Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 127

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 127
127 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags það gerist er meðal annars notað til að aðgreina tegundir blóðagða.17 Í karlormunum koma göngin sam- an aftan við kviðlæga blöðku sem gegnir því hlutverki að skorða kven- dýrin af við mökun. Miðja vegu í þessari blöðku er limur dýrsins, þar fyrir framan má sjá tvær sáðblöðrur. Mikill fjöldi eistna (í lengsta bútnum tókst að telja 170) er í afturhluta karl- ormanna. Aftast er lítill hnúður sem raunar er svipaður í útliti hjá báðum kynjum. Hjá kvenormunum opnast kynopið rétt aftan við magasogskál- ina. Þar aftan við eru í réttri röð aftur eftir dýrinu eggjagöng, eggjastokk- ar, sæðisgeymsla og loks fyrirferð- armiklir kirtlar sem framleiða forð- anæringu fyrir eggin.15 Algengast er að egg blóðagða af ættkvíslinni Trichobilharzia séu spindillaga en sum eru aflöng.9,17,33 Egg blóðagða eru stór vegna þess að þau þurfa að rúma mikla forðanær- ingu fyrir bifhærðu lirfuna sem þar þroskast en orkufrekt getur reynst að leita uppi rétta millihýsilinn. Lengd eggjanna er mismunandi, allt frá 100 µm upp í 400 µm. Annar eggendinn er jafnan oddhvass og endar í mjóum gaddi, hinn endinn er kúptari (2. mynd b). Egg blóðagða sem fundist hafa í andfuglum á Íslandi eru það ólík innbyrðis að svo virðist sem hægt sé að aðgreina tegundirnar með því að skoða eggin.9 Egg álftarögðunnar eru engum öðrum lík (1. mynd c). Þótt annar endinn sé oddhvass og endi í dæmigerðum gaddi og hinn endinn sé kúptur eins og hjá flest- um blóðögðutegundum, þá er kúpti endinn ekki aðeins óvenju stuttur, heldur hefur hann áberandi hliðlæg- an útvöxt. Sé þetta ósamhverfa egg skoðað frá hlið minnir það í fljótu bragði á teikningu af stórnefjuðu sjávarspendýri. Til að sýna útlit sundlirfu var valin teikning af tegundinni sem olli sundmannakláða í Fjölskyldu- garðinum í Reykjavík árið 1997 (3. mynd). Þessi tegund er óvenjulega stór, 1,4 mm löng, en lengd sundlirfa annarra tegunda er oft ekki nema um 1 mm.7 Líkaminn er þrískiptur. Í fremsta hlutanum eru fyrirferðar- miklir kirtlar. Þrjú kirtlapör umlykja magasogskálina og önnur þrjú eru þar fyrir aftan. Ljósskynfærin eru áberandi og sjást sem tveir svartir augnblettir rétt framan við miðju. Miðhlutinn er langur stilkur og aft- asti hlutinn er klofin sundblaðka. Saman mynda þessir líkamshlut- ar öflugt hreyfitæki. Sundlirfurnar nærast ekki en lifa á forðanum sem aflað var í sniglinum. Sundlirfur fuglablóðögðuteg- unda eru svo líkar hver annarri að ógerlegt er að aðgreina tegundirnar með venjulegri ljóssmásjárskoðun. Þess vegna hefur á seinni árum ver- ið gripið til þess ráðs að raðgreina erfðaefni (ITS og D2-svæði) og bera niðurstöðurnar saman við raðir úr þekktum tegundum sem vistaðar hafa verið í genabönkum.13,15,16,26,34 Lífsferlar og lifnaðar- hættir Lífsferillinn er flókinn (2. mynd). Kynlaus æxlun á sér stað í millihýsli, sem er alltaf einhver snigill, en kyn- æxlun verður í lokahýsli, þ.e. fugli sem baðar sig eða sækir sér fæðu í vatnið þar sem snigillinn lifir.6,18 Eggin eru oddhvöss og smjúga þess vegna auðveldlega í gegn um vefi fuglanna. Leið þeirra út úr lík- amanum er með tvennum hætti. Egg iðraagða rjúfa sér leið út úr æðum yfir í þarmavegginn og það- an áfram yfir í þarmaholið. Út í um- hverfið berast þau svo með dritinu. Lendi það í vatni klekst úr egginu bifhærð lirfa. Egg nasaagða berast aftur á móti út úr nefholinu þegar fuglinn er að leita fæðu niðri í vatn- inu, drekka eða kafa. Hluti eggjanna kemst aldrei út úr líkamanum held- ur berst með blóðrásinni til vefja og líffæra þar sem eggin safnast fyrir og valda sjúkdómi sem svipar mjög til sjúkdómsins sem mannablóð- ögður orsaka. Utan líkama fuglsins er enginn munur á lífsferli nasa- og iðrablóðagða. Þegar bifhærð lirfa (2. mynd c) hefur náð fullum þroska rofnar eggið og lirfan tekur til við að 1. mynd. Iðrablóðagðan Allobilharzia visceralis er algeng í álftum á Íslandi. a. Karldýr. b. Kvendýr. c. Egg. – The visceral schistosome Allobilharzia visceralis is a common parasite of Cygnus cygnus in Iceland. a. Male. b. Female. c. Egg. Eftir/From: Kolářová.15 
 
 
 c. b.a. 79 1-4#loka.indd 127 4/14/10 8:52:16 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.