Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 8

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 8
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR 8 út árið 1910 og einn uppreisnarmanna úr norðri, Pancho Villa, gerði sér snemma grein fyrir því að fjárhagslegur ávinningur gæti falist í þessari nýju tækni. Hann setti sig í samband við bandaríska fyrirtækið North American Mutual Corporation og bauð þeim upptöku- og sýningarrétt á baráttu sinni fyrir 25.000 dollara.2 Tilboðinu var tekið og bardagarnir sem hann leiddi voru því festir á filmu. Það átti líka við um aftökur óvina hans og andstæðinga sem hann skipulagði við sólarupprás með jöfnu millibili.3 En þrátt fyrir skrautlegar undantekningar, eins og þátttöku Pancho Villa á sviði kvikmyndagerðar, voru flestar þær myndir, sem sýndar voru í kvik- myndahúsum álfunnar á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, erlendar. Sýn- ing ar staðirnir voru lengi vel bundnir við stórborgir eins og Buenos Aires, Líma, Mexíkóborg og Río de Janeiro, en allar nutu borgirnar ákveðinnar efnahagslegrar velmegunar á fyrstu áratugum aldarinnar. Vaxandi fjöldi fólks tilheyrði svokallaðri menntaðri millistétt og sá hópur naut efnahags- og menningarlegs sjálfræðis og hafði áhuga á alþjóðamálum. Enda varð kvikmyndin frá upphafi dægradvöl almennings og allra þeirra sem mögu- lega gátu greitt aðgangseyri. Áður en lengra er haldið má geta þess að á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar hafði Evrópa betur í baráttunni um ítök og áhrif í Rómönsku Ameríku. Allt fram að fyrri heimsstyrjöld bárust kvikmyndir fyrst og fremst frá Frakklandi og Ítalíu, en einnig frá Rússlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að árið 1914 flutti Argentína inn tíu sinnum fleiri myndir frá löndum Evrópu en Banda ríkjunum.4 En Bandaríkin unnu stöðugt á og urðu fljótlega leiðandi afl í sögu kvikmynda- gerðar á heimsvísu. Til að skilja betur þessa tilfærslu er rétt að fara örfáum orðum yfir nokkur atriði sem höfðu afgerandi áhrif á þessa þróun. Í fyrsta lagi réð áhugi bandarískra áhorfenda og fjöldi sýningastaða miklu; kvik- myndahús landsins sem töldu einungis nokkra tugi árið 1904 voru orðin 8 til 10 þúsund árið 1910. Það ár sóttu 26 milljónir manna víða um Bandaríkin kvikmyndahús í viku hverri.5 Önnur ástæða og ekki síður mik- ilvæg var þegar Hollywood var komið á laggirnar árið 1911. Þar skapaðist 2 John King, Magical Reels. A History of Cinema in Latin America, London: Verso, 1990, bls. l7. 3 John Womack, Jr., „Pancho Villa: A Revolutionary Life“, Journal of the Historical Society, 2/2003, bls. 21–42. 4 John King, Magical Reels, bls. 10. 5 Stephen M. Hart, A Companion to Latin American Film, London: Tamesis, 2004, bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.