Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 87

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 87
87 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Mýframleiðsla og fæðuvefur Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu Gísli Már Gíslason Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 87–94, 2010 Ritrýnd grein Haustið 1976 kom Arnþór Garðarsson til Newcastle upon Tyne í Englandi til að hitta gamla nemendur sína sem þar voru við nám. Hann var þá búinn að vera við rannsóknir á Mývatni í rúmt ár og var mjög spenntur fyrir því að efla þær svo hægt væri að skoða heildarmyndina af því sem væri að gerast í Mývatni og Laxá. Færði hann það í tal við mig að ég gerði áætlun um rannsóknir á Laxá, sem m.a. tæki til framleiðslu botndýra og setti í sam- hengi við stofnstærðir anda og afkomu unga á ánni. Í janúar 1977 var farið í rannsóknarleiðangur norður í Mývatnssveit. Ferðin frá Akureyri sóttist seint vegna fannfergis á Mývatnsheiði og Hof- staðaheiði og komumst við ekki í Rannsóknarstöðina á Rifi (í landi Geira- staða) fyrr en langt var liðið á nótt. Næsta morgun var stillt og bjart veður og var ég skilinn eftir við brúna í Geldingaey og safnaði sýnum niður eftir ánni, niður að Helluvaði, meðan bjart var. Þessi fyrsti rannsóknaleiðang- ur reyndist mikill áhrifavaldur. Ekki aðeins kynntist ég heimilisfólkinu á Laxárbakka og síðar mörgum öðrum Mývetningum heldur sá ég þarna með eigin augum meiri þéttleika botndýra, aðallega bitmýs (Simulium vittatum) en einnig rykmýs (Chironomidae), en ég hafði áður séð eða lesið um. Var upp frá þessu ákveðið að beina sjónum að stofnstærð bitmýslirfa, sem er stærsti stofninn á botni árinnar, og öðrum botndýrastofnum. Það var því ljóst að spennandi verkefni var framundan fyrir nýútskrifaðan vatnalíffræðing. Framleiðsla smádýra í ám gefur mynd af framboði fæðu sem nýtist næsta fæðuþrepi fyrir ofan. Í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu fóru fram rannsóknir á þéttleika og lífmassa smádýra frá 1977 til 1984 og jafnframt hefur verið fylgst áfram með breytingum í stofnstærðarvísitölum með flugnagildrum við ána á tveimur stöðum, Dragsey í Mývatnsósum og Helluvaði (4,5 km frá Mývatni). Framleiðsla var síðan reiknuð út frá þéttleika og lífmassa. Þetta var m.a. gert til þess að fá mynd af fæðuframboði fyrir urriða og endur í Laxá. Ein tegund bitmýs, mývargur (Simulium vittatum), og nokkrar teg- undir af rykmýi eru ríkjandi. Í heildina eru bitmý og rykmý 95–98% af fjölda allra dýra á botni árinnar, þar af bitmý 47–63%. Stofnstærðir bitmýs sveiflast í takt við lífrænar agnir sem rekur úr Mývatni, sem er aðallega þörungar og grot. Rekið nýtist sem fæða fyrir bitmýslirfur, en fæða rykmýslirfa eru þör- ungar sem vaxa á botni Laxár. Undirstaða fæðuvefs Laxár er rek þörunga og lífræns efnis úr Mývatni og botnþörungaframleiðslu Laxár. Aðrir hrygg- leysingjar eru í litlum þéttleika í ánni. Bitmý er 56–95% af framleiðslu mýs- ins í ánni og ákvarðast stofnstærðarbreytingar hryggdýra, urriða, straum- andar og húsandar af breytingum í bitmýsstofninum. Heimskautsbaugur Þverá Miðkvísl Helluvað Ísland Norður-Íshaf 1. mynd. Kort af Laxá og Mývatni sem sýnir sýnatökustöðvar: Dragsey og Mið- kvísl við útfall, Helluvað (4,5 km frá út- falli) og Þverá (22 km frá útfalli). – Map of the River Laxá. 79 1-4#loka.indd 87 4/14/10 8:50:53 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.