Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 118

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 118
Náttúrufræðingurinn 118 Kynjahlutföll meðal anda eru oft ójöfn, þ.e. steggir eru fleiri í heildina en kollur. Ennfremur er munur eftir breiddargráðum: á veturna er kynjahlut- fall jafnast syðst á útbreiðslusvæðum, en hlutfall steggja eykst eftir því sem norðar dregur. Tvær tilgátur hafa verið settar fram til að skýra þennan mun á dreifingu kynjanna: (1) Steggir vilja verja vetrinum sem næst varpstöðvunum, en kollur hrekjast sunnar á bóginn þar sem steggirnir eru ofar í virðingarstig- anum; (2) Steggir þola betur svalara veðurfar og fara því skemmra suður á bóginn. Samkvæmt báðum tilgátum ættu kynjahlutföll íslenskra andastofna að vera ójöfn að vetri til, með steggi í talsverðum meirihluta. Stokkönd og rauðhöfði hafa þó jafnari kynjahlutföll á Íslandi en sömu tegundir á svip- uðum breiddargráðum annars staðar í Evrópu. Kynjahlutfall rauðhöfða hér á landi er um það bil jafnt (1:1), en meðal stokkanda eru steggir 58% af stofn- inum. Hlutfall stokkandarsteggja í Vestur-Evrópu eykst með hækkandi með- alhita á hverjum stað. Kynjahlutfall æðarfugls er víðast hvar 55–60% blikar, einnig á Íslandi. Kynjahlutföllin hérlendis eru svipuð allan ársins hring, sem bendir til þess að kynin haldi saman yfir veturinn og dreifist ekki á mismun- andi hlýja/suðlæga staði. E.t.v. skýrir fjarlægðin í næsta land hvers vegna kynin halda saman, enda eru farleiðir stuttar innan Íslands. Endur sem dvelja hér árið um kring hafa e.t.v. þróast skammt á veg í að verða sérhæfðar að eyjalífi, en slík aðlögun þekkist meðal andategunda á úthafseyjum. Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 118–124, 2010 Ritrýnd grein Kynjahlutföll rauðhöfða, stokkandar og æðarfugls á Íslandi Inngangur Skekkja í kynjahlutföllum fugla Kynjahlutföll sumra fuglategunda eru ójöfn, þ.e. annað kynið er algeng- ara annaðhvort við klak eða meðal fullorðinna fugla.1,2 Innan atferlis- fræðinnar eru þekkt dæmi um stýr- ingu foreldra á kynjahlutfalli, m.a. í hrímtrosa (Diomedea exulans), þar sem yngstu og elstu foreldrarnir eignast fleiri kvenkyns unga en foreldrar á miðjum aldri eignast frekar karlkyns unga.3 Egg klekjast í þeirri röð sem þeim er orpið og svo virðist sem sumir kvenfuglar geti notað það til að stjórna kynja- hlutfalli unganna, t.d. hjá snjógæs- um (Chen caerulescens). Þar sem fjögur egg voru í hreiðri voru 62% líkur á karlkyns fóstrum úr fyrstu tveimur eggjunum en 72% líkur á kvenfóstrum í þriðja og fjórða eggi, en slíkt mynstur getur m.a. skýrst af hraðari þroska karlfóstra í eggjastokkum, áhrifum hita á fósturþroska eða ójafnri dreifingu litninga í eggin.4,5 Kynjahlutföll og félagskerfi anda á Norðurhveli Kynjahlutfall anda (Anatidae: Anatini) á Norðurhveli er oftast skekkt á þá leið að steggir eru fleiri en kollur.6,7,8 Þó er kynjahlutfall anda yfirleitt jafnt við klak8,9 og því skýr- ist ójafnt kynjahlutfall anda af ólík- um lífslíkum kynjanna, annaðhvort sem unga, ungfugla eða á fullorð- insaldri. Skekkja í kynjahlutföllum er mismunandi eftir andategundum Jón Einar Jónsson 1. mynd. Rauðhöfði (Anas penelope). Ljósm./Photo: Sigurjón Einarsson. 79 1-4#loka.indd 118 4/14/10 8:52:13 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.