Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 108

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 108
Náttúrufræðingurinn 108 Greinilegur munur er í hlutfalli einlendra tegunda á milli suður- hvels og norðurhvels eyjanna. Wran- gel er eina eyjan á norðurhveli með verulegt einlent element. Eyjur í Norður-Atlantshafi virðast eiga það sameiginlegt að hafa fáar einlendar tegundir. Ísland, sem er tegunda- auðugasta úthafseyjan í töflunni, er jafnframt sú eina, ásamt Færeyj- um, sem ekki hefur neina almennt viðurkennda einlenda háplöntuteg- und. Reyndar er hinn geldæxlandi maríuvöttur (Alchemilla faröensis) stundum talinn sameiginleg einlend tegund fyrir Færeyjar og Ísland, en hér er miðað við úttekt Brochmanns og félaga1 sem telja maríuvött ekki einlenda tegund á Íslandi. Hvort maríuvötturinn er talinn einlend tegund eða ekki breytir ekki þeirri almennu mynd að miðað við flat- armál, einangrun og stærð flórunnar mætti búast við að á Íslandi væru einlendar tegundir. Hér á landi voru nýlega greindar tvær nýjar tegundir ferskvatnsmarflóa sem hvergi hafa fundist annars staðar og er önnur talin ný ætt.44,45 Íslenska hagamúsin er sérstök deilitegund og tvær mý- flugutegundir eru taldar einlendar (Procladius islandicus og Chironomus islandicus). Líffræðingar líta almennt svo á að hátt hlutfall einlendra teg- unda endurspegli langa einangrun lífríkis.46 Þetta vekur upp þá spurn- ingu hvort hið gagnstæða gildi líka, þ.e. að lágt hlutfall einlendra teg- unda endurspegli stutta sögu líf- ríkis. Getur verið að munurinn á auðgi og einlendum tegundum skýrist af ólíkri sögu eyjanna? Er jöklunarsaga suðurhvelseyjanna frábrugðin jökl- unarsögu Íslands? Rannsóknir eru ekki allar samhljóða en þó bendir flestallt til þess að óverulegur jökull hafi náð að myndast á mörgum eyjanna og fyrir því geta verið ýmsar ástæður, ekki bara að lofts- lag hafi ekki verið nægilega kalt. Sennilega lá engin þeirra alfarið undir jökli á hámarki síðasta jökul- skeiðs. Litlir jöklar eru taldir hafa myndast hæst á Falklandseyjum á síðasta jökulskeiði47,48 en veruleg jöklun var líklega á Auckland og Campbell-eyjum,35 sem eru syðst- ar súbantarktísku eyjanna. Ekki er óyggjandi hversu útbreiddir jöklar voru á Macquarie-eyju á hámarki síðasta jökulskeiðs en talið að þeir hafi a.m.k. ekki þakið alla eyjuna og að þar hafi viðhaldist gróður.28,38 Michaux og Leschen10 telja lífríki súbantarktísku eyjanna að hluta til mjög gamalt og skipta einlendu tegundunum í tvennt. Annars veg- ar eru forn-einlendar tegundir (sbr. áður) sem eiga ættingja í Suður- Ameríku, norðurhluta Kyrrahafs og á Nýja-Sjálandi og skyldleiki þeirra er rakinn allt til þess tíma þegar öll þessi svæði voru hluti af Vestur-Gondvanalandi fyrir um 100 milljón árum. Allar einlendu ætt- kvíslirnar falla í þennan flokk. Hins vegar eru ný-einlendar tegundir sem eiga náskylda ættingja á Nýja- Sjálandi og eru um 20 milljón ára gamlar. Michaux og Leschen telja núverandi lífríki eyjanna þannig blöndu af gömlum leifum Gond- vanalands-lífríkis og afkomendum lífvera sem bárust frá Nýja-Sjálandi, mun seinna á jarðsögulegum tíma- kvarða en þó fyrir svo löngu að þeir hafa þróast í sérstaka tegund. Van der Putten og félagar28 gerðu svipaða heildarúttekt á blóm- plöntum allra suðurhvelseyjanna. Þau draga einkum fram eftirfarandi: 1) mikinn svæðisbundinn breyti- leika, 2) þróun einlendra hópa, 3) takmarkaða jöklun á hámarki síð- asta jökulskeiðs og 4) frjókorna- greiningu og mómyndun frá byrjun nútíma og stundum allt aftur um 19 þúsund ár. Niðurstaða þeirra er að flóra þessara eyja sé gömul og frá því fyrir nútíma. Líkt og á Íslandi er refur (Dusi- cyon sp.) talinn hafa verið eina ein- lenda landspendýrið á Falklands- eyjum, en hann er nú útdauður.48 Ein fuglategund er talin einlend (+11 undirtegundir) en ca 70% skor- dýrategunda. Til viðbótar við 13 einlendar háplöntutegundir eru 25 einlendar tegundir mosa. Nú er talið að Falklandseyjar hafi verið áfastar Gondvanalandi við suður- odda Afríku en klofnað frá og rek- ið uns þær náðu núverandi stöðu fyrir um 130 milljón árum. Þær hafa líklega aldrei verið landfastar Suður-Ameríku en lífríki þeirra er langskyldast Patagóníu og Eldlandi. McDowall48 dregur þá ályktun að upphaflegt (Gondvanalands) líf- ríki eyjanna sé nú alveg horfið en núverandi flóra og fána hafi borist þangað frá Suður-Ameríku. Eina eyjan á norðurhveli með hátt hlutfall einlendra tegunda, Wrangel- eyja, hefur þá sérstöðu meðal arkt- ísku eyjanna að hún var íslaus á há- marki síðasta jökulskeiðs sem hluti af hinu jökullausa Beringia-svæði.49 Það er freistandi að túlka muninn á suðurhvelseyjunum og Wrangel- eyju annars vegar og Íslandi hins vegar þannig að hann endurspegli mislanga sögu flórunnar í landinu. Suðurhvelseyjarnar og Wrangel-eyja lágu ekki undir jökli á ísöld (nema að takmörkuðu leyti), lífríki þeirra á sér langa sögu og einlendar teg- undir hafa þróast í langri einangrun. Jökull náði langt út á landgrunn Ís- lands á hámarki síðasta jökulskeiðs og ólíklegt að þar hafi verið íslaus strandsvæði. Jökulsker kunna þó að hafa staðið upp úr ísbreiðunni, einkum á hæstu fjöllum nálægt sjó á norðurhluta landsins.50 Önnur leið til að fá vísbendingar um aldur og einangrun flórunnar er að kortleggja dreifingu og skyld- leika stofna með sameindalíffræði- legum aðferðum. Það hefur nú verið gert með margar tegundir, ýmist fyr- ir allt norðurheimsskautssvæðið eða hluta þess, m.a. austanvert Norður- Atlantshaf. Þar sem íslenskir stofnar hafa verið teknir með hafa niðurstöð- urnar yfirleitt verið túlkaðar þannig að líklega hafi þeir borist til Íslands á nútíma en eigi ekki að baki langa sögu í landinu. Má nefna rannsókn- ir á skriðnablómi (Arabis alpina51), fjallabláklukku (Campanula uniflo- ra52), stinnastör (Carex bigelowii53), fjallafræhyrnu (Cerastium arcticum54), holtasóley (Dryas octopetala55), kræki- lyngi (Empetrum nigrum56), snænarva- grasi (Phippsia algida57), jöklasóley (Ranunculus glacialis58), vetrarblómi (Saxifraga oppositifolia59), lækjarstein- brjóti (S. rivularis60), bergsteinbrjóti (S. paniculata60), lambagrasi (Silene 79 1-4#loka.indd 108 4/14/10 8:51:39 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.