Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 27

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 27
27 styrkja staðlaðar ímyndir um Rómönsku Ameríku og íbúa hennar – ekki hvað síst í ljósi þess að fyrirmyndin – þriðja kvikmyndin – krafðist þess að veruleikinn væri borinn á borð eins og hann blasti við. Hugmyndir Solanas og Getinos um þriðju kvikmyndina fólu í sér að hvorki mátti fegra né sverta, hvorki ýkja né draga úr, heldur segja söguna eins og hún væri og frá sjónar hóli alþýðunnar. Þeir lögðu áherslu á að kvikmyndagerðarmenn álf- unnar bæru umfangsmikla ábyrgð og hún fæli í sér kvöð um réttsýni og réttláta „meðferð“ umfjöllunarefna. Í takt við áherslur þeirra hafa sérfræð- ingar víða um heim á undanförnum árum beint sjónum að viðfangsefnum eins og ólíkum birtingarmyndum þjóðfélagshópa, kynja og kynþátta. Þeir hafa ennfremur skoðað hvernig stjórnmálaátök, sögulegir viðburðir, trúar- leg efni og átök um áhrif og völd birtast í þessum myndum, þar sem ofbeldi er alla jafna allsráðandi. Við blasir að þau átök sem mótað hafa sögu Rómönsku Ameríku allt frá tímum landvinninganna, og án efa miklu lengur, er ráðandi stef og birtist í öllu mögulegu og ómögulegu samhengi. Það er líkamlegt og andlegt, pólitískt og glæpsamlegt, og það er jöfnum höndum opinbert og hluti af einkalífi íbúanna. Myndin í speglinum Við upphaf tuttugustu og fyrstu aldarinnar draga kvikmyndir Rómönsku Ameríku upp ímynd þess veruleika sem blasir við kvikmyndagerðarmönn- um samtímans. Kvikmyndaiðnaður álfunnar tekur virkan þátt í því að við- halda og endurskapa veruleika þar sem átök og óréttlæti ríkja alltof víða. Ég er þeirrar skoðunar að þær myndir sem hvað mesta athygli hafa vakið geri það vegna þess að þær staðfesta fyrirliggjandi staðalmyndir – ekki síst þær sem snúa að átökum, fátækt og samskiptum kynjanna. „Macho“- maðurinn og hlýðna konan við hlið hans virðast eiga sér eilíft líf á hvíta tjaldinu. Segja má að um raunsanna mynd af lífi karla og kvenna í mörgum löndum Rómönsku Ameríku sé að ræða, en einföldunin afneitar um leið veruleika margra. Ímynd átaka sem mótast af einföldun hins illa og góða skilar sömu niðurstöðu. Nýrri kynslóð kvikmyndagerðarmanna hefur þó tekist að falla ekki í þá gryfju að gera sögupersónur sínar að fórnarlömbum óviðráðanlegra aðstæðna, eins og gjarnt var í kvikmyndagerð sjötta og sjöunda áratugarins. bók Deborah Shaw, Contemporary Cinema of Latin America: 10 Key Films, London: Continuum, 2003. SPEGLUN OG SPEGILMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.