Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 120

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 120
Náttúrufræðingurinn 120 í Vestur-Evrópu.22,23,29,34 Rauðhöfða- stofninn á Íslandi er talinn vera um 18 þúsund fuglar að hausti og fara allir, að undanskildum um 2.000 fuglum, suður til Bretlands að vetr- inum.38 Vetursetufuglarnir dvelja einkum við Innnes og Suðurnes að vetri til.22,39 Veturseta tegundarinn- ar á Innnesjum hefur orðið fyrir barðinu á framræslu votlendis og eyðingu á leirum vegna landfyll- inga.40 Ekki sér fyrir endann á þeirri ógn í samfélagi nútímans. Í Vestur-Evrópu fór hlutfall steggja hækkandi frá suðri til norðurs.23 Einna hæst var það 58% karlfuglar á Bretlandseyjum.29 Dreifing rauðhöfða á Bretlandi var í samræmi við tilgátuna um hærri virðingarstöðu steggja, þar sem kynjahlutfallið var misjafnt eftir búsvæðum; steggir voru 58,8% við ströndina en 55,3% á stöðuvötn- um.29 Í Vestur-Evrópu fór hlutfall ársgamalla steggja hækkandi með suðlægari breiddargráðu; sú niður- staða þótti styðja sömu tilgátu.29 Hins vegar var kynjahlutfall rauð- höfða á Íslandi jafnt og svipað meðal varpfugla eða vetursetu- fugla.22,34 Þá var kynjahlutfallið jafnt á Írlandi og engin breytileiki eftir breiddargráðu innan Bret- lands.29 Rauðhöfðar með vetursetu á Ís- landi haga sér hvorki í samræmi við tilgáturnar um kuldaþol steggja né um yfirgang steggja. Ef rauðhöfði ætti að passa inn í „mynstrið“ í Vestur-Evrópu ættu 60% rauðhöfða hérlendis að vera karlfuglar.22,23 Ísland er fyrst og fremst varpstað- ur tegundarinnar því fáir rauð- höfðar dvelja hér að vetri til.22,34,42 Á Íslandi dvelja aðeins um 11% varpfuglanna að vetrinum; þeir eru dreifðir um vetrarstöðvarnar, sjaldan fleiri en nokkrir tugir sam- an.22,34,41 Ekki er ekki vitað til þess að breytileiki sé í kynjahlutfalli þeirra eftir búsvæðum, líkt og sást í Bretlandi.22,29 Rauðhöfði parast tiltölulega snemma, í október til mars.22,43 Fáir óparaðir rauðhöfðasteggir leita til Íslands frá Bretlandseyjum (þar sem hlutfall steggja er 58%), eins og má sjá af nær jöfnu kynjahlutfalli í vortalningum á Mývatni. Rauð- höfði parast snemma og því; (1) hafa óparaðir steggir frá Vestur-Evrópu lítið að sækja til Íslands; (2) væri óraunhæft fyrir steggina að reka kollurnar suður en verða sjálfir eftir á Íslandi. Stokkönd Stokkönd er þekktasta og útbreidd- asta andategund veraldar og oft sú önd sem aðrar andategundir eru bornar saman við.44 Stokkönd er einnig mikið rannsökuð því hún er aðalveiðibráð íbúa Norður-Amer- íku og formóðir flestra alianda. Talið er að hér séu 40–50 þús- und stokkendur að hausti og vetri til.39,45,46 Stokkönd er talin vera staðfugl á Íslandi samkvæmt end- urheimtum merktra fugla.45 Hlut- föll stokkandarsteggja eru á bilinu 50–73%.6,22,29,41 Meðal fullorðinna fugla í veiðiafla í Norður-Ameríku voru 62,3% steggir. Sambærilegt hlutfall fyrir ársgamla fugla var 50,7% en meðaltal yfir báða ald- urshópa 57%.6 Hið jafnara kynja- hlutfall meðal ársgamalla fugla er í samræmi við þá tilgátu að afrán á fullorðnum kollum á varp- og ungatíma skekki kynjahlutfall full- orðinna fugla.7 Líkt og hjá rauðhöfða er enginn munur á kynjahlutfalli varpfugla og vetrarfugla hjá stokkönd á Ís- landi.22,34,41 Umdeilt er hvort kynja- hlutföll stokkandar sýni breytileika eftir landsvæðum eða breiddargráð- um í Bretlandi og Vestur-Evrópu.29 Þannig eru t.d. nokkuð jöfn kynja- hlutföll í Norðvestur-Þýskalandi og Hollandi en steggir eru fleiri inn til meginlands Evrópu og í Norður- Evrópu.33 Enginn marktækur munur er eftir breiddargráðu innan Bret- landseyja.29 Talið er að umhverfishiti geti haft áhrif á dreifingu kynjanna að vetrinum og að kvenfuglum fækki á norðlægari breiddargráðum þegar kólnar.28 En er umhverfishiti í sambandi við kynjahlutfallstokk- andar, líkt og reyndist vera með pörun stokkanda?21 Stuðst var við fyrri rannsókn Leif Nilsson fyrir Vestur-Evrópu, en hann notaði rannsóknir sem eru frá 1976 eða eldri.33,43 Nilsson33 kann- aði breytileika kynjahlutfalls eftir fjarlægð frá sjó innan Svíþjóðar auk þess að taka saman svipaðar upp- lýsingar annars staðar úr Evrópu. Hann kannaði hins vegar ekki sam- band hitastigs og kynjahlutfalla líkt og hér var gert. Bætt var við gögnum frá Bret- landseyjum,29 Noregi47 og Ís- landi.22 Meðalhiti janúarmánaðar fyrir hvern stað var sóttur á vef- síðuna: www.weatherbase.com.48 Sums staðar er gefið upp það bil sem kynjahlutfallið liggur á (t.d. 50–60 í Sviss) og voru þess vegna gerð tvö aðhvarfslíkön (forritið PROC REG)49; og var þá annars vegar notast við miðgildin (t.d. 55 í Sviss) og hins vegar við hærra gildið (t.d. 60 í Sviss). Kynjahlutföll stokkandar voru í jákvæðu línulegu sambandi við meðalhita janúarmánaðar á hverj- um stað (2. mynd). Aðhvarfsreikn- ingur gaf hins vegar til kynna að hallatala sambandsins væri ekki marktækt frábrugðin núlli þegar miðgildin eru notuð til útreiknings (-t=2,05, df=1, P=0,06) en mark- tæk þegar hærri gildin eru notuð (-t=3,02, df=1, P=0,01). Finnland sker sig úr lengst til vinstri á hita- ásnum og ætti e.t.v. að skoðast sem einfari í gögnunum, með áhrif á aðhvarfslínuna. Sé aðhvarfsgrein- ingin gerð án Finnlands, sem er með misvísandi tölur um kynja- hlutföll (52–73% steggir) og 3,5°C lægri hita en næstkaldasta svæðið, eru bæði aðhvarfslíkönin mark- tæk (miðgildi: -t=2,30, df=1, P=0,04; hærra gildi: (-t=3,11, df=1, P=0,01). Leifar voru normaldreifðar í öll- um prófunum og því var óþarfi að umbreyta gögnunum með arcsine- reikningi (Shapiro-Wilkes próf). Í raun má skipta svæðunum í tvo meginhópa eftir kynjahlutfalli stokk- andar (2. mynd). Lengst til hægri eru Holland (Amsterdam), Bretland (London) og Norðvestur-Þýskaland (Schleswig og Bremen), sem eru hlýjustu staðirnir og með jöfnust 79 1-4#loka.indd 120 4/14/10 8:52:14 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.