Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 138

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 138
Náttúrufræðingurinn 138 hentar athugunum á sjófuglum ef til vill ekki fullkomlega. Með þeim fyrirvara koma þó glöggt í ljós fjög- ur svæði þar sem fjöldi, lífmassi og át sjófugla er mest. Þetta eru haf- svæðin við V-Grænland, við Ísland og A-Grænland, hafsvæðið við N- Noreg og Barentshaf, og að síðustu má nefna að á haustin og veturna er mikill fjöldi sjófugla við A-Ný- fundnaland og Labrador (2. og 3. tafla 3,4). Hér er slegið saman í eitt svæði hafsvæðunum umhverfis Ísland og við A-Grænland. Uppistaðan í fjölda, lífmassa og áti sjófugla er þó við Ísland. Helstu tegundir sjófugla sem verpa á A-Grænlandi eru um 500 000 pör af haftyrðli, 35 000 pör af stuttnefju og 15 000 pör af teistu.9 Lauslega áætlað er lífmassi græn- lensku fuglanna tæplega 2% af líf- massa sjófugla á svæðinu, þannig að íslenskir fuglar eru algjörlega ríkjandi. Því má gera ráð fyrir að sjófuglar éti árlega um það bil 2 milljónir tonna af sjávarfangi hér við land. Þessu áti hefur ekki verið skipt nákvæmlega á milli hópa sjó- fugla en lífmassi þeirra, sem gefur vísbendingar um hve mikið þeir éta, hefur verið áætlaður þannig að um 60% séu af svartfuglaætt, um 20% séu pípunefir og um 12% sé æðarfugl.4 Auk manna og sjófugla eru mestu neytendur sjávarfangs fisk- ar og sjávarspendýr. Víða við N- Atlantshaf hefur verið lagt mat á hvernig sjávarfang skiptist á milli þessara fjögurra hópa. Oftar en ekki er eingöngu horft til fiska en krabbadýrum sleppt úr sam- anburðinum þótt krabbadýr séu oft afar mikilvæg öðrum hópum en manninum. Í N-Atlantshafi vest- anverðu (NAFO-svæði 5 og 6, 1. mynd) hefur verið áætlað að afrán á fiskum skiptist þannig að fiskar taki tæplega helming, veiðar manna um þriðjung, hlutur spendýra sé innan við fimmtungur og sjófuglar taki aðeins um 3%.10 Önnur athugun á svipuðum slóðum beindist að afmörkuðu svæði (Georgs-banki, NAFO-svæði 5, 1. mynd ) en þá fékkst sú niðurstaða að af fiskum ætu aðrir fiskar um 76%, menn og spendýr tækju um 10% hvor hópur og sjófuglar um 4%.11 Við austanvert N-Atlantshaf, í Norðursjó (ICES-svæði IV, 1. mynd) er talið að fiskar valdi um 60% af- ráns á fiskum, maðurinn veiði tæp 40%, hlutur spendýra sé óverulegur og sjófuglar éti um 5%.11 Í Barents- hafi (ICES-svæði I og IIb, 1. mynd) er talið að fiskar taki til sín um þriðjung sjávarfangs, sjófuglar um 10%, sjávarspendýr, aðallega vöðu- selur (Phoca groenlandica) og hrefna (Balaenoptera acutorostrata), um helming og maðurinn um fimmt- ung. Hér eru krabbadýr talin með sjávarfangi eins og telja má eðlilegt. Ef eingöngu er litið á afrán á fiskum er talið að hlutdeild sjófugla í því sé yfirleitt innan við 10%.12 Við Ísland eru ekki handbær- ar niðurstöður um hvernig nýting sjávarfangs skiptist á hópa. Sér- staklega vantar mat á át fiska, en sjófuglar hér taka hugsanlega um 2 milljónir tonna4 og fiskveiðar skila svipuðu magni.13 Át hvala er áætlað ríflega 6 milljón tonn en um helmingur fæðu hvala er ljósáta og afgangurinn er fiskur og smokkfisk- ar í áþekkum hlutföllum.14 Einnig hefur verið gerð sérstök athugun á því hvernig afrán á loðnu (Mallotus villosus) skiptist á milli helstu afræn- ingja. Niðurstöðurnar voru þær að heildarafrakstur loðnustofnsins var áætlaður um 4,9 milljón tonn sem skiptist þannig að hvalir tóku 45%, fiskar 27%, maðurinn 21% og sjó- fuglar 7%.23 Tegund – Species Latneskt heiti – Latin name Fjöldi para – No. of pairs Heimild - Source Fýll Fulmarus glacialis 1 500 000 a Skrofa Puffinus puffinus 7–10 000 15 Sjósvala Oceanodroma leucorhoa 80–150 000 15 Stormsvala Hydrobates pelagicus 50–100 000 15 Súla Morus bassanus 32 000 16 Dílaskarfur Phalacrocorax carbo 3 150 17 Toppskarfur Phalacrocorax aristotelis 4 900 18 Skúmur Stercorarius skua 5 400 19 Kjói Stercorarius parasiticus 5–10 000 20 Rita Rissa tridactyla 631 000 21 Kría Sterna paradisaea 2–300 000 20 Haftyrðill Alle alle 0 15 Stuttnefja Uria lomvia 580 000 22 Langvía Uria aalge 990 000 22 Álka Alca torda 380 000 22 Teista Cepphus grylle 10–20 000 20 Lundi Fratercula arctica 2 760 000 a Stormmáfur Larus canus 500–600 15 Svartbakur Larus marinus 15–20 000 15 Sílamáfur Larus fuscus 30 000 20 Silfurmáfur Larus argentatus 5–10 000 20 Hvítmáfur Larus hyperboreus 10–15 000 20 Hettumáfur Larus ridibundus 25–30 000 20 Æðarfugl Somateria mollissima 300 000 20 1. tafla. Íslenskir sjófuglar. – Icelandic seabirds. a Arnþór Garðarsson, munnl. uppl. 79 1-4#loka.indd 138 4/14/10 8:52:20 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.