Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 113

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 113
113 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags jaðri. Oft standa askhirslurnar stak- ar en stundum einnig margar saman í þéttum þyrpingum. Lappamerlan vex gjarnan á mosum sem eru á klettum eða fuglatoppum, einkum holtasóta (Andreaea rupestris). Stund- um vex hún einnig á öðrum mos- um, t.d. brúnkólfi (Gymnomitrion concinnatum), eða jafnvel á fléttum (Peltigera spp.). Lappamerla var fyrst greind úr sýnum frá Þjórsárverum upp úr 1970.9 Síðar fannst hún einnig í nokkrum sýnum frá því landsátaki í skófasöfnun sem gert var 1967–1968. Voru þau sýni frá ýmsum stöðum á landinu. Nokkur sýni hafa svo bæst við á síðari árum, en engan veginn er hægt að telja þessa tegund algenga þótt hún sé dreifð um landið. Freðsnepja Svo virðist sem sveppþræðir freð- snepjuc (Santessoniella arctophila (Th. Fr.) Henssen – Samnefni: Parme- liella arctophila (Th.Fr.) Malme) vaxi yfir eða eftir lifandi eða dauðum, jarðlægum mosagreinum, en þalið myndast síðan sem örsmáar dökk- brúnar, gljáandi vörtur um 0,1 mm í þvermál á mosagreinunum. Oft verða þessar vörtur síðar það þétt- ar að þær mynda meira eða minna samhangandi þal, þótt víðast glytti í mosann á milli. Form fléttunar ræðst hins vegar alfarið af mosagreinum sem hún klæðir að utan. Fléttan myndar fljótlega flatar, skífulaga askhirslur, dökkrauðbrúnar á litinn í þurru veðri, en þær tútna út í vætu og verða þá kúptar og fagurbrúnar eða rauðgular á litinn. Þær verða um 1–1,5 mm í þvermál. Fléttan vex einkum á mosagrónum jarðvegi uppi á rústakollum eða myndar grásvarta flekki yfir mosabreiðum á flatlendi. Einkum fylgir hún mosan- um móasigð (Sanionia uncinata). Gró þessarar fléttu eru glær, einhólfa og sporöskjulaga. Á Íslandi var freðsnepjan fyrst greind í Þjórsárverum árið 1970 og var sá fundur birtur undir nafn- inu Parmeliella arctophila.9,10 Hún er nokkuð algeng þar á mosabreiðum og rústum freðmýranna allt frá Bisk- upsþúfu og Þjórsárkvíslaeyrum í austri til Söðulfells og Blautukvísla- eyra í vestri. Hún fannst síðar í einu eldra sýni frá Mjóadal á Bárðdæla- afrétti 1967. Síðan hefur hún fundist töluvert víðar á landinu, m.a. 1976 í Kolkuflóa á Auðkúluheiði, en hann er nú á botni Blöndulóns; einnig á Hofsafrétti, í Arnardal og víða á Brúaröræfum, Kringilsárrana og á Jökuldalsheiði. Einnig hefur hún fundist á nokkrum stöðum í byggð, t.d. á Fljótsdalshéraði og á tveim stöðum á Vestfjörðum. Hún vex því nokkuð víða um landið, mest þó til fjalla og á miðhálendinu. Firnasorta Firnasortad (Leciophysma finmarkic- um Th. Fr.) er lítil flétta, myndar svarta, kringlótta púða, oft um 1 cm í þvermál. Þalið myndar þyrp- ingar af kolsvörtum, smágreinótt- um laufum eða sepum sem eru um 0,5–1 mm á lengd og 0,15–0,3 mm á breidd. Fljótlega myndast innan um þessa sepa svartar, kúptar, nær hálfkúlulaga askhirslur. Þær eru um og innan við 1 mm í þvermál. Innan í öskum askhirslunnar mynd- ast örsmá, glær, sporöskjulaga eða nær hnöttótt gró sem notuð eru til fjölgunar. Flétta þessi notar ekki grænþörunga í sambýli sínu held- ur aðeins blágræna af ættkvíslinni Nostoc, sem mynda keðjur inni í þalinu. Hún vex á jarðvegi, oft yfir örsmáa soppmosa sem þekja yfir- borðið. Fyrsta sýni af firnasortu sem safn- að hefur verið á Íslandi var tekið í suðvesturhlíð Snæfells árið 1968. Næst fannst hún í Guðlaugstungum árið 1972 og í Kolkuflóa á Auðkúlu- heiði árið 1976.11 Alls staðar virð- ist hún vera sjaldgæf, nema helst á Brúaröræfum og Vesturöræfum. Þar hefur hún fundist víðar en nokkurs staðar annars staðar á landinu.12 Þótt undarlegt megi virðast hefur hún ekki enn fundist í Þjórsárverum. 2. mynd. Einkennandi fyrir gulbrúnar ask- hirslur lappamerlunnar (Caloplaca tor- noënsis) er blásvört rönd á jaðrinum. 3. mynd. Freðsnepja (Santessoniella arc- tophila) vex einkum á mosum hálendisins. Þal fléttunnar er svart á myndinni, en ask- hirslurnar rauðbrúnar. 4. mynd. Firnasorta (Leciophysma fin- markicum) hefur hlaupkennt, grænsvart þal með kúptum, svörtum askhirslum. c Nafnið freðsnepja merkir eitthvað smátt og lítilfjörlegt sem vex á freðinni túndru. Orðið snepi er einnig notað um lítinn útvöxt, sepa eða vörtur sem þekja yfirborð sumra skófa. d Nafnið firnasorta vísar til hins svarta litar; eitthvað lítið og svart á víðáttumikilli auðninni. 79 1-4#loka.indd 113 4/14/10 8:51:48 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.