Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 142

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 142
Náttúrufræðingurinn 142 étið af síld um miðjan veturinn (4. mynd34,35). Flestir íslenskir lundar verpa í Vestmannaeyjum og rannsóknir á sumarfæðu þar árin 1994–1995 sýndu að sandsíli var ríkjandi sem fæða. Sandsíli var einnig mikilvæg- asta fæða lunda fyrir austan og vestan land. Fyrir norðan land var loðna helsta fæða lunda og vægi loðnu var einnig mikið norðvestan og vestan við land. Fyrir stofninn sem heild var áætlað að sandsíli væri um 75% af fæðunni.26,27 Lund- inn er að mestu leyti farfugl og er sjaldséður á hafinu umhverfis land- ið utan varptíma. Sumarfæða ritu árin 1994 og 1995 var svipuð og hjá svartfuglum þar sem loðna var ríkjandi fæða fyrir norðan land og sandsíli fyrir sunn- an. Stærsti hluti ritustofnsins verpir á norðanverðu landinu og hefur því verið áætlað að sumarfæða stofns- ins í heild sé um 80% loðna og 20% sandsíli.21,26,27 Að vetrarlagi virðist sem flestar ritur yfirgefi íslenskt hafsvæði.37 Lítið er vitað um fæðu þeirra fugla sem hér dvelja, fyrir utan rannsókn sem var gerð á Skjálf- anda veturinn 1984–1985. Þar kom í ljós mikill fjölbreytileiki í fæðu- vali, en mikilvægustu fæðuhóparn- ir voru þorskfiskaseiði, stóri mjóni, smásíld og beita af línu. Einnig fundust í minna mæli burstaormar (Polycheata), flatfiskar og óþekkjan- legar fiskleifar.36 Fýll er þekktur fyrir að fylgja fiskiskipum og éta frá þeim ým- iss konar útkast, og að sumarlagi 1994–1995 var útkast um helming- ur af fæðu fýls. Útkast frá rækju- veiðum fyrir norðan og austan land var mikilvægt, svo sem rækja (Pandalus borealis), karfi (Sebastes marinus), fiskar af tegundum mjóra (Lycodes spp.) og ísrækja (Hymeno- dora glacialis). Fyrir sunnan land var samsetning útkasts önnur því aðallega var um að ræða kolmunna (Micromesistius poutassou), gulllax (Argentina silus), karfa, humar (Ne- phrops norvegicus) og innyfli fiska. Talsverður munur var milli lands- hluta á þeirri fæðu fýls sem ekki varð rakin til fiskiskipa. Þannig var loðna áberandi fæða fyrir austan og norðan land en sandsíli fyrir sunn- an. Undan Vesturlandi var sand- síli einnig mikilvæg fæða fýls auk smokkfiska og marflóa.26,27 Fýll er að mestu staðfugl hér þótt einhver hluti stofnsins yfirgefi miðin við landið um háveturinn,38,39 en engar upplýsingar liggja fyrir um fæðu fýls á þeim tíma. Súla er farfugl og verpir aðallega fyrir sunnan og austan land.40,41,16 Nýlega hafa verið teknar saman handbærar upplýsingar um fæðu súlu við landið. Talsvert mikill breytileiki kom fram á fæðunni milli tímabila og landshluta. Í fuglum frá Höfnum, Reykjanesi, árið 1973 voru sandsíli og ufsi aðalfæðan en einnig fundust flatfiskar. Í eyjunni Skrúði, sem liggur undan Austfjörðum, var síld helsta fæða súluunga sumarið 2006 en einnig fundust bleikja (Sal- velinus alpinus), loðna og þorskfiskar. Sýni frá Hellisey, Vestmannaeyjum, frá árunum 2004–2007 sýndu breyti- leika í fæðu súluunga á milli ára. Fyrstu tvö árin var fæðan þó svipuð, því sandsíli var um helmingur fæð- unnar og síld skipti talsverðu máli. Árið 2005 var þó ólíkt 2004 að því leyti að makríll (Scomber scombrus) kom þá fyrir sem fæða. Síðan varð mikil breyting á fæðunni árið 2006 þegar sandsíli fannst ekki í fæðunni, sem skiptist nokkuð jafnt í síld og makríl. Makríll varð síðan algerlega ríkjandi fæða sumarið 2007. Það er eftirtektarvert að sumarið 2006 var fæða súlu ólík í Skrúði og Hellisey á þann hátt að makríll skipti miklu máli sem fæða í Hellisey. Ef til vill má rekja þann mun til þess að fuglarnir hafi ekki aflað fæðu á sameiginlegri veiðislóð. Sérstök athugun var gerð á breytingu fæðu yfir sumarið 2004 og var þá farið fjórum sinnum í Hellis- ey til að ná í sýni. Mikill munur kom fram í fæðunni, því í fyrrihluta júlí var síld aðalfæðan en sandsíli var mest áberandi um miðjan mánuðinn. Fyrrihluta ágúst fannst eingöngu sandsíli sem fæða en rétt eftir miðjan mánuðinn var útkast (aðallega ýsa) frá fiskiskipum aðalfæðan en sand- síli skipti minna máli.42 Fæða svartbaks og hvítmáfs var könnuð á Vesturlandi á árunum 1964–1966. Aðalfæða beggja teg- unda síðla vetrar var loðna, en sand- síli var ríkjandi fæða vor, sumar og haust. Þess utan kom í ljós sá munur á fæðu tegundanna að svartbak- ur tók mikið hræ en einnig veiddi hann aðra fugla og fiska sér til mat- ar. Hann sótti einnig í ruslahauga og allan úrgang frá fiskvinnslu. Á sumrin tók svartbakur talsvert af bæði eggjum og ungum fugla.43,44 Fyrir utan sandsíli og loðnu var fæða hvítmáfs fyrst og fremst æti úr fjörunni. Mest vægi höfðu kræk- lingur (Mytilus edulis) og trjónu- krabbi (Hyas araneus) en einnig tók hvítmáfurinn ýmsar tegundir fiska. Hann sótti talsvert í úrgang frá fisk- 5. mynd. Lundi (Fratercula arctica). – Atlantic Puffin. Ljósm./Photo: Kristján Lilliendahl. 79 1-4#loka.indd 142 4/14/10 8:53:04 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.