Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 88
Náttúrufræðingurinn
88
2. mynd. Höfundur tæmir flugnagildru við Laxá. – The author emptying a window trap
at the River Laxá. Ljósm./Photo: Kristín Hafsteinsdóttir, 9. október 1978.
Inngangur
Í rannsóknum á vistfræði Mývatns
og Laxár árin 1971–1975 var aðal-
áherslan á hvað væri til staðar og
hver lífræn framleiðsla Mývatns
væri.1 Þær voru gerðar vegna þáver-
andi hugmynda um að fullvirkja
Laxá og voru jafnvel uppi hug-
myndir um að setja Skjálfandafljót í
Laxá.2 Rannsóknum á efna- og eðl-
isfræði Laxár voru gerð góð skil,3,4,5
en lífríki Laxár byggðist að mestu á
tegundaskrá botndýra6 og fuglalífi7.
Mikilvægt er að skilja uppbygg-
ingu samfélaga dýra og stofnsveiflur
í vötnum til þess að gera sér mynd
af fæðuvefnum. Rykmý er ríkjandi
í þéttleika botndýra í norðlægum
ám og lækjum8, þar með töldum
ám á Íslandi, en bitmý er ríkjandi í
útföllum stöðuvatna á Íslandi.9 Afar
fáar rannsóknir hafa verið gerðar á
framleiðslu straumvatna á norðlæg-
um slóðum15 en framleiðsla botn-
dýra í tempruðu loftslagi er betur
þekkt.10,11,12
Rannsóknir á Laxá eiga sér sögu
aftur á miðja 20. öld. Árið 1950 hóf-
ust vatnamælingar Raforkumála-
stjóra og síðar Vatnamælinga Orku-
stofnunar í ánni, og frá 1971 hafa
Jón Ólafsson prófessor í haffræði4,5
og Náttúrurannsóknastöðin við Mý-
vatn fylgst með hita og efnafræði
hennar. Líffræðingarnir Sven-Axel
Bengtson og Steffan Ulfstrand13
rannsökuðu þéttleika botndýra í
Laxá og nokkrum ám á Norðurlandi
1970 sem fæðu fyrir straumönd,
sem Sven-Axel rannsakaði sérstak-
lega.14 Botndýrarannsóknir Claus
Lindegaards6 hófust 1971 og skráði
hann m.a. tegundir botndýra í Laxá
og Kráká auk botndýrarannsókna
í Mývatni. Rannsóknarleiðangur
minn með Arnþóri Garðarssyni var
upphafið að vöktun skordýra í Laxá
og Mývatni og jafnframt hófust
þá rannsóknir á framleiðslu botn-
dýra árinnar ofan Brúa, en Arnþór
hafði byrjað á ný andarannsóknir
á Mývatni og Laxá árið 1975.7,15
Nákvæmar aflatölur fyrir urriða eru
til frá 1974 ofan Brúa og fyrir lax í
Laxárdal og hefur Veiðimálastofnun
haldið saman þeim gögnum.
Aðferðir
Rannsóknir á vatnaskordýrum fóru
fram með reglulegri söfnun botn-
dýra úr Laxá (1. mynd), í Miðkvísl
í útfalli Mývatns, við Helluvað (4,5
km frá Mývatni) og á Þverá í Lax-
árdal (22 km) í átta ár. Botnsýni voru
tekin þar sem vatnsdýpi var um 50
cm. Á árunum 1978–1980 og 1984–
1985 var sýnum safnað 2–3 sinnum
í mánuði frá maí til september og
einu sinni í október og janúar. Á
árunum 1981–1985 var safnað mán-
aðarlega frá maí til október og einu
sinni í janúar, nema í Miðkvísl þar
sem safnað var oftar.
Teknir voru fimm steinar í hverri
söfnun. Háfi var haldið fyrir neðan
steinana til að grípa þau dýr sem
losnuðu af.16,17,18,19 Öll dýr voru
skrúbbað af hverjum steini ofan í
fötu og síðan síað í sigti með 63µm
möskvastærð. Útlínur hvers steins,
eins og hann lá á botninum, voru
teiknaðar á millimetrapappír til að
reikna út flatarmál, sem síðan var
notað til að reikna þéttleika og
lífmassa. Einstaklingsþyngd lirfa
bitmýs og rykmýs var reiknuð út
frá lengd og meðalþvermáli ein-
staklinga í hverjum eins millimetra
stærðarflokki og eðlisþyngdinni
1,05 g cm-3. Bitmýsþyngd var reiknuð
y = 0,0010x2,9814 og rykmýsþyngd
var y = 0,0056x3,1898 (x = lengd lirfu í
mm og y = þyngd lirfu í mg, rykmý
r = 0,974, n = 30, p<0,001 og bitmý
r = 0,998 p<0,001, n = 10 lengd-
arflokkar, hver með meðalþyngd
100–400 lirfa).19 Lífræn þurrvigt var
mæld 12,2% af blautvigt lirfunnar.18
Framleiðsla rykmýs og bitmýs
var reiknuð út frá lengdardreif-
ingu lirfanna, sem skipt var í 1 mm
lengdarflokka.20,21 Notuð var meðal-
þyngd hvers lengdarflokks16,18,19 og
sett fram í líkaninu:
P = i�(nj-nj+1)(wj+wj+1)/2
þar sem i er fjöldi lengdarflokka,
nj og nj+1 eru meðalfjöldi í lengdar-
flokkunum j og j+1 og wj og wj+1
er meðalþyngd lirfu í lendarflokk-
um j og j+1.16,17,18,19
Kynslóðatíma var skipt upp á
grundvelli stærðardreifingar og
flugtíma bitmýs og rykmýs og er
kynslóðatími (tími eggja til púpna)
frá 10. júní til 9. júní árið eftir í Mið-
kvísl og Helluvaði og frá 1. júlí til 30.
júní árið eftir, við Þverá.
Samsetning reks í Laxá og fæða
bitmýslirfa var sérstaklega rann-
sökuð árin 1978 og 1984.22 Vatns-
sýni (250 ml) voru varðveitt með
5 ml formaldehýði og síðan voru
þau síuð með lofttæmingardælu
á himnusíu (Millipore®, 47 mm
í þvermál og 0,45 µm gatastærð).
Síurnar voru þurrkaðar við herberg-
79 1-4#loka.indd 88 4/14/10 8:50:58 PM