Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 100

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 100
Náttúrufræðingurinn 100 Niðurstöðurnar sýndu að sá hópur sem gengið hafði um í náttúrlegu um- hverfi náði marktækt betri árangri en hinir tveir hóparnir. Hartig og fleiri mældu frammi- stöðu á athyglisprófi fyrir og eftir að fólk hafði gengið í 50 mínútur í nátt- úrlegu umhverfi annars vegar og í borgarumhverfi hins vegar.13 Niður- stöður þeirrar rannsóknar staðfestu fyrri niðurstöður. Borgir og náttúruþörf „Maður er manns gaman“ og talið er að þéttbýli eða borgir hafi verið til í nokkur þúsund ár. Þær fornu borgir voru þó á engan hátt sambærilegar við milljónaborgir nútímans. Þétt- býli gat fyrrum aðeins myndast þar sem jarðvegur var sérstaklega frjósamur og landið gjöfult og fjöl- breytt, svo sem við árósa eða lífmikil vötn. Hins vegar voru þéttleika og stærð borganna mikil takmörk sett. Fólk hafði ekki farartæki til að flytja lífsnauðsynjar langar leiðir né held- ur tækni til að geyma matvæli. Þess vegna varð það að stunda einhvers konar jarðrækt og landbúnað inni í borgunum eða mjög nálægt þeim, safna fæðu eða veiða. Langflestir voru því í snertingu við náttúruna í daglegu lífi. Örfáir auðugir kóng- ar og aðalsmenn gátu byggt sig frá náttúrunni með stórum höllum og fjölda þjónustufólks en umhverfis hallirnar voru skipulagðir garðar og aðalsmennirnir tóku frá stór, nátt- úrleg svæði til að fara þar á veiðar. Allt þetta breyttist með iðnbylt- ingunni og enn frekar þegar menn hófu að nýta sér olíu sem orkugjafa til flutninga. Þá var hægt að flytja kæld og frosin matvæli, og reyndar hvers konar varning, heimshorna á milli. Í kjölfar iðnbyltingarinnar risu iðnaðarborgir og aðstæður almenn- ings breyttust. Fólk fór að vinna innandyra myrkranna á milli og aðgangur að náttúrlegu umhverfi minnkaði. Sterk þörf fyrir útivist í ríkulegri og fjölbreyttri náttúru minnkaði hins vegar ekki. Aðals- menn urðu að opna garða sína og veiðilönd og útivistarsvæði og þjóð- garðar voru stofnaðir. Sífellt fleira fólk kýs að búa í þétt- býli og reiknað er með að árið 2030 muni um 60% jarðarbúa búa í borg- um.17 Er það athyglisvert í ljósi þess að niðurstöður rannsókna hafa sýnt að flest fólk telur náttúruna mun heppilegra aðsetur með tilliti til and- legs og líkamlegs heilbrigðis. Sem dæmi má nefna hollenska rannsókn sem sýndi að 95% þátttakenda töldu það mjög gagnlega leið til að vinna á streitu að vera úti í náttúrunni18 og í sænskri rannsókn, sem gerð var meðal íbúa í níu borgum og bæjum, kom í ljós að flestir mundu ráðleggja áhyggjufullum og streittum vini sínum að fara í skógarferð í þeirri von að draga úr þessum neikvæðu einkennum.19 Ennfremur hafa rannsóknir, með þátttakendum frá öllum heimshorn- um, sýnt að fólki finnst náttúrlegt umhverfi bæði fallegra og meira aðlaðandi en borgarumhverfi.20,21 Í ljósi þeirra niðurstaðna könnuðu van den Berg og félagar22 hvort máttur umhverfisins til endurheimt- ar og streitulosunar, að áliti þátt- takenda, hefði áhrif á mat þeirra á fegurð þess, og reyndist svo vera. Fram kom í rannsókninni að endur- heimt og streitulosun átti stóran þátt í því hvort þátttakendur töldu um- hverfið fallegt eða ekki. Fram komu jákvæð tengsl milli þessara tveggja breyta, þannig að eftir því sem áhrif umhverfisins til endurheimt- ar og streitulosunar voru meiri því fallegra var það talið. Rann- sóknir Hartig og Staats,23 Staats og Hartig24 og Staats og félaga25 hafa sýnt áþekkar niðurstöður, þ.e. að mat fólks á tilteknu umhverfi sé að miklu leyti háð því hversu mikla þörf það hefur fyrir endurheimt vegna andlegrar þreytu og hversu líklegt það telur að umhverfið getið veitt slíka endurheimt. Er þetta talið skýra að umtals- verðu leyti af hverju fólki finnst nátt- úrlegt umhverfi fallegra en borg- arumhverfi sem oft einkennist af hraða, umferð, mengun, hávaða og ofgnótt hvers kyns áreitis. Niðurstöður sem þessar sýnast leggja skipulagsyfirvöldum hverrar þjóðar þær skyldur á herðar að sjá til þess að jafnhliða þéttbýlismyndun og stækkun borga séu tekin frá nátt- úrusvæði þangað sem fólk geti sótt endurhæfingu og hvíld frá amstri daganna og streitu nútímalífs. Ný öld, ný hugsun? Til skamms tíma þekktist varla annað en að skólakrökkum væri kennt inni og að þau lékju sér úti. Öflug samtök kennara og mennta- stofnana, sem voru stofnuð á 7. áratug síðustu aldar í vesturhluta Bandaríkjanna (Western Regional Environmental Education Council), höfðu mikil áhrif í þeim heims- hluta. Þau hvöttu til útikennslu sem beindist að því að börn héldu tengslum sínum við náttúrlegt umhverfi og lærðu að nota öll skynfæri sín. Á síðustu áratugum hefur útikennsla orðið almennur þáttur í skólastarfi víða á Norður- löndum, einnig á Íslandi. Eins og áður hefur komið fram þótti sjálfsagt fyrr á tímum að sjúkra- hús og heilsuhæli væru byggð á náttúrusvæðum. Síðan, með auk- inni tækni, urðu þau dauðhreins- aðar sjúkrastofnanir með vélrænni starfsemi í malbikshafi þéttbýlisins. Á síðustu árum hafa menn áttað sig á því að hér gildir ekki „annaðhvort eða“ heldur „bæði og“. Nú er svo komið að mikilli hugkvæmni og fjármunum er varið í að færa raun- verulegt líf, garða, gróður og liti inn í hátæknisjúkrahús á Norðurlönd- um og víðar. Menn lifa ekki án náttúru en hún kemst hins vegar vel af án manna. Nútímamenn hafa um tíma gert sér grein fyrri þeirri hættu sem steðjar að heiminum sem við búum í og að ef ekki verður gripið til ráðstafana gætu menn eyðilagt lífsbjörg sína. Á Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Río de Janeiro árið 1992 var sam- þykkt framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun samfélaga heims. Markmið hennar er að nútímafólk fullnægi frumþörfum sínum á þann hátt að komandi kynslóðir hafi möguleika á að gera það sama. Hugtakið um sjálfbæra þróun er 79 1-4#loka.indd 100 4/14/10 8:51:31 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.