Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 126

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 126
Náttúrufræðingurinn 126 tegundum andfugla.9 Lokið hefur verið við lýsingu áður óþekktrar tegundar sem algeng er í álftum hér á landi15 og nýlega birtist grein sem lýsir sameindalíffræðilegum sérkenn- um íslensku blóðögðufánunnar.13 Þá er í bígerð að lýsa áður óþekktum blóðögðum sem þegar eru fundnar á fullorðinsstigi í grágæs og toppönd og eru þessar rannsóknir unnar með erlendu samverkafólki. Markmið þessa yfirlits er að greina frá athugunum sem gerðar hafa verið á fuglablóðögðum og sundmannakláða á Íslandi á undan- förnum árum. Greinin er rituð til heiðurs Arnþóri Garðarssyni við lok farsæls starfsferils hans við líf- fræðiskor Háskóla Íslands. Flokkun nasa- og iðrablóðagða Þekking á flokkunarfræði fuglablóð- agða í heiminum nú er enn sem komið er heldur bágborin. Stafar þekkingarskorturinn meðal annars af því að fullorðnu ormarnir eru vandfundnir þar sem þeir dyljast inni í bláæðum eða vefjum lokahýsl- anna. Við krufningar á fuglum er sjaldgæft að finna blóðögður öðru- vísi en í mörgum bútum og við bæt- ist að bæði fullorðnar blóðögður og lirfur flestra tegundanna eru mjög svipaðar í útliti. Á seinni árum hafa sameindalíffræðilegar rannsóknir reynst mjög gagnlegar við rann- sóknir á lífsferlum og flokkunar- fræði fuglablóðagða.13,15,16 Fuglablóðögður finnast um allan heim. Þær eru flokkaðar í níu ætt- kvíslir og lifa sjö þeirra í Evrópu. Lirfustig þriggja ættkvíslanna fjölga sér í ferskvatnssniglum. Tegunda- flesta ferskvatnstengda ættkvíslin er Trichobilharzia Skrjabin et Zakharow, 1920, með að minnsta kosti átta þekktar tegundir í Evrópu (sjá neðar). Tvær aðrar tegundir eru þekktar í Evrópu, önnur innan ættkvíslar- innar Bilharziella Loss, 1989 en hin innan Dendritobilharzia Skrjabin et Zakharow, 1920. Þrjár ættkvíslir nota snigla sem lifa í ísöltu vatni eða sjó sem millihýsla (Austrobilharzia Johnston, 1917; Ornithobilharzia Odhner, 1912 og Gigantobilharzia Odhner, 1910).6,17,18 Ekki er enn vitað hvaða snigill er millihýsill Al- lobilharzia visceralis, iðraögðu sem nýlega fannst í álftum hér á landi. Hvort hann lifir í ferskvatni eða sjó er einnig óþekkt. Raunar bendir margt til þess að þessi snigill lifi ekki hérlendis því ungar álftir sem aldrei hafa yfirgefið landið hafa ekki greinst smitaðar, en á hinn bóginn hefur mikið smit fundist í álftum sem voru að koma af vetrar- stöðvunum.9,15 Tegundin er þó ekki bundin við Evrópu því hún fannst nýverið vestanhafs í túndrusvanin- um (C. columbianus).19 Ein nasaögðutegund er þekkt í Evrópu, Trichobilharzia regenti.20 Til skamms tíma var talið að nasa- agða sem fannst í stokköndum í Landmannalaugum fyrir nokkrum árum9,13,14 væri sérstök tegund en nú virðist ljóst að þar var T. regenti á ferðinni. Flestar tegundir innan ættkvíslar- innar Trichobilharzia eru iðraögður. Í heiminum eru þekktar um 40 teg- undir en í Evrópu hefur einungis þremur verið lýst á fullnægjandi hátt; T. szidati21, T. franki22 og T. sal- manticensis.23 Talið er að tegundirnar á meginlandi Evrópu séu eitthvað fleiri.6,18,24,25,26 Er það líklegt, sé mið tekið af því að nýlega hafa fundist á Íslandi þrjár óþekktar tegundir iðraagða af þessari ættkvísl. Um er að ræða iðraögðu sem fund- ist hefur í grágæs (Trichobilharzia sp. II) og aðrar tvær (Trichobilharzia sp. IV og V) sem hafa toppönd sem lokahýsil.9 Eina iðrablóðagðan af ættkvíslinni Trichobilharzia sem fundist hefur á Íslandi og er einnig algeng í Evrópu er T. franki en egg hennar fundust í stokköndum í Landmannalaugum.9,13 Samkvæmt ofansögðu virðast því að minnsta kosti sjö iðraögðutegundir af ætt- kvíslinni Trichobilharzia hrjá fugla í Evrópu. Fimm þeirra er að finna hér á landi og bíða þrjár þeirra þess enn að verða lýst fyrir vísindin. Á Íslandi eru þekktir með vissu fulltrúar þriggja þeirra sjö ættkvísla fuglablóðagða sem staðfestar hafa verið í Evrópu. Áður hafa ættkvísl- irnar Allobilharzia og Trichobilharzia verið nefndar en sú þriðja er Den- dritobilharzia (Skrjabin 1951). Egg hennar hafa fundist í grágæsum á Reykjavíkursvæðinu. Ættkvísl- irnar eru þó líklega fjórar því rað- greining á sundlirfum sem fundust í vatnabobbum í Óslandstjörninni á Hornafirði sýndu að þar var á ferðinni fulltrúi áður óþekktrar ætt- kvíslar.13 Alls hafa því átta tegundir fuglablóðagða fundist í fuglum eða sniglum á Íslandi. Trichobilharzia-blóðögður eiga það sammerkt að nota ferskvatnssnigla af ættinni Lymnaeidae sem milli- hýsil. Ein tegund af þessari ætt er algeng í tjörnum og vötnum hér á landi, snigill sem raunar er allbreyti- legur að stærð og í útliti og gengur undir nafninu vatnabobbi. Fræði- heitið hefur um árabil verið nokkuð á reiki og verður hér notast við heit- ið Radix peregra þótt sumir kjósi um þessar mundir að nefna tegundina R. balthica (Linnaeus 1758).27–31 Erlend- ar rannsóknir hafa sýnt að hver blóð- ögðutegund er oftast nauðbundin ákveðinni snigiltegund.6,18,32 Teg- undafæð íslensku sniglafánunnar hlýtur því að koma í veg fyrir að hér þrífist tilteknar blóðögður, til dæmis T. szidati sem einungis finnst í Lymnaea stagnalis, vatnasnigli sem ekki lifir á Íslandi.6 Útlit Fullorðnar fuglablóðögður eru sér- kynja og eru karl- og kvendýrin ólík í útliti. Flestar tegundirnar eru langar og grannvaxnar. Lengdin get- ur skipt nokkrum millimetrum en þvermálið er oftast á bilinu 20 til 80 µm þannig að lögun sníkjudýranna er aðlöguð lífi inni í þröngum æðum. Ögðurnar lifa á því að drekka blóð.6 Við hæfi er að skýra útlit fuglablóð- agða út frá teikningu af álftarögð- unni A. visceralis.15 Framendinn hjá báðum kynjum er með munnsogskál (1. mynd a og b). Frá henni liggur vélinda niður í meltingarveg. Klofn- ar það í tvennt framan við maga- sogskálina sem er festitæki orm- anna. Í báðum kynjum sameinast þessi göng aftar í líkamanum. Hvar 79 1-4#loka.indd 126 4/14/10 8:52:15 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.