Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 116

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 116
Náttúrufræðingurinn 116 Sliturglæta Sliturglæta (Candelariellak placodi- zans (Nyl.) H. Magn.) vex venjulega á ógróinni mold. Hún er mynduð af örsmáum, skærgulum bleðlum sem innihalda lag af grænþörung- um undir gulu barkarlagi þalsins. Bleðlarnir eru hver um sig 1–2 mm í þvermál, vaxa dreift um moldina með nokkru bili á milli. Af því er nafnið sliturglæta dregið. Bilið er væntanlega brúað af sveppþráðum án þalmyndunar. Askhirslur hef ég aldrei séð á henni hér á landi, en þær eru þekktar á þessari tegund erlendis. Sliturglætu var fyrst getið héðan frá Þjórsárverum 1971.9 Þar fannst hún aðeins hátt til fjalla, bæði í Söðul- felli og Ólafsfelli, en ekki í freðmýr- unum, enda vex hún á naktri mold, en síður á mosavöxnum jarðvegi. Sliturglætan er fremur fátíð, en hefur fundist á víð og dreif um allt landið, oftar á hálendi og til fjalla en einnig á láglendi. Hún hefur síðar fundist í eldra sýni sem safnað var á Raufarhafnarhöfða árið 1968. Hrímvarta Hrímvartanl (Megaspora verrucosa (Ach.) Hafellner & Wirth – Sam- nefni: Lecanora verrucosa (Ach.) Laurer, Aspicilia verrucosa (Ach.) Körb., Pachyospora verrucosa (Ach.) A. Massal.) myndar hvítt eða grátt þal yfir sverðinum og þekur jöfn- um höndum mosagreinar, sinu og kvisti. Askhirslur verða til á þann hátt að lítil, dökkbrún laut mynd- ast ofan í kúlulaga, snjóhvítt þykk- ildi. Lautin stækkar smátt og smátt og verður þykkildið þá að skál með afar þykkum, hvítum börm- um. Þegar skálin þroskast verða barmarnir gráir en þaktir hvítum kristöllum að utan og ofan sem minna á hrím. Askhirslurnar geta orðið um 1 mm í þvermál, en halda lögun sinni og verða djúpt íhvolfar alla tíð. Hrímvarta er að heita má algeng um allt land, einnig á blásn- um hnjóskum á láglendi. Hrímvartan fannst fyrst hér á landi strax á 19. öld af Grøn- lund1,2,3 og er einnig talin nokkuð algeng af D. Br.4 Í þessum elstu rit- um gengur hún undir nafninu Lec- anora verrucosa eða Aspicilia verru- cosa. K. Kershaw getur hennar frá Sauðleysum á Landmannaafrétti og telur hana nokkuð algenga á Landmannaafrétti. Mosatarga Mosatargam (Lecanora epibryon (Ach.) Ach. – Samnefni: Lecanora subfusca var. hypnorum (Wulfen) Schaer.) myndar snjóhvítt þal sem getur orð- ið 2–4 cm í þvermál og vex á mosa- grónum jarðvegi eða klæðir sinu og kvisti sem liggja niðri í sverðinum. Þalið er oft vörtótt eða reitskipt. Í miðju þalsins myndast askhirslur sem í fyrstu eru skálarlaga með þykkum, hvítum barmi, en þegar þær vaxa út verða þær skjaldlaga, dökkbrúnar, fagurbrúnar eða ljós- brúnar að ofan, með hvítri þalrönd. Stærstu askhirslurnar geta orðið 2–2,5 mm í þvermál og eru þær stærstu oft með skerðingum eða fellingum á jöðrunum. Mosatarga er nokkuð algeng um landið, eink- um mikið á hálendinu og til fjalla, bæði á rústum og utan þeirra. Í eldri ritum er mosatörgu oft getið1,2,3,4 og gengur hún þar undir nafninu Lecanora subfusca var. hyp- norum. Þar er þess getið að hún hafi verið sérlega algeng á gömlu torfbæjunum svo og á hlöðnum torfgerðum. Svarðskjóða Af öllum þeim hulinsskófum túndr- unnar sem hér hafa verið taldar er svarðskjóðan (Thrombium epigaeum (Pers.) Wallr.) betur hulin en allar aðrar. Þalið er oftast hálfglært á lit- inn, stundum ljósgráleitt í þurrki eða með lit sem minnir á gamla, þurrkaða kúadellu, en hlaupkennt í vætu. Helst mætti ætla að einhverju slímkenndu efni hafi verið smurt yfir svörðinn, fremur en að nokkuð bendi til að þetta sé þal einhverrar skófar. Askhirslan er af þeirri gerð sem nefnist skjóða. Af yfirborði þals- ins er aðeins munni skjóðunnar sýni- legur. Hann lítur út eins og örsmá, grásvört bóla í þalinu, um 0,1–0,2 mm í þvermál, og má með góðu stækkunargleri greina laut eða op niður í toppinn. Sé skorið niður í þal- k Tegundir ættkvíslarinnar Candelariella eru flestar skærgular á litinn og bera því vel nafnið glæta. Sliturglætan hefur áberandi slitrótt þal. l Hrímvartan er eina tegund ættkvíslarinnar á Íslandi. Nafnið er dregið af hinum vörtulaga askhirslum sem eru alsettar gráu hrími umhverfis munnann. m Endingin -targa hefur verið notuð yfir hinar mörgu tegundir ættkvíslarinnar Lecanora. Hún er dregin af askhirslunum sem hafa skjaldarlögun með áberandi ljósri þalrönd. 11. mynd. Hér má sjá fagurgula bleðla slitur- glætunnar (Candelariella placodizans), sem vaxa jafnan á ógróinni mold. Askhirslur sjást engar, enda eru þær afar sjaldséðar. 13. mynd. Mosatargan (Lecanora epibry- on) hefur snjóhvítt, vörtótt þal sem klæðir mosagreinar og sinu. Hún hefur brúnar, oftast mjög dökkar, flatar askhirslur sem eru bryddaðar þykkri, snjóhvítri þalrönd. 12. mynd. Askhirslur hrímvörtunnar (Megaspora verrucosa) hafa svarta laut í miðju en afar þykka, hrímkennda og grá- hvíta barma. 79 1-4#loka.indd 116 4/14/10 8:52:09 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.