Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 106

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 106
Náttúrufræðingurinn 106 nokkurri hinna eyjanna. Grænland er haft með í 1. töflu þar sem það er næsti nágranni Íslands, en það telst auðvitað ekki eyja. Þótt Grænland sé risastórt er íslaust land ekki nema tæplega tvöfalt flatarmál Íslands. Í þann einfalda samanburð sem settur er upp í 1. töflu vantar ýmis- legt annað sem greinir á milli eyja. Til dæmis þarf að hafa í huga að meðan nánast allt uppgefið flatarmál Ís- lands er einn samfelldur landmassi, eru flestar nefndu eyjurnar í raun klasar margra miklu minni eyja. Þær ættu því af þeirri ástæðu einni, en að öðru jöfnu, að vera heldur fátækari að tegundum en Ísland. Þá má gera því skóna að eyjur á suðurhveli séu í raun líffræðilega mun einangraðri en eyjur í sambærilegri fjarlægð frá næsta meginlandi eða stórri eyju á norðurhveli, vegna þess hve land- massar eru litlir sunnan við 40°S (1. mynd). Samanburður á tegunda- auðgi eftir stærð eyja Eins og áður var nefnt er sambandið milli flatarmáls eyja og tegunda- auðgi vel þekkt og hefur verið stað- fest í fjölda rannsókna8,22 en þó fyrst og fremst á eyjum í heitu loftslagi. Fáir hafa skoðað úthafseyjur í heim- skautaloftslagi, enda eru þær miklu færri. Þó má nefna tvær rannsóknir á eyjum á suðurhveli, sömu eyjum og taldar eru upp í 1. töflu, en til grundvallar voru lagðir tegunda- listar fyrir hverja einstaka eyju fyrir sig (ekki eyjaklasa eins og í 1. töflu). Í fyrri rannsókninni töldu höfund- arnir sig hafa fundið marktæka fylgni milli fjölda háplöntutegunda og flatarmáls, einangrunar og sjáv- arhita (en hann var notaður þar sem gögn fyrir lofthita voru mjög glopp- ótt).39 Seinna endurunnu Selmi og Boulinier gögnin, m.a. þannig að einangrun var ekki bara reiknuð sem fjarlægð frá meginlandi heldur einnig sem fjarlægð til næstu eyju.40 Þeir komust að þeirri niðurstöðu að fjöldi háplöntutegunda sýndi aðeins marktæka fylgni við flatar- mál eyju en hvorki við einangrun né loftslag. Eyjurnar í 1. töflu eru of fáar til að unnt sé að gera marktækan töl- fræðilegan samanburð með tilliti til þáttanna þriggja, stærðar, einangr- unar og hnattstöðu. Það er þó upp- lýsandi að skoða sambandið milli flatarmáls eyja og tegundaauðgi. Þar sést að eyjurnar falla í þrjá stærðarflokka, en þeir eru: smáeyjur og eyjaklasar sem eru af stærðar- gráðunni 1/100 af Íslandi, þær sem eru nálægt því að vera 1/10 hluti Íslands og loks Írland og Svalbarði sem komast næst Íslandi að stærð (2. mynd). Íslaust land á Svalbarða er þó aðeins jafngildi ríflega fjórðungs af íslausu flatarmáli Íslands. Írland er ekki úthafseyja og tæplega sam- anburðarhæft við Ísland. Af 2. mynd má sjá að sáralítil fylgni er milli stærðar eyju og teg- undaauðgi plantna. Samanlagt flat- armál Frönsku suðurhafseyja og Wrangel-eyju er svipað, en Wran- gel-eyja er miklu tegundaauðugri. Frönsku suðurhafseyjar eru ákaf- lega einangraðar en Wrangel-eyja aðeins um 140 km frá ströndum Síberíu. Falklandseyjar virðast teg- undafátækar miðað við stærð en áleitnasta spurningin sem vaknar þegar myndin er skoðuð er sú hvort ekki hefði mátt búast við að Ísland væri tiltölulega auðugra að tegund- um en þessar miklu minni eyjur sem til samanburðar eru. Tegundaauðgi Wrangel-eyju og Færeyja miðað við Ísland samsvarar um 87 og 68%. Þumalfingursreglan Af fjölmörgum rannsóknum á eyjum innan eyjaklasa hafa menn sett fram þá þumalfingursreglu að fjöldi teg- unda á eyjum aukist í hlutfalli við stærð þannig að við tíföldun á flatar- máli eyju, tvöfaldist tegundafjöldi.41 Þessa reglu má nota sem mjög grófa vísbendingu um það hvernig Ísland kemur út í samanburði við þær eyj- ur sem helst eru sambærilegar hvað varðar loftslag og einangrun – þar sem engin sambærilega stór eyja er til. Þannig má spyrja: Ef allar eyjur „safna“ tegundum eftir flatarmáli þannig að tegundafjöldi tífaldast með tvöföldun á flatarmáli, hvað má búast við að þær hefðu margar tegundir ef þær væru jafnstórar og Ísland? Svona samanburð má sjá á 3. mynd fyrir þær fimm eyjur sem eru ámóta einangraðar og Ísland. Tvær eru á norðurhveli, Færeyjar og Svalbarði, og þrjár á suðurhveli, Falklandseyjar, Chatham-eyjar og Macquarie-eyja. Það er greinilegt að miðað við stærð er Ísland hlut- fallslega tegundafátækara en Fær- eyjar og Chatham-eyjar en nokkru tegundaauðugra en Svalbarði, Mac- quarie-eyja og Falklandseyjar. Hvað loftslag varðar er Ísland þó miklu svipaðra hinum tveimur fyrst- nefndu. Miðað við loftslag og ein- angrun virðast Falklandseyjar líka „safna“ tegundum hægt, þ.e. flóra þeirra virðist heldur tegundasnauð. 2. mynd. Sambandið milli tegundaauðgi (fjölda innlendra háplöntutegunda) og flatar- máls fyrir þær eyjur sem helst eru sambærilegar við Ísland. Svartir hringir: heildar- flatarmál eyju/eyjaklasa, ófylltir hringir: flatarmál íslauss lands. 79 1-4#loka.indd 106 4/14/10 8:51:35 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.