Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 95

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 95
95 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Maður og náttúra Sigrún Helgadóttir og Páll Jakob Líndal Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 95–101, 2010 Eins lengi og sögur herma virðast menn hafa fundið hjá sér þörf fyrir samneyti við náttúruna. Lengst af bjuggu menn dreift og fengu þess- ari þörf fullnægt í daglegu amstri. Þegar þéttbýli myndaðist voru þar skipulagðir garðar fólki til gleði. Fornar sagnir eru um skrúðgarða í þéttbýli, svo sem hina frægu hengi- garða í Babýlon frá því um 600 f.Kr. Frá miðöldum og fram á síðustu öld var lögð áhersla á að garðar og náttúrlegt umhverfi væru í næsta nágrenni við sjúkrahús, heilsuhæli og klaustur til að auka árangur meðferðanna sem þar fóru fram. Á 19. öld lagði Florence Nightingale ríka áherslu á tengsl sjúklinga og veikburða fólks við náttúruna til að flýta bata og auka heilbrigði. Um svipað leyti ítrekaði bandaríski landslagsarkitektinn Frederick Law Olmsted mikilvægi þess að íbúar borga hefðu aðgang að náttúrlegu umhverfi til að slaka á frá amstri hversdagslífsins og viðhalda and- legu, líkamlegu og félagslegu heil- brigði. Olmsted var hönnuður Central Park á Manhattan í New York. Hann var líka hugsuðurinn á bak við friðun Yosemite-dals og risafurulunda í Kaliforníu árið 1864. Þar var landnám bannað og svæð- in formlega friðlýst til að vera almenningi til afnota til útivistar og ánægju um ókomna tíð. Tæp- um áratug síðar, 1872, var fyrsti þjóðgarður heimsins, Yellowstone, stofnaður og byggðist á sömu hug- myndafræði.2 Lengi vel studdust þær skoðanir að náttúran og náttúrlegt umhverfi hefði jákvæð áhrif á líkamlegt og andlegt atgervi fólks fyrst og fremst við skynsemi, rökhugsun og tilfinn- ingu. Augljóst er að margir sækjast eftir samskiptum við dýr og plöntur, fjöll og vötn og finna hjá sér ríka þörf fyrir hreyfingu og líkamlega áreynslu í náttúrlegu umhverfi. Gjarnan er lagt í ærinn kostnað og fyrirhöfn til að ferðast um nátt- úruna eða dvelja þar. Margir hafa lýst því hvernig þeir fá í náttúrunni hvíld og jafnvægi en einnig styrk, hugmyndir og innblástur til nýrra verka. Sumum nægir að fara um byggðir en aðrir leita til fjalla eða hafs. Margir eiga uppáhaldsstað þangað sem þeir leita þegar á móti blæs eða til hvíldar eða uppörvunar, og einhverjir segjast finna í nátt- úrunni samhljóm með tilfinningum sínum; reiði í roki og öldugangi, hryggð í daggardropum og regni, gleði í blómum og fuglasöng. Mjög margir virðast hafa þörf fyrir náttúrufegurð í formi anganar, kyrrðar, náttúruhljóða, litadýrðar og fjölbreytni lífs. Hæpið er að afgreiða fegurðarþörfina sem algerlega huglægt fyrirbæri, því að telja verður að mannlegt eðli sé aðlögun að umhverfinu. Með öðrum orðum, manninum líður betur og lifir farsælla lífi er honum er búið náttúrlegt umhverfi.1 Ritrýnd grein 1. mynd. Maður í náttúru. Ljósm.: Hrefna B. Ingólfsdóttir. 79 1-4#loka.indd 95 4/14/10 8:51:10 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.