Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 105

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 105
105 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags breytilega tegundaauðgi við jarð- fræðilega myndunarsögu eyjunnar sjálfrar. Þar sjá menn fyrir sér að eyja rís úr sæ og hleðst upp sem brött og mishæðótt, þar sem mörg ólík búsvæði ýta undir tegundaauðgi og þróun ólíkra einlendra tegunda í mismunandi umhverfi. Á löngum tíma slétta roföfl eyjuna, hún minnk- ar og lækkar, búsvæðum fækkar og tegundum sömuleiðis.26 Eru til eyjur sambærilegar við Ísland? Samantekt á helstu úthafseyjum jarðar sýnir fljótlega að það finnst engin eyja sem er sambærileg Íslandi hvað varðar alla þrjá ofangreinda þætti, hnattstöðu/loftslag, stærð og einangrun (1. tafla, 1. mynd). Það er einkum stærðin sem grein- ir Ísland frá; allar hinar eyjurnar eru miklu minni. Svalbarði er álíka langt frá Skandinavíu og Ísland og er sú úthafseyja í heimskauta- loftslagi sem kemst næst Íslandi að stærð. Svalbarði liggur þó mun norðar en Ísland og loftslag er þar miklu harðneskjulegra enda meira en helmingur landmassans hulinn jökli. Loftslagi í Færeyjum svipar til mildustu sveita Íslands, en þær eru mun nær Skotlandi og meginlandi Evrópu en Ísland og þar af leiðandi ekki eins einangraðar. Að auki eru þær klasi margra smáeyja sem sam- anlagt samsvara aðeins ríflega 1% af flatarmáli Íslands. Á suðurhveli eru Falklandseyjar suðaustur af Suður-Ameríku og eyjurnar austur (Chatham-eyjar) og suður af Nýja-Sjálandi (súbant- arktísku eyjurnar) líkastar Íslandi. Loftslagi á Falklandseyjum svipar nokkuð til Íslands. Ársmeðalhiti í höfuðborginni Port Stanley er 5,5°C, talsvert hærri en í Reykjavík (4,3°C 1961–1990 27) en úrkoma er fremur lítil (640 mm/ári). Þar er vindasamt eins og á Íslandi og raunar öllum úthafseyjunum á suðurhveli. Falk- landseyjar eru að flatarmáli alls ríflega tíundi hluti af Íslandi en eru mun nær næsta meginlandi (Suður- Ameríku) en Ísland er Evrópu. Chat- ham-eyjar austur af Nýja-Sjálandi eru ámóta einangraðar og Ísland en loftslag er mun mildara (meðalárs- hiti um 10,9°C). Suður af Nýja-Sjá- landi dreifast margar litlar eyjur um stórt hafsvæði og kallast einu nafni súbantarktískar eyjur. Þær eru tekn- ar saman hér vegna þess að flórur þeirra eru náskyldar þótt langt sé á milli þeirra. Loftslag er svalara en á Chatham-eyjum, þar er vot- viðrasamt og aðeins örfáir heiðskír- ir dagar á ári. Að Macquarie-eyju undanskilinni (4,8°C meðalárshiti) er meðalhiti ársins þó hærri en á Íslandi og sumur hlýrri. Macquarie- eyja er líka sýnd ein og sér, en hún er ámóta langt frá Nýja-Sjálandi og Ísland er frá Noregi (1. tafla). Aðrar eyjur í 1. töflu eiga minna sameiginlegt með Íslandi. Wrangel- eyja er hánorræn eyja skammt norð- ur af Síberíu austanverðri. Lengst úti í hafsauga suður og austur af Góðrarvonarhöfða dreifast litlar eyjur í nokkrum eyjaklösum um óhemju víðfeðmt hafsvæði (1. mynd). Þær eru stundum kallaðar Frönsku suðurhafseyjar (French Southern Ter- ritories á ensku, líka nefndar South Indian Ocean Province í líflanda- fræði28). Meðal þeirra eru einhverjir einangruðustu landmassar jarðar; næsta meginland við Kerguelen- eyjar, að Suðurskautslandinu frá- töldu, er í yfir 4.000 km fjarlægð. Írland er sett með í töfluna vegna þess að það er stór eyja í sama heimshluta og Ísland en það er þó tæplega samanburðarhæft við Ísland því yfir til Englands er að- eins mjótt sund (60 km). Fjöldi teg- unda á Írlandi er miklu meiri en á 1. mynd. Staðsetning og dreifing þeirra eyja sem helst eru sambærilegar við Ísland á norðurhveli (t.v.) og suðurhveli (t.h.). Athugið að kortin tvö eru ekki í sama mælikvarða. 79 1-4#loka.indd 105 4/14/10 8:51:34 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.