Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 146

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 146
Náttúrufræðingurinn 146 Kristín Svavarsdóttir Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir árið 2008 Félagar Í lok ársins 2008 voru félagar í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi 1.176 en voru 1.178 í ársbyrjun. Á árinu gengu 42 manns í félagið en 35 sögðu sig úr því, níu létust og einn var strikaður út vegna skulda. Í árs- lok 2008 skiptust félagsmenn sem hér segir eftir flokkum félagsins: átta heiðursfélagar, fimm kjörfélag- ar, fimm ævifélagar, 915 almennir félagar innanlands, 33 félagar og stofnanir erlendis, 116 stofnanir innanlands, 72 skólafélagar og 22 einstaklingar með hjónaáskrift. Stjórn, starfsmenn og nefndarstörf Árið 2008 var stjórn félagsins þannig skipuð: Kristín Svavarsdóttir for- maður, Esther Ruth Guðmundsdóttir varaformaður, Kristinn J. Albertsson gjaldkeri, Hilmar J. Malmquist rit- ari, Droplaug Ólafsdóttir, Friðgeir Grímsson og Helgi Guðmunds- son meðstjórnendur. Droplaug var fulltrúi stjórnar í ritstjórn Nátt- úrufræðingsins og Friðgeir hafði umsjón með fræðslufundum félags- ins. Stjórnin fundaði níu sinnum á árinu. Skoðunarmenn reikninga voru Kristinn Einarsson og Arnór Þ. Sigfússon, varamaður þeirra var Hreggviður Norðdahl. Hrefna B. Ingólfsdóttir var útbreiðslustjóri félagsins og ritstjóri Náttúrufræð- ingsins. Hrefna starfaði hjá Náttúru- fræðistofu Kópavogs en í gildi var samstarfssamningur milli stofunnar og félagsins um umsjón með útgáfu Náttúrufræðingsins, dreifingu hans og umsjón með félagatalinu. HÍN á fulltrúa í einu ráði á vegum umhverfisráðuneytisins, dýravernd- arráði. HÍN er eitt þeirra félaga sem eiga aðild að samráðsvettvangi ráðuneytisins og umhverfisvernd- arsamtaka. Umhverfisráðherra ósk- ar í flestum tilfellum eftir að félög á sviði umhverfisverndar (þátttakend- ur á samráðsvettvanginum) komi sér saman um einn fulltrúa í nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins. Hér er yfirlit yfir helstu ráð sem HÍN á fulltrúa í: Dýraverndarráð. Fulltrúi HÍN í dýraverndarráði er Margrét B. Sigurðardóttir líffræðingur. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Full- trúi umhverfisverndarsamtaka í stjórn þjóðgarðsins til ársins 2011 er Þórunn Pétursdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson varamaður hennar. Svæðisráð norðursvæðis Vatna- jökulsþjóðgarðs. Fulltrúi umhverfis- verndarsamtaka í svæðisráði norður- svæðisins til ársins 2011 er Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. Svæðisráð austursvæðis Vatna- jökulsþjóðgarðs. Fulltrúi umhverf- isverndarsamtaka í svæðisráði austursvæðisins til ársins 2011 er Skarphéðinn G. Þórisson. Svæðisráð suðursvæðis Vatna- jökulsþjóðgarðs. Fulltrúi umhverf- isverndarsamtaka í svæðisráði suðursvæðisins til ársins 2011 er Hrafnhildur Hannesdóttir. Svæðisráð vestursvæðis Vatna- jökulsþjóðgarðs. Fulltrúi umhverf- isverndarsamtaka í svæðisráði vestursvæðisins til ársins 2011 er Ólafía Jakobsdóttir. Aðalfundur Aðalfundur félagsins fyrir árið 2008 var haldinn laugardaginn 28. febrúar 2009 kl. 14 í fundarsal Nátt- úrufræðistofu Kópavogs, í Safna- húsinu í Kópavogi. Fundarstjóri var kosinn Hreggviður Norðdahl og fundarritari Hafdís Hanna Ægis- dóttir. Formaður flutti skýrslu stjórn- ar og gjaldkeri kynnti ársreikninga félagsins sem voru samþykktir af fundarmönnum án athugasemda. Úr stjórn áttu að ganga Esther Ruth Guðmundsdóttir, Friðgeir Grímsson og Hilmar J. Malmquist. Esther og Hilmar gáfu kost á sér áfram og voru endurkjörin. Tillaga um Ester Ýr Jónsdóttur sem eftir- mann Friðgeirs var borin fram og var hún samþykkt samhljóða. Arnór Þ. Sigfússon og Kristinn Einarsson voru endurkjörnir sem skoðunar- menn reikninga og Hreggviður Norðdahl varamaður þeirra. Hilmar J. Malmquist gerði grein fyrir fjórum ályktunum sem stjórnin lagði fyrir aðalfundinn og voru þær samþykktar með litlum breytingum. 1. Ályktun um Árósasamninginn: „Aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags, haldinn 28. febrú- ar 2009 í Kópavogi, fagnar mjög ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að samþykkja tillögu Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, umhverfisráðherra, um að Árósasamningurinn verði fullgiltur hér á landi. Samningur- inn var gerður á fundi umhverfis- ráðherra í Evrópu þann 25. júní 1998 og öðlaðist gildi í október 2001. Ísland var á meðal þeirra þrjátíu og átta ríkja sem undirrit- uðu samninginn strax á fyrsta degi, en því miður hefur ekki náðst sátt á Alþingi um fullgildingu samn- ingsins. Í dag hefur 41 ríki auk Evrópusambandsins fullgilt samn- inginn, þar á meðal öll norrænu ríkin að Íslandi undanskildu. 79 1-4#loka.indd 146 4/14/10 8:53:08 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.