Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 115

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 115
115 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags með laut ofan í kollinn. Þegar þær stækka verða þær að allvíðum skálum, svörtum utan með ljós- um börmum og dökkbrúnar innan. Þær stærstu ná að verða um 0,8 mm í þvermál. Elsta sýni af túndruslembru frá Íslandi var safnað af Ólafi Davíðs- syni árið 1900 í Reistarárskarði við Eyjafjörð. Gunnar Degelius greindi þetta sýni löngu síðar og birti þennan fund, þegar hann gerði allsherjar úttekt á ættkvíslinni Col- lema í Evrópu.14 Í því söfnunarátaki sem gert var árin 1967–68 greindist túndruslembra á tveim stöðum, í fjallinu ofan Engihlíðar í Langadal 1967 og uppi á suðuröxl Snæfells 1968. Í Þjórsárverum reyndist hún sjaldséð, fannst á Ólafsfelli9 og Nautöldu. Síðar hefur hún fund- ist í Guðlaugstungum og í Kolku- flóa,11 en algengust virðist hún vera á Brúar- og Snæfellsöræfum.12 Einnig finnst hún allvíða á fjöllum á Norðurlandi, samanber fyrsta fundarstaðinn. Mosakringla Þal mosakringlui (Bryonora castanea (Hepp.) Poelt – Samnefni: Lecanora castanea (Hepp) Th.Fr.) er gráleitt og smákornótt, afar fíngert og ógreini- legt. Þeim mun meira áberandi eru askhirslurnar, stórir og flatir diskar sem geta verið allt frá hálfum upp í þrjá millimetra í þvermál. Í fyrstu eru þeir íhvolfir með þykka barma, en verða flatir og oft með bylgj- uðum eða skertum kanti er þeir stækka. Hún vex mest á mosa en klæðir einnig sinu og dauða kvisti í sverðinum. Mosakringlan vex oft á rústum í freðmýrum hálendisins og klæðir þá einkum greinar móa- sigðarinnar (Sanionia uncinata) með örþunnum, gráum hjúp. Tilsýnd- ar er hún lítið áberandi, myndar gráleita bletti á mosanum. Einnig finnst hún oft á láglendi meðfram ströndum landsins, bæði á Vest- fjörðum og Austfjörðum. Þar vex tegundin einkum á mosanum holta- sóta (Andreaea rupestris) sem ætíð er á berum klettum. Mosakringlan hefur lengi verið þekkt á Íslandi og hefur lengst af gengið undir nafninu Lecanora cas- tanea.2,4 Flagbreyskja Flagbreyskjan j (Stereocaulon glare- osum (Sav.) H. Magn.) er í raun runnkennd flétta þegar hún nær fullum þroska. Hún er hins vegar mjög duglegur landnemi í flögum, á blásnum rústum og á áreyrum sem verða oft fyrir raski, og því eru ýmis lítt þroskuð forstig hennar miklu meira áberandi, a.m.k. á hálendinu, heldur en fullþroska einstaklingar. Þalið er oft 2–4 cm í þvermál og myndar kúflaga, ljósar bungur á undirlaginu. Það er í fyrstu hrúð- urkennt, samanstendur af stuttum, sívölum snepum sem eru um 0,5– 0,8 mm í þvermál og 1–2 mm á lengd, ljósgráir á litinn með brúnum bletti í endann, stundum ofurlítið greindir. Inni á milli snepanna sem hafa grænþörunga innanborðs eru svokallaðar hnyðlur, sem eru ljós- brún eða grágræn, bungulaga þal- myndun með bláþörungum. Innan um snepana myndast einnig stund- um dökkbrúnar, flatar askhirslur sem oft eru 1–3 mm í þvermál. Þar sem skófin nær mestum þroska geta vaxið uppréttar greinar með hvítum eða bleikhvítum stofnum sem bera uppi sams konar sívala snepa og eru á forstiginu. Geta þær orðið 5–15 mm á hæð og bera oft askhirslur í toppinn. Flagbreyskjan er mjög algengur landnemi á rótuðum svæð- um hálendisins, einkum áberandi á áreyrum þar sem árnar flæmast um og skipta um farveg með nokk- urra ára millibili. Hún er sérlega vel í stakk búin fyrir næringarsnautt undirlag, með níturbindandi bláþör- unga í hinum bleikbrúnu hnyðlum auk grænþörunganna. Flagbreyskju er fyrst getið frá Ís- landi með vissu af K. Kershaw 1960, frá Helliskvísl og Loðmundarvatni á Landmannaafrétti.13 Hún er áber- andi algengari á miðhálendinu en annars staðar á landinu. i Nafnið mosakringla er dregið af hinum stóru, skjaldlaga askhirslum sem tegundin ber í mosanum. j Endingin -breyskja hefur verið notuð yfir ættkvíslina Stereocaulon, vegna þess hversu brothætt hún er í þurrki. Nafnið er upphaflega komið frá Stefáni Stefánssyni en þá á forminu -breyskingur. 8. mynd. Túndruslembra (Collema cera- niscum) hefur greinótt, svart þal sem verður hlaupkennt og tútnar út í vætu. Ask- hirslurnar eru nær hnöttóttar en asklagið myndar djúpa laut í toppinn. 9. mynd. Mosakringlan (Bryonora casta- nea) hefur afar þunnt þal, en askhirslurnar mynda áberandi, kringlótta, harða skildi yfir mosanum. 10. mynd. Hér sést frumstig flagbreyskju (Stereocaulon glareosum) sem er hrúður- kennt, en við meiri þroskun verður þal hennar hrúðurkennt. 79 1-4#loka.indd 115 4/14/10 8:52:02 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.