Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 122

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 122
Náttúrufræðingurinn 122 að sumar æðarkollur „verpi ár eftir ár í sömu holuna“ og halda margar a.m.k tryggð við byggðina ef varp misferst ekki.58,59 Athyglisvert er að meðal sumra sjófugla þar sem karl- fuglar eru átthagatryggir en kven- fuglarnir gjarnari á að dreifa sér (öfugt við endur þar sem karlfuglar dreifast) er framleitt meira af því kyni sem er minna átthagatryggt. Meðal sílaþerna (Sterna hirundo) voru kvenfuglar fleiri meðal fleygra unga en hins vegar skiluðu karlfugl- arnir sér fremur til baka í varpið við kynþroskaaldur.2 Æskilegt væri að rannsaka kynjahlutföll æðarunga nánar í þessu tilliti og tengja við endurkomulíkur í vörp, sérstaklega þar sem slepping æðarunga er not- uð til að stofna ný æðarvörp.54 Lífslíkur andakolla eru lægri en steggjanna þó að kynjahlutfallið sé jafnt við klak.27 Í hollenskri rann- sókn á æðarungum, sem ólust upp í haldi, reyndist kynjahlutfall við klak vera jafnt.9 Þó verður skekkjan í kynjahlutfallinu ekki eins afgerandi hjá æðarfugli og ýmsum öðrum kafandategundum, t.d. toppönd.34 Æðarfuglar búa yfir ýmsum aðlög- unum á álegu, sem aðrar endur hafa ekki, þegar afránshættan er mest.7,60 Í fyrsta lagi verpa æðarkollur marg- ar saman í þéttum byggðum, jafnvel á bersvæði, en flestar aðrar andateg- undir verpa strjálar og fela hreiður sín undir gróðri.7 Í öðru lagi liggja æðarkollur fast á og lifa á næring- arforða meðan á álegu stendur en fara sárasjaldan af hreiðrinu til að éta; aðrar kollur fara hins vegar af og éta á álegutímanum.60,61 Fjöldi og tímasetning áleguhléa (e. incubation recesses) er mikilvægur þáttur í að lágmarka afránshættu.62 Æðarfugl telst vera staðfugl hér- lendis, líkt og stokkönd.45 Ýmislegt bendir til þess að kynin dreifi sér ekki alls staðar jafnt um strandlengj- una að vetri til. Betri upplýsingar þarf til að lýsa þessu nánar, en ójafna dreifingu kynjanna mætti sem best skýra með tilgátunni um yfirgang steggja, sem leggja undir sig bestu svæðin á meðan kollur og ungar frá sumrinu dvelja á lakari stöðum.27 Niðurlag Ekkert bendir til þess að íslenskar kollur rauðhöfða, stokkandar eða æðarfugls fari sunnar á bóginn en steggir í köldum vetrum, líkt og virðist gerast í Evrópu og Norður- Ameríku. Væru hlutföll steggja mis- munandi milli sumars og vetrar – en svo er ekki – mætti álykta að kollur og steggir færu á ólíkar slóðir að vetri til. Mismunur á kuldaþolni kynjanna virðist skipta þessar þrjár tegundir litlu máli á Íslandi, þó svo að hita- stig sé tengt kynjahlutföllum á meg- inlandinu. E.t.v. leita ungfuglar og óparaðar kollur meira á skjólsælli staði; t.d. virðast slíkar stokkendur leita inn á tjarnir að vetrarlagi.21,22 Rauðhöfði á Íslandi virðist fylgja 4°C jafnhitalínunni að vetri til og finnast hópar t.d. við Grundarfjörð auk Innnesja (Jón Einar Jónsson, óbirt gögn). Stokkönd og æðarfugl eru meðal stærstu andategunda, eru því tiltölulega kuldaþolnar og staðfuglar á Íslandi. Aðrar íslensk- ar andategundir (sem flestallar eru minni en stokkönd og æðarfugl) fara að mestu suður á bóginn, annað- hvort til Bretlandseyja eða eru á sjó yfir veturinn.34,39 Á suðurhveli jarðar finnast anda- tegundir sem eru einlendar á af- skekktum úthafseyjum.64 Þessar tegundir eru náskyldar algengum tegundum á meginlöndunum í kring (forfaðirinn er oft auðþekkjanleg- ur), en hafa þróast í átt að úteyjalífi. Þessar tegundir hafa t.d. misst flugið, aðlagast fæðunámi á sjó, eða verpa stærri og færri eggjum en náskyldar meginlandstegundir. Eitt „eyjaandar- einkenni“ er að endurnar dvelja þarna árið um kring, ekki ósvipað því sem stokkönd og æðarfugl gera hérlendis. E.t.v. hafa stokkönd og æðarfugl stigið fyrsta skrefið á svip- aðri þróunarbraut með því að hætta farflugi til meginlandsins þaðan sem þær komu upprunalega. Staðfuglar á Íslandi spara sér far- flug en taka vissa áhættu með kalt veðurfarið. Önnur möguleg skýr- ing á kyrrsetu rauðhöfða, stokk- anda og æðarfugla gæti verið sú að tegundirnar parast fyrr en teg- undirnar sem fara suður á bóginn. Rauðhöfði hefur pörun í október, stokkönd í september og æðarfugl í október.21,22,63 Tilgátan um yfirgang steggja ætti einkum að eiga við um tegundir sem parast seint að vetri til, því meðal þeirra eru koll- urnar lægst settar í virðingarstiga í tiltölulega lengstan tíma, en kollur snemmparaðra tegunda verða fljótt hærra settar eftir að hafa parast.27,30 En komi pörunarhvötin snemma er til lítils fyrir steggi að sýna kollum fjandskap eða yfirgang. Þeir parast fyrstir sem ná forskoti í félagslegum virðingarstiga og munu sennilega ná bestum varpárangri sumarið á eftir.16 Þarna gæti því verið um sam- spil að ræða milli þess að vera stað- fugl og að parast snemma. Summary Sex ratios of Eurasian wigeon, mallard and common eider in Iceland Sex ratios often are uneven in birds, especially northern hemisphere ducks. During winter, the male:female ratio is closest to 1:1 in southern parts of the range, whereas it tends to become pro- gressively more skewed towards males with increasing latitudes. This has been explained by two hypotheses: (1) males prefer to winter near the breeding grounds but are socially dominant to females and force them to winter fur- ther south; (2) females may migrate further south because they are smaller and less tolerant of cold weather. Here, the sex ratios of three residential, Icelandic duck populations (Eurasian Wigeon Anas penelope, Mallard A. platy- rhynchos and Common Eider Somateria mollissima) were evaluated and com- pared with data from Western Europe. The sex ratio of Icelandic Eurasian Wigeon was even (1:1), in contrast to male skewness in Great Britain and Western Europe. The sex ratio of Icelandic Mallards averaged 58% males. The sex ratio of European Mallards was correlated with mean average tempera- ture in January, with the highest male skewness in the coldest areas. The sex ratios of Icelandic Common Eider were 79 1-4#loka.indd 122 4/14/10 8:52:14 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.