Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 76

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 76
74 Armann Jakobsson og óvinir." (636-637) Hér kveður Sturla óvenju fast að orði, jafn orðvar og hann er jafnan. Sérstök áhersla er lögð á frækilega frammistöðu Halls Gissurarsonar. Hrottaskapur brennumanna er rækilega útmálaður. Sturla segir frá því að einn þeirra hjó hönd af Ketilbirni Gissurarsyni sem er barnungur og er kallaður sveinn til að undirstrika skepnuskap vegandans sem að auki notar tækifærið til að segja: „Skall þar einum og skyldi brátt meir.“ (638) Þessi ummæli verða til að magna ógeð lesenda á þessum ruddalega verknaði enda er ekki hetju háttur að limlesta og hæðast að smásveinum. Þannig verða orð Ara Ingimundarsonar einungis afskræming á mergjuðum tilsvörum hetja íslendingasagnanna. Þegar ljóst er að brennumenn fá ekki ráðið við menn Gissurar bera þeir eld að. Þá leggst Gissur á bæn og „bað fyrir sér á marga vega háleitlega til guðs, svo að eigi kvaðst hann slíkan formála heyrt hafa“. (638) Gissur tekur dauðanum ekki fagnandi eins og Njáll á Bergþórhvoli. Hann er hvorki píslarvottur né hetja heldur venjulegur maður af holdi og blóði sem kýs lífið fremur en dauðann, rétt eins og við flest sem nú lifum. Það er einmitt að þessu leyti sem persónur íslendinga sagna eru frábrugðnar hetjum flestra annarra fornsagna. Hvergi kemst Sturla nær Gissuri en þegar kemur að kveðjustund og hann lýsir skilnaði Gissurar og Gróu á þennan hátt: „Gissur fann þá á Gró að henni fannst mikið um skilnaðinn þeirra.“ (639) Með þessari stuttu og hlutlægu setningu nær Sturla fram meiri áhrifiim en þótt hann hefði skrifað hverja blaðsíðuna á fætur annarri af tilfinningavaðli. Ekki er síður innileg lýsing hans á dóttur sinni berfættri í náttserk einum. Ungur aldur hennar kemur fram, bæði beint og þegar sagt er frá „gullunum11 sem hún ætlar að hafa með sér úr brennunni. Hrifning hans er greinileg þegar hann kveður Ingibjörgu „mikla vexti“ og „skörulega". Kolbeinn grön, frændi Sturlu, bjargar Ingibjörgu Sturludóttur úr brennunni en Gróa ferst og Sturla gefur í skyn að henni hafi verið hrundið aftur í eldinn. Hefst nú heldur ömurleg frásögn þar sem áherslan er sem fyrr á hin ýmsu fórnarlömb voðaverksins. Þar er brugðið upp ýmsum svipmyndum: Af tíu ára drengsnáða sem hleypur til kirkju „og loguðu um hann línklæðin“ (639), af hinum aldna Arna beisk (banamanni Snorra) sem fellur. við og ráðast þá brennumenn margir að honum og höggva og af Þórólfi frá Þverá, munknum berfætta sem kelur við að hjálpa Halli Gissurarsyni. Hallur er brjóstumkennan- legur þar sem hann hleypur fáklæddur úr brennunni án þess að líta til hægri eða vinstri og höggva þá brennumenn í höfuð honum og fyrir neðan kné „svo að nær tók af.“ (639) Síðan segir frá því að kuldi kemur í sár hans og hann nánast frýs til bana. Þegar skálinn hrynur verða þar undir tveir aðrir synir Gissurar og „snauðir menn“ kafna í gestahúsi. Harmleikurinn er svo fullkomnaður þegar maður er höggvinn við kirkjuna svo að „hraut blóðið allt á kirkjuna.“ (640) Það er ekki í fyrsta skipti sem ofbeldismenn flekka hús Guðs með blóði. Sturla segir frá slíkri vanvirðu eingöngu til að lýsa vanþóknun sinni á tilgangslausu ofbeldi Sturlungaaldar. Ófriður þessi stríðir gegn lögum Guðs og það er sýnt á þennan táknræna hátt. Samkvæmt Sturlu ferst „hálfur þriðji tugur manna“ í brennunni. Einn lifir þó
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Skáldskaparmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.