Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 114

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 114
Náttúrufræðingurinn 114 Rústadyrgja Þal rústadyrgjue (Rinodina mniaraea (Ach.) Körb – Samnefni: Urceo- laria mniaraea (Ach.)) myndar gráa, kringlótta bletti, 4–8 cm í þvermál, í sléttum breiðum af fíngerðum mosa. Það klæðir að utan hverja grein mos- ans og oft einnig sinustrá eða kvisti í sverðinum, þekur allt með gráum, kornkenndum eða vörtóttum hjúp. Á þalinu myndast aragrúi af dökk- brúnum, nánast svörtum askhirslum. Þær eru nokkuð kúptar, 0,5–0,8 mm í þvermál, með ljósgrárri þalrönd á börmunum. Þær eru oft það þéttar að 1.000 askhirslur geta hæglega rúmast á þali sem er 4–5 cm í þver- mál. Gró þessarar fléttu eru tvíhólfa, dökkbrún eða brúngræn. Hún er sérlega algeng á rústum og túndru- mosum hálendisins. Rústadyrgja fannst fyrst af Grøn- lund árið 1885.2 Bretinn Kenneth A. Kershaw safnaði henni síðar á Sátu á Landmannaafrétti árið 1960.13 Á ár- unum 1967 og 1968, þegar stórátak var gert í söfnun fléttna á Íslandi, kom hún fram á þrem stöðum, í Steinadal á Vestfjörðum, í Ólafs- fjarðarmúla og Valadal á Tjörnesi. Þegar svo rannsóknir hófust í Þjórs- árverum kom í ljós að hún er með algengari fléttum þar á rústasvæð- unum og víðar. Síðar hefur hún fundist víðar á hálendinu, einkum á Hofsafrétti og við Eyjabakka. Einnig finnst hún hér og hvar í byggða- fjöllunum, einkum á Austfjörðum, Norðurlandi og Vestfjörðum. Grákúpa Grákúpaf (Micarea incrassata Hedl. – Samnefni: Lecidea assimilata Nyl. pro parte) myndar dökkgrátt þal með aðeins bláleitum tón, á nán- ast ógrónum jarðvegi þar sem yfir- borðinu hefur þó verið lokað af frumstæðum soppmosum og þör- ungaskorpu. Yfirborð þalsins er smávörtótt (0,2–0,3 mm), þekur oft 2–4 cm í þvermál, lyftist oft aðeins upp um miðjuna. Í þessum gráu vörtum er lag af grænþörungum undir yfirborðinu, en á milli þeirra má ef vel er að gáð oft greina brún- leita flekki, en þar hefur sveppurinn náð tengslum við bláþörunga af ætt- kvíslinni Nostoc. Askhirslurnar vaxa oft svo þétt að þær gróa stundum nokkrar saman í hnapp. Grákúpa er með algengari fléttum um allt landið, bæði á hálendi og á láglendi, enda er hennar getið í flest- um eldri heimildum,1,2,3,4 venjulega undir nafninu Lecidea assimilata, þar sem tegundirnar Micarea incrassata og Micarea assimilata voru ekki að- greindar á þeim tíma. Ljósarða Ljósarðag (Biatora subduplex (Nyl.) Printzen) myndar hvítleitt þal sem þekur nánast hvað sem fyrir verð- ur, vex yfir jarðveg, utan um ein- stakar mosagreinar, sinustrá, kvisti og sprota, og er stundum einnig utan á greinum eða bolum birkis og víðis. Þekur allt með hvítu þali, sem hefur grænþörunga innan- borðs. Myndar ríkulega flatar til kúptar, brúnar askhirslur með lítið eitt dekkri rönd. Askhirslurnar eru afar misdökkar, allt frá því að vera ljósdrapplitar eða gulbrúnar yfir í dökkrauðbrúnar. Mynda oft hálf- kúlulaga samgróninga sem minna á blómkálshöfuð. Ljósarðan er með algengustu hrúðurfléttum á jarðvegi og trjá- berki á Íslandi. Hún er algeng um allt land, einnig á miðhálendinu, en vantar helst á láglendi á Suður- og Suðvesturlandi. Hennar er getið í flestum eldri heimildum undir nafninu Lecidea vernalis.3,4 Túndruslembra Slembrurh eru að jafnaði blaðkennd- ar, en hjá túndruslembru (Collema ceraniscum Nyl. – Samnefni: Collema arcticum Lynge) eru bleðlarnir álíka mjóir og þykkir, auk þess töluvert greindir og uppréttir, þannig að útlitið er fremur runnkennt. Grein- arnar eru hins vegar afar fíngerðar og þéttstæðar, aðeins 1–2 mm á lengd og greinendar um 0,1 mm á breidd. Líkjast þær litlum, kúptum púðum í mosanum, þar sem grein- arnar standa út í allar áttir. Púðarnir eru oftast um 1–2 cm í þvermál. Askhirslur myndast á milli grein- anna, í fyrstu eins og litlir hnettir e Endingin -dyrgja er notuð yfir tegundir ættkvíslarinnar Rinodina og merkir eitthvað dvergvaxið. f Endingin -kúpa hefur verið notuð yfir tegundir ættkvíslarinnar Micarea og er valin vegna hinna kúptu, randlausu askhirslna sem einkenna hana. g Endingin -arða hefur verið notuð yfir tegundir ættkvíslarinnar Biatora, m. a. vegna hinna smáu askhirslna. h Endingin -slembra hefur verið notuð yfir tegundir ættkvíslarinnar Collema vegna hinnar hlaupkenndu, slyttislegu áferðar í vætu. 5. mynd. Rústadyrgja (Rinodina mniarea) breiðir hér úr sér yfir mosa túndrunnar. Þal hennar er hvítleitt, en askhirslurnar nær svartar með hvítri þalrönd. 6. mynd. Grákúpa (Micarea incrassata) myndar grátt, vörtótt þal á jarðvegi, en askhirslurnar eru svartar og kúptar. 7. mynd. Ljósarða (Biatora subduplex) hefur hvítt þal sem klæðir utan mosagreinar eða kvisti, en askhirslurnar eru gulbrúnar eða ljósbrúnar. 79 1-4#loka.indd 114 4/14/10 8:51:56 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.