Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 82

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 82
Náttúrufræðingurinn 82 aðgengi að grunnum tjarnapollum (3. mynd) sem eru líklega upp- spretta fæðu, bæði fyrir fullorðna og unga. Tímasetning varps, og þar með tímabundinn breytileiki í notk- un á votlendi, er líklega einnig undir vali sem verkar í gegnum afkomu unga (þ.e. varptíminn ætti að hliðr- ast til þannig að mikið fæðuframboð fari saman við það tímabil sem ung- arnir eru þurftafrekastir). Jaðrakanar koma til landsins frá miðjum apríl fram í byrjun maí.41 Miðgildi dreif- ingar á upphafi álegu er 29. maí (112 hreiður, staðalfrávik 10,9 dagar). Þetta þýðir að jaðrakanar bíða hátt í mánuð með að verpa eftir komuna til landsins. Með því að bíða virðast þeir tímasetja varp þannig að ung- arnir eru þurftafrekastir þegar fram- boð af liðdýrum virðist vera mest (5. mynd). Spói kemur til Íslands 2–3 vikum á eftir jaðrakan en verp- ur samt á sama tíma.26 Jaðrakan og spói eru náskyldir og ungar þeirra hafa svipaða lífshætti þótt spói verpi almennt á fremur þurrari stöðum. Ekki er ólíklegt að náttúruval sem verkar í gegnum afkomu unga hafi átt þátt í að tímasetja varp þessara tegunda og ef til vill fleiri íslenskra vaðfugla. Fæðuframboð er sennilega sá nærtæki þáttur sem hefur hvað mest áhrif á fjölda og dreifingu vaðfugla. Að framan var greint frá nýlegum samanburði á fæðuframboði fyrir vaðfugla í votlendi á Suðurlandi. Munur var greinilegur bæði milli votlendisgerða og milli bletta innan svæða, og þessi munur endurspegl- ast í dreifingu vaðfugla. Einnig er talsverður breytileiki í fæðufram- boði yfir sumarið og tímasetning varps virðist vera með þeim hætti að framboð liðdýra á sverði og gróðri sé hvað mest þegar ungar þurfa mest á því að halda. En hverju þarf að bæta við? Þörf er á mæl- ingum í fleiri gerðum votlendis og víðar um landið. Gagnlegt væri að tengja magn og breytileika smádýra beint við staðbundinn og lands- hlutabundinn breytileika í frjósemi jarðvegs42, því ekki er víst að gróð- urfar (sem búsvæðaflokkun bygg- ist yfirleitt á) gefi góða mynd af smádýrafánu. Slíkt samband myndi einnig flýta fyrir aðkallandi flokkun líffræðilegrar fjölbreytni en tíma- frekt er að safna pöddum og greina alls staðar þar sem flokka þarf. Þá þarf að bæta upplausn gagna sem tímasetning fæðutopps (5. mynd) er byggð á. Mæla þarf breytileika í þessum toppi milli ára og lands- hluta en hann er líklegur til að hafa áhrif á landshlutabundinn mun á varptíma og lýðfræði vaðfugla.39,43 Greina þarf hversu mikilvægir mis- munandi hópar eru í fæðu vaðfugla og einnig er mikilvægt að aðgreina fjölda dýra frá orkuinnihaldi fæðu þar eð margir hryggleysingjar vaxa yfir sumarið37 og fjöldi sem kemur í gildrur þarf því ekki að endur- spegla eiginlegt fæðuframboð fyrir vaðfuglaunga, þótt líklega geri hann það í reynd. Líffræðileg fjölbreytni, landnotkun og framtíð íslenskra vaðfugla Frá því um aldamótin 1900 hefur um helmingi af öllu votlendi heims- ins verið spillt.44 Röskun votlendis á Íslandi er einnig veruleg; um 90% votlendis á Suðurlandi og Vest- urlandi hefur verið raskað45,46 og líklega gegnir svipuðu máli um aðra landshluta. Þessar miklu breyt- ingar vekja spurningar um áhrif, bæði bein áhrif á menn, t.d. vegna hlutverks votlendis við temprun flóða og bindingu kolefnis47, og áhrif á aðrar lífverur eins og plöntur, liðdýr og fugla. Hér að framan var sýnt fram á að tengsl vaðfugla og votlendis eru margslungin. Sumir landshlutar eru mun fuglaríkari en aðrir og áhrif mósaíkur landsins á fugla verka allt niður á mælikvarða þúfna í mýrum landsins. En hvaða máli skiptir skilningur á tengslum vaðfugla við umhverfi sitt? Í því samhengi er gagnlegt að velta fyrir 5. mynd. Líklegar breytingar á fæðuframboði fyrir vaðfuglaunga á láglendi yfir varptíma. Grafið sýnir fjölda smádýra (> 3mm) sem komu í 54 fallgildrur á 12 athugunarsvæðum víðs vegar um Suðurland 2002 og 2003 (sameinuð ár). Ekki var safnað fyrstu 10 daga í júlí. Rauða skyggða svæðið sýnir hvenær jaðrakanaungar væru þurftafrekastir (síðasta vika áður en þeir verða fleygir) ef jaðrakanar myndu verpa strax eftir komuna til landins. Græna súlan sýnir hvenær stórir jaðrakanaungar eru raunverulega mest á ferðinni. – Likely changes in food availability of wader chicks throughout the Icelandic summer based on pit- fall trap samples from S-Iceland. No sampling took place in the first 10 days of July. The red bar shows the most energy demanding age (the median week before fledging) of Black-tailed godwit chicks if they were to start incubation shortly after arrival in Iceland. However, they delay their breeding for 3–4 weeks and as a result, chicks require the most energy (green bar) when the availability of surface arthropods is seemingly highest. 79 1-4#loka.indd 82 4/14/10 8:50:50 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.