Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 80

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 80
Náttúrufræðingurinn 80 mynd). Ekki er enn fullljóst hvernig orsakasamhenginu er háttað en það eru einkum fullorðnir jaðrakanar sem nýta sér tjarnirnar beint, sér- staklega framan af varptíma. Líkt og ungar flestra vaðfuglategunda taka jaðrakanaungar megnið af fæðu sinni af gróðri eða yfirborði.38 Telja má sennilegt að framboð af vatnaskordýrum, t.d. rykmýi og vor- flugum, sé oft meira í næsta nágrenni við tjarnir en annars staðar. Það má því leiða að því líkur að framboð af tjörnum og öðru votlendi leiði af sér aukið fæðuframboð, bæði fyrir full- orðna vaðfugla og unga þeirra. Sumrin 2002 og 2003 var fæðu- framboð vaðfuglaunga á mismun- andi mælikvörðum í votlendi á Suðurlandi kannað, annars vegar með fallgildrum og hins vegar með því að háfa af gróðri. Talin voru öll dýr stærri en 3 mm. Uppistaðan í fæðu vaðfuglaunga eru liðdýr sem tekin eru af lágum gróðri, en einn- ig er nokkuð tekið af yfirborði og þessar sýnatökuaðferðir gefa báðar gagnlega hugmynd um það fram- boð smádýra sem vaðfuglaungar upplifa.38 Fæðuframboð var mark- tækt meira í starmýrum en hrísmýr- um samkvæmt báðum aðferðum. Þegar fæðuframboð var borið sam- an á milli bletta úti í mýrunum og graslendisbletta á sömu svæðum kom verulegur munur í ljós: gras- lendi var með mun meiri þéttleika smádýra en mýrlendi (háfun; gras- lendi: 199,6 dýr/sýni (± 23,61 staðal- skekkja), mýrlendi: 65,7 (± 7,02); t = -6,8, P < 0,0001, frítölur = 54; fall- gildrur; graslendi: 4,4 dýr/gildrudag (± 0,28), mýrlendi: 3,2 (± 0,38), t = 1,9, P = 0,05, frítölur = 43). Munur á fæðuframboði fyrir vaðfuglaunga er því auðmælanlegur, bæði milli vot- lendisgerða og frá einu gróðurlendi til annars innan svæða. Þessi munur endurspeglast í dreifingu vaðfugla- unga eins og vikið verður að síðar. Staðbundin mynstur Til þess að skilja betur val jaðrakana á mismunandi blettum voru gerð- ar mælingar á gróðurfari, deigju og þýfi. Næsta nágrenni hreiðurs, hreiðurskál og blettir þar sem ungar fundust í fæðuleit voru bornir sam- an við slembivalda bletti (2. tafla). Í kringum hvern punkt (slembi, hreið- ur og ungabletti) voru gróðurhæð og deigja mæld á 10 slembipunktum innan 5 m radíuss. Meðaltal þessara tíu mælinga var notað sem metill fyrir hvern blett. Járnstöng sem var 1,5 m að lengd, 10 mm í þvermál og vó 900 g var látin detta úr 0,5 m hæð og mælt var hversu djúpt hún sökk í undirlagið, en þetta er einkum mælikvarði á deigju jarðvegs.40 Til að mæla gróðurhæð var sama stöng látin standa á endann og plastskífa (25 cm x 30 cm og 120 g) með gati í miðjunni látin falla utan um stöng- ina úr 1 m hæð. Mælt var hversu hátt frá jörðu skífan staðnæmdist. Hæðin sem skífan stöðvast í ræðst einkum af hæð, stífni og þéttleika gróðurs40 en hér verður þessi mæl- ing nefnd gróðurhæð. Til að fá mat á þýfi voru þúfur taldar innan sama 5 m radíuss. Þá voru háplöntutegund- ir á einum slembivöldum fermetra innan hvers 5 m radíuss greindar og taldar. Gróðurhæð var mæld í hreið- urskál með sömu aðferð og lýst er að ofan nema að því leyti að stöngin var sett ofan í mitt hreiður og skífan látin detta ofan á hulningu hreiðurs. Aðeins voru taldir blettir með ung- um sem voru eldri en einnar viku til að tryggja að staðsetning unga væri nokkuð óháð staðsetningu hreiðurs. Samanburð á þessum umhverfis- þáttum milli gerða bletta má sjá í Gróðurhæð* – Sward height Deigja** – Penetrability Þýfi*** – Number of hummocks Fjöldi háplöntu- tegunda**** – Number of vascular plant species in 1 m2 Slembiblettir – Random points 16,3 (± 0,88) 9,5 (± 0,97) 10,1 (± 4,24) 10,4 (± 1,10) Umhverfi hreiðurs – Nest surroundings 16,5 (± 0,98) 8,1 (± 0,95) 11,4 (± 3,91) 8,6 (± 0,37) Ungablettir – Chick feeding points 20,9 (± 0,91) 7,8 (± 0,51) 12,3 (± 6,95) 10,8 (± 0,57) Hreiðurskál – Nest cup 24,9 (± 1,66) 2. tafla. Samanburður á umhverfisþáttum á slembipunktum (n = 62), umhverfis jaðrakanahreiður (35), á blettum þar sem stálpaðir jaðrakanaungar voru í fæðuleit (29) og í hreiðurskálum (31, aðeins gróðurhæð mæld). Gefin eru meðaltöl mælinga af átta athugunarsvæðum á Suðurlandi í cm ásamt staðalskekkju (í svigum). Sjá nánar um aðferðir í texta. Samanburður milli hópa (miðað við P = 0,05), á einstökum breytum var gerður með línulegu líkani og LSD post-hoc prófi (sjá 1. töflu). – Comparison of environmental variables between random points, Black-tailed godwit nest surroundings, godwit-chick feeding patches and godwit nest cups. Sward height was measured with a sward stick and penetrability with a pointy stick in cm.40 A general linear model with an LSD post-hoc test (SPSS 12.0.1) revealed that sward height was significantly higher at chick feeding points and nest cups than elsewhere, chick feeding patches had more hummocks and the diversity of plants was less at nest sites than elsewhere. * Gróðurhæð var marktækt meiri á ungablettum og í hreiðurskál en á slembiblettum og í umhverfi hreiðurs. Umhverfi hreiðurs var ekki marktækt frábrugið slembiblettum. ** Ekki reyndist marktækur munur á deigju milli neinna flokka bletta. *** Þýfi var marktækt meira á ungablettum en umhverfis hreiður. Ekki var munur á slembiblettum og öðrum blettum. **** Tegundafjölbreytni háplantna var marktækt minni umhverfis hreiður en á öðrum gerðum bletta. 79 1-4#loka.indd 80 4/14/10 8:50:45 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.