Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 39

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 39
Aðrir áheyrendur — önnur saga? 37 slær í sundur spjót hans með mykireku. Eftir að Jökull hefur særst á ristinni af spjóti Þorkels og reynt bitleysi sverðs síns stendur Svartur yfir honum með reidda rekuna, tilbúinn að slá, svo að Jökull sér þann kost vænstan að ríða brott! Það er ekki fyrr en eftir að þessar deilur eru komnar af stað að Bergur kemur til sögunnar, gervilegur maður og fríður sýnum, ásamt Döllu konu sinni en um hana er sagt að hún „var kvenna vænst og kynstór og kvenna högust á alla hluti.“ (33:656) Þau hjón eru m.ö.o. nokkuð ólík Bergi og frillu hans í Vatnsdœla sögu. Báðar sögurnar greina síðan frá brúðkaupi um vetur í Vatnsdal þar sem andstæðum fylkingum slær saman. Aðdragandi veislunnar, tilhögun boðsins og upphaf illinda er þó með sínum hætti í hvorri sögu. í Vatnsdalu er brúðkaupið haldið hjá Skíða í Vatnsdal. Brúðguminn er úr Víðidal og hefur boðið þeim Finnboga og Bergi, án þess að ástæða boðsins sé tilgreind, en Ingimundarsonum er boðið vegna þess að brúkaupið þykir „eigi með fullum sóma nema þér komið“ (32:1882) eins og Skíði segir í boðsorðum sínum. A brúkaupsdaginn er veðrátta „eigi algóð og illt yfir Vatnsdalsá" (32:1882) en Bergur sýnir krafta sína og ofurkapp með því að bera fólk yfir ána í miklu frosti og kemur því allur frosinn utan í vel kyntan skálann að Skíða. Andstæðurnar á milli frosts og funa, úti og inni, koma líka fram í Bergi sem er heitt í hamsi í veislunni þó að klæðin séu frosin á honum. Andspænis þessum grófleika stendur lítillæti Þorsteins sem gengur um beina í veislunni þó að hann sé þar mestur virðingarmaður og eigi að sitja í öndvegi gegnt Finnboga. Þar kemur að Bergur hrindir Þorsteini til að komast að eldinum og ekki stendur á viðbrögðum hjá Jökli, sem bregst við móðgunum fyrir hans hönd og sér um að gera það sem sæmir ekki hinum vinsæla goða: lýstur Berg með ættarsverði þeirra bræðra, Ættartanga. A meðan nýtur Þorsteinn virðingar sinnar og býður síðan fébætur fyrir bráðlæti Jökuls. Þannig gegnir Þorsteinn hlutverki hins lítilláta og sanngjarna dómara og goða sem er stórlátur af búi sínu en Jökull sér um mannleg viðbrögð fyrir hönd bróður síns. Til að undirstrika samstöðu þeirra má benda á að Jökull hefur ættarsverð þeirra beggja að vopni og segist vera að verja goða þeirra Vatnsdæla, þ.e. hið opinbera hlutverk bróður síns, en Þorsteinn talar um bráðræði Jökuls bróður síns. Til bóta fyrir högg Jökuls býðst Þorsteinn til að lítillækka sig með því að ganga undir jarðarmen á Húnavatnsþingi en hættir við þegar Bergur móðgar hann með því að segja: „Svínbeygði eg nú þann sem æðstur var afVatnsdælum.“ (33:1883)22 Við þessi orð neitar Þorsteinn að ganga lengra og stefnir í fúllan fjandskap þannig að Finnbogi skorar Þorstein á hólm og Bergur Jökul. Hér er athyglisvert að Þorsteinn hefur hingað til látið átölulaust þó að Bergur hafi fyrst ekki virt valdsvið 22 Orð Bergs minna á orð Hrólfs kraka þegar hann laeturAðils Svíakonung beygja sig eftir hringnum Svíagrís: „Svínbeygða ek nú þann sem Svíanna er ríkastur.“ (bls. 79 í 2. bindi Fomaldarsagna Norðurlanda, útg. af Guðna Jónssyni og Bjarna Vilhjálmssyni, Bókaútgáfan Forni, Reykjavík 1944.) Snorri Sturluson tekur sama tilsvar upp í 54. kafla Skáldskaparmála: „Svínbeygt hef eg nú þann er ríkastur er með Svíum!“ Óvíst er um bein tengsl Vatnsdælu og Hrólfs sögu kraka og er allt eins líklegt að hér sé um almennari vísun í sagnahefðina að rseða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Skáldskaparmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.