Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 38
JÓN THORODDSEN
38
ekki lengur máli. Það er einmitt frjó hugmyndaleg umræða sem gæti lífgað
margt í samfélagi Vesturlandabúa en ekki sú skoðun að valið standi milli
ofstækis og afskiptaleysis.
Séu hugmyndir Fuentesar í Terra nostra bornar saman við hugmyndir
Rushdies í Söngvum Satans koma í ljós merkilegar hliðstæður. Bók
Rushdies hvetur til samruna ólíkra menningarheima og trúarbragða. Ef
ekki samruna þá að minnsta kosti gagnkvæmrar virðingar, en það fer fyrir
brjóstið á þeim sem vilja halda trú sinni hreinni og hafa lítið við önnur
trúarbrögð saman að sælda. Þessi samruni og gagnvirka blöndun ólíkra
trúarbragða átti sér stað á Spáni fyrir landafundina og er einn megin-
útgangspunktur Terra nostra. Hver hinna þriggja eingyðistrúarbragða –
gyðingdómur, íslam og kristni – lögðu þar fram sinn skerf til mjög sér-
stæðrar menningar sem kalla mætti hina spænsku endurreisn.24 Ávöxtur
þessarar menningarblöndunar færðist síðan norður til annarra Evrópulanda
sem voru með sína menningu í mótun. Það er þessi gagnkvæmni ólíkra
menningarstrauma sem telja má fyrsta sprota evrópskrar hámenningar þar
sem trú, listir og heimspeki fá að þroskast á eigin forsendum. Menningin
verður að þola fjölbreytnina til að vera lífvænleg. Í Terra nostra staðfestir
Fuentes með sögulegum dæmum það sem Rushdie reynir að hvetja til í
bók sinni.
Samkvæmt Terra nostra er svonefnd nútímaleg menning komin í strand
og þarfnast endurnýjunar. Hugmyndir Fuentesar um hvar endurnýjun sé
að finna koma mjög spánskt fyrir sjónir svo ekki sé meira sagt. Hann telur
að sá nútími framfaratrúar sem Norður-Evrópa og Bandaríkin gátu af sér
hafi gengið sér til húðar og hafi nýtt möguleika sína til þrautar. En þar sem
nútími frjórrar menningarblöndunar var kæfður í burðarliðnum með
gagnsiðbótinni búi enn í spænskri endurreisn dormandi endurnýjunar-
möguleikar sem ekki hafi verið nýttir. Eða eins og ein persóna í verkinu
segir: „Hugmyndirnar verða aldrei algerlega að veruleika. Stundum hörfa
þær, leggjast í dvala eins og sumar skepnur, bíða eftir rétta andartakinu til
að koma aftur“.25 Þetta er einn af þáttum hinnar dulfræðilegu heimspeki
sem þriðji hluti Terra nostra þróar, og liggur kannski að baki Próme-
þeifsmyndinni af pílagrímnum og minnisgaldrinum á El Escorial-höllinni.
Möguleika á endurnýjun er ekki hvað síst að leita í tengslum hinna ólíku
trúarheima og samspili þeirra. Hin stóra áskorun Rómönsku Ameríku er
24 Sjá góða umfjöllun um þetta efni í José Jiménez Lozano, Sobre judíos, moriscos y
conversos, Valladolid: Ámbito Ediciones, 1989.
25 Carlos Fuentes, Terra nostra, bls. 545.