Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 144

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 144
Náttúrufræðingurinn 144 rannsóknir benda til þess að silfur- máfur sé nánast alæta, þótt líklega sé uppistaðan í fæðu hans fiskmeti. Hann rænir aðra fugla æti og étur hræ, og eins og aðrir stórir máfar sækir silfurmáfur í ýmiss konar úrgang og étur egg og unga fugla þegar færi gefst.8 Sílamáfur sækir talsvert í úrgang en stærsta varp hans hér á landi er á Reykjanesi58 og líklega byggist tilvist þess að veru- legu leyti á sandsíli. Hann er algeng- ur í fuglagerjum á Faxaflóa þegar sandsíli er uppundir yfirborði á sumrin. Stormmáfur og hettumáfur virðast að mestu leyti éta landhrygg- leysingja á varptíma en afar lítið er vitað um fæðu þessara tegunda þar fyrir utan.8 Báðar tegundir eru að mestu farfuglar hér á landi, og ef íslenskir fuglar hegða sér líkt og fuglar annars staðar af Norðurlönd- um þá hefur stormmáfur vetursetu í norðanverðri Evrópu en hettumáfur í V-Evrópu og N-Afríku.8 Lokaorð Ekki er hægt að skilja við umfjöllun um sjófugla í lífríki hafsins án þess að geta breytinga sem orðið hafa á umhverfi fuglanna undanfarin ár. Hafið umhverfis Ísland hefur hlýn- að og er hitastig þess nú svipað og var á árunum 1920–1940, en þá var sjór óvenjuhlýr við Ísland.59 Einnig liggur fyrir að helstu fæðutegund- ir margra tegunda íslenskra sjó- fugla hafa verið í lægð undanfarin ár. Loðnuafli við Ísland var yfir 1 milljón tonn á árunum 2000–2002 en vertíðin veturinn 2009–2010 verður sú fimmta í röð þar sem afli er undir 500 þúsund tonnum.60 Ef til vill er svipað ástand að skapast og var á árunum 1920–1930, en þá fækkaði loðnu við sunnan og suðvestan- vert landið en fjölgaði fyrir norðan og austan land.61 Ef hlýnun sjávar nú veldur breytingum á útbreiðslu loðnu við landið gæti það haft í för með sér lægð í stofnstærð hennar. Sumarið 2005 brást varp margra tegunda sjófugla við sunnan- og vestanvert Ísland og var það rakið til skorts á sandsíli.62 Sandsíli er einnig mikilvæg fæða ýmissa nytjafiska hér við land og sumarið 2006 hóf- ust rannsóknir á stofnstærð sand- sílis við landið. Fyrstu niðurstöður úr þeim rannsóknum benda til að klak hafi nánast alveg misfarist árin 2005–2007.63 Ástæður þess að nýlið- un sandsílis hér við land undanfarin ár hefur verið léleg eru ekki þekktar, en í Norðursjó er talið að hækkandi hiti sjávar hafi neikvæð áhrif á klak sílis.64 Lægð í stofnum loðnu og sand- sílis við Ísland er líkleg til hafa nei- kvæð áhrif á varp og afkomu flestra íslenskra sjófugla. Áhrifin eru þó áreiðanlega mismikil eftir tegund- um og fara eftir því hvort þær geta nýtt sér aðra fæðu eða ekki. Þær tegundir sem líklegastar eru til að sleppa við neikvæð áhrif af minnk- andi stofnum loðnu og sandsílis eru sjósvala, stormsvala, dílaskarfur, haftyrðill, stormmáfur, hettumáf- ur og silfurmáfur. Talsverð óvissa ríkir um það hve mikilvægar þess- ar fisktegundir eru æðarfugli sem sennilega étur eitthvað af loðnu á vorin, teistu sem líklega tekur sand- síli í einhverjum mæli og fýl sem mögulega getur skipt yfir í aðra fæðuhópa. Því er líklegt að varp og afkoma 14 sjófuglategunda hér á landi verði léleg á meðan stofnar loðnu og sandsílis eru lægð. Summary Seabirds in the marine ecosystem Seabirds of the world consume annually about 100 million tonnes of prey which compares to about 120 million tonnes of human marine harvest. The bulk of hu- man marine harvest consists of fish whereas the main food of seabirds are euphausiids and cephalopods with fish being third in importance. A group of scientists recently found that numbers of seabirds are higher in the western North Atlantic whereas bio- mass and food consumption were great- er in the eastern part. Seabird diets in the northwest Atlantic consists mainly of crustaceans but of fish in the north- east. In Icelandic waters seabird con- sumption is estimated at 2 million tonnes which is similar to catches by the fishery. Usually it is considered unlikely that seabirds affect negatively commer- cial fish species although predation by seabirds can in some instances have ef- fects on certain fish species or age groups of fish. Available information on diets of the 24 Icelandic seabird species indi- cate that the single most important prey species is the lesser sandeel (Ammodytes marinus). In northern Iceland capelin (Mallotus villosus) dom- inates seabird diets but elsewhere the sandeel dominates. Almost all Icelandic seabird species rely on these two fish species to some extent. Notable excep- tions are the great cormorant (Phal- acrocorax carbo), two species of sea pet- rels and several gull species that eat other prey. In recent years Icelandic stocks of capelin and sandeels have been at low levels. As long as that situation persists a poor performance of most Iclelandic seabird species can be expected. Þakkir Þessi samantekt er gerð í tilefni sjötugsafmælis Arnþórs Garðarssonar og vil ég hér nota tækifærið og þakka honum ómælda aðstoð við rannsóknir mínar á sjófuglum í áranna rás. Jóni Sólmundssyni þakka ég lestur handrits og Guð- mundi A. Guðmundssyni yfirlestur og myndagerð. Að síðustu vil ég þakka ritara Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) fyrir heimild til að endurbirta töflur og ritstjóra og yfirlesara Náttúrufræðingsins ýmsar ábendingar. Heim ild ir Cairns, D.K. 1987. Seabirds as indicators of marine food supplies. Bio-1. logical Oceanography 5. 261–271. Piatt, J.F., Harding, A.M.A., Shultz, M., Speckman, S.G., van Pelt, T.I., 2. Drew, G.S. & Kettle, A.B. 2007. Seabirds as indicators of marine food sup- plies: Cairns revisited. Marine Ecology Progress Series 352. 221–234. ICES 2004. Report of the Working Group on Seabird Ecology. ICES Docu-3. ment CM 2004/C: 05. Barrett, R.T., Chapdelaine, G., Anker-Nilssen, T., Mosbech, A., Montevec-4. chi, W.A., Reid, J.B. & Veit, R.R. 2006. Seabird numbers and prey consump- tion in the North Atlantic. ICES Journal of Marine Science 63. 1145–1158. Brooke, M. 2004. The food consumption of the world’s seabirds. Pro-5. ceedings of the Royal Society B (Supplement). 271. 246–248. Karpouzi, V.S., Watson, R. & Pauly, D. 2007. Modelling and mapping 6. resource overlap between seabirds and fisheries on a global scale: a preliminary assessment. Marine Ecology Progress Series 343. 87–99. 79 1-4#loka.indd 144 4/14/10 8:53:07 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.