til að færa ungunum fæðu mánuðum saman eftir að þeir verða fleygir.27 Á tímabilinu sem líður milli unga- skeiðs og brottfarar virðast ræktað land og sjávarleirur vera mjög mikil- væg búsvæði fyrir vaðfugla, en ekki hefur verið gerð magnbundin könn- un á búsvæðavali íslenskra vaðfugla á þessum tíma.sjá þó 28 Eins og sjá má af ofangreindu eru hreyfanleiki og þarfir vaðfugla á hinum ýmsu skeið- um varptíma mjög mismunandi (1. mynd). Búsvæði þurfa að uppfylla kröfur bæði fullorðinna og unga og mismunandi valþrýstingur er eftir stigi varptíma.10,29 Segja má að breytilegar þarfir vaðfugla yfir varp- tímann stjórni því hvernig þeir nýta búsvæði í umhverfi sínu.30 Breytileiki í rúmi Landshlutabundin mynstur Með landshlutabundnum mynstr- um er átt við breytileika sem greina má í notkun vaðfugla á votlendi á mælikvarða alls landsins. Eina könnunin sem gerð hefur verið á tengslum verpandi vaðfugla við umhverfisþætti á landsmælikvarða er rannsókn sem fór fram á 758 slembipunktum á láglendi Íslands á árunum 2001–2003.7 Af þeim voru 115 blettir í votlendi. Könnunin fór fram seinni hluta maí en þá hafa flestir vaðfuglar hafið varp eða eru við það að hefja varp. Á hverjum punkti voru fuglar taldir, búsvæða- gerð ákvörðuð og ýmis landslags- einkenni sem meta mátti sjónrænt skráð, til dæmis fjöldi tjarnapolla, einkenni þýfis, gróðurþekja, þekja stórvaxinna jurta eins og fjalldrapa (Betula nana) og hrossanálar (Juncus arcticus), fjöldi framræsluskurða og vatnsstaða í skurðum. Þá var einn- ig skráð fjarlægð í næsta ræktaða land og fleira.7 Markmið með þess- ari könnun var að fá gróft mat á búsvæðaval íslenskra vaðfugla og greina umhverfisþætti sem tengd- ust viðveru þeirra og þéttleika. Tveir algengustu flokkar votlendis voru annars vegar hrísmýrar, þar sem einkennisjurtir eru fjalldrapi (Betula nana) og fífa (Eriophorum spp.), en sunnanlands er blástör (Carex ros- trata) einnig áberandi, og hins vegar annað mýrlendi (samheiti yfir aðrar gerðir mýrlendis,7 t.d. hallamýrar, flæðiengjar og fitjar). Hér verður þessi sambreyskja votlendisgerða nefnd starmýrar. Ekki reyndist marktækur munur á þéttleika vað- fugla í hrísmýrum og starmýrum á landsmælikvarða og voru þær því hópaðar saman til að kanna hvort munur væri á þéttleika vaðfugla í votlendi milli landshluta. Að meðal- tali reyndust vera um 1,3 vaðfugl- ar á hektara í votlendi, en munur reyndist vera á þéttleika milli lands- hluta (1. tafla). Mestur var þéttleik- inn á Suðurlandi (einkum láglendi Árnes- og Rangárvallasýslna), um 2,5 vaðfuglar á hektara í votlendi, á Norðurlandi (einkum flatneskjur Skagafjarðar og Eyjafjarðar) voru tæpir 2 vaðfuglar á hektara og Norð- austurland (láglendi við Skjálfanda og Öxarfjörð) var með tæplega 1,5 vaðfugla á hektara. Þéttleiki vað- fugla var mun minni á Vesturlandi og Austurlandi eða rétt um 0,5 vað- fuglar á hektara (1. tafla). Hafa bera í huga að þetta eru landshlutabundin meðaltöl, breytileiki innan lands- hluta er mikill og í öllum finnast bæði auðugir blettir og snauðir. Skýr landshlutabundinn munur á þétt- leika vaðfugla hefur óneitanlega talsverð áhrif á hvernig best væri 79 1-4#loka.indd 77 4/14/10 8:50:42 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.