Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 105
105
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
breytilega tegundaauðgi við jarð-
fræðilega myndunarsögu eyjunnar
sjálfrar. Þar sjá menn fyrir sér að eyja
rís úr sæ og hleðst upp sem brött
og mishæðótt, þar sem mörg ólík
búsvæði ýta undir tegundaauðgi
og þróun ólíkra einlendra tegunda
í mismunandi umhverfi. Á löngum
tíma slétta roföfl eyjuna, hún minnk-
ar og lækkar, búsvæðum fækkar og
tegundum sömuleiðis.26
Eru til eyjur sambærilegar
við Ísland?
Samantekt á helstu úthafseyjum
jarðar sýnir fljótlega að það finnst
engin eyja sem er sambærileg Íslandi
hvað varðar alla þrjá ofangreinda
þætti, hnattstöðu/loftslag, stærð
og einangrun (1. tafla, 1. mynd).
Það er einkum stærðin sem grein-
ir Ísland frá; allar hinar eyjurnar
eru miklu minni. Svalbarði er álíka
langt frá Skandinavíu og Ísland
og er sú úthafseyja í heimskauta-
loftslagi sem kemst næst Íslandi
að stærð. Svalbarði liggur þó mun
norðar en Ísland og loftslag er þar
miklu harðneskjulegra enda meira
en helmingur landmassans hulinn
jökli. Loftslagi í Færeyjum svipar til
mildustu sveita Íslands, en þær eru
mun nær Skotlandi og meginlandi
Evrópu en Ísland og þar af leiðandi
ekki eins einangraðar. Að auki eru
þær klasi margra smáeyja sem sam-
anlagt samsvara aðeins ríflega 1% af
flatarmáli Íslands.
Á suðurhveli eru Falklandseyjar
suðaustur af Suður-Ameríku og
eyjurnar austur (Chatham-eyjar)
og suður af Nýja-Sjálandi (súbant-
arktísku eyjurnar) líkastar Íslandi.
Loftslagi á Falklandseyjum svipar
nokkuð til Íslands. Ársmeðalhiti í
höfuðborginni Port Stanley er 5,5°C,
talsvert hærri en í Reykjavík (4,3°C
1961–1990 27) en úrkoma er fremur
lítil (640 mm/ári). Þar er vindasamt
eins og á Íslandi og raunar öllum
úthafseyjunum á suðurhveli. Falk-
landseyjar eru að flatarmáli alls
ríflega tíundi hluti af Íslandi en eru
mun nær næsta meginlandi (Suður-
Ameríku) en Ísland er Evrópu. Chat-
ham-eyjar austur af Nýja-Sjálandi
eru ámóta einangraðar og Ísland en
loftslag er mun mildara (meðalárs-
hiti um 10,9°C). Suður af Nýja-Sjá-
landi dreifast margar litlar eyjur um
stórt hafsvæði og kallast einu nafni
súbantarktískar eyjur. Þær eru tekn-
ar saman hér vegna þess að flórur
þeirra eru náskyldar þótt langt sé
á milli þeirra. Loftslag er svalara
en á Chatham-eyjum, þar er vot-
viðrasamt og aðeins örfáir heiðskír-
ir dagar á ári. Að Macquarie-eyju
undanskilinni (4,8°C meðalárshiti)
er meðalhiti ársins þó hærri en á
Íslandi og sumur hlýrri. Macquarie-
eyja er líka sýnd ein og sér, en hún
er ámóta langt frá Nýja-Sjálandi og
Ísland er frá Noregi (1. tafla).
Aðrar eyjur í 1. töflu eiga minna
sameiginlegt með Íslandi. Wrangel-
eyja er hánorræn eyja skammt norð-
ur af Síberíu austanverðri. Lengst
úti í hafsauga suður og austur
af Góðrarvonarhöfða dreifast litlar
eyjur í nokkrum eyjaklösum um
óhemju víðfeðmt hafsvæði (1. mynd).
Þær eru stundum kallaðar Frönsku
suðurhafseyjar (French Southern Ter-
ritories á ensku, líka nefndar South
Indian Ocean Province í líflanda-
fræði28). Meðal þeirra eru einhverjir
einangruðustu landmassar jarðar;
næsta meginland við Kerguelen-
eyjar, að Suðurskautslandinu frá-
töldu, er í yfir 4.000 km fjarlægð.
Írland er sett með í töfluna vegna
þess að það er stór eyja í sama
heimshluta og Ísland en það er
þó tæplega samanburðarhæft við
Ísland því yfir til Englands er að-
eins mjótt sund (60 km). Fjöldi teg-
unda á Írlandi er miklu meiri en á
1. mynd. Staðsetning og dreifing þeirra eyja sem helst eru sambærilegar við Ísland á norðurhveli (t.v.) og suðurhveli (t.h.). Athugið að
kortin tvö eru ekki í sama mælikvarða.
79 1-4#loka.indd 105 4/14/10 8:51:34 PM