Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 38

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 38
JÓN THORODDSEN 38 ekki lengur máli. Það er einmitt frjó hugmyndaleg umræða sem gæti lífgað margt í samfélagi Vesturlandabúa en ekki sú skoðun að valið standi milli ofstækis og afskiptaleysis. Séu hugmyndir Fuentesar í Terra nostra bornar saman við hugmyndir Rushdies í Söngvum Satans koma í ljós merkilegar hliðstæður. Bók Rushdies hvetur til samruna ólíkra menningarheima og trúarbragða. Ef ekki samruna þá að minnsta kosti gagnkvæmrar virðingar, en það fer fyrir brjóstið á þeim sem vilja halda trú sinni hreinni og hafa lítið við önnur trúarbrögð saman að sælda. Þessi samruni og gagnvirka blöndun ólíkra trúarbragða átti sér stað á Spáni fyrir landafundina og er einn megin- útgangspunktur Terra nostra. Hver hinna þriggja eingyðistrúarbragða – gyðingdómur, íslam og kristni – lögðu þar fram sinn skerf til mjög sér- stæðrar menningar sem kalla mætti hina spænsku endurreisn.24 Ávöxtur þessarar menningarblöndunar færðist síðan norður til annarra Evrópulanda sem voru með sína menningu í mótun. Það er þessi gagnkvæmni ólíkra menningarstrauma sem telja má fyrsta sprota evrópskrar hámenningar þar sem trú, listir og heimspeki fá að þroskast á eigin forsendum. Menningin verður að þola fjölbreytnina til að vera lífvænleg. Í Terra nostra staðfestir Fuentes með sögulegum dæmum það sem Rushdie reynir að hvetja til í bók sinni. Samkvæmt Terra nostra er svonefnd nútímaleg menning komin í strand og þarfnast endurnýjunar. Hugmyndir Fuentesar um hvar endurnýjun sé að finna koma mjög spánskt fyrir sjónir svo ekki sé meira sagt. Hann telur að sá nútími framfaratrúar sem Norður-Evrópa og Bandaríkin gátu af sér hafi gengið sér til húðar og hafi nýtt möguleika sína til þrautar. En þar sem nútími frjórrar menningarblöndunar var kæfður í burðarliðnum með gagnsiðbótinni búi enn í spænskri endurreisn dormandi endurnýjunar- möguleikar sem ekki hafi verið nýttir. Eða eins og ein persóna í verkinu segir: „Hugmyndirnar verða aldrei algerlega að veruleika. Stundum hörfa þær, leggjast í dvala eins og sumar skepnur, bíða eftir rétta andartakinu til að koma aftur“.25 Þetta er einn af þáttum hinnar dulfræðilegu heimspeki sem þriðji hluti Terra nostra þróar, og liggur kannski að baki Próme- þeifsmyndinni af pílagrímnum og minnisgaldrinum á El Escorial-höllinni. Möguleika á endurnýjun er ekki hvað síst að leita í tengslum hinna ólíku trúarheima og samspili þeirra. Hin stóra áskorun Rómönsku Ameríku er 24 Sjá góða umfjöllun um þetta efni í José Jiménez Lozano, Sobre judíos, moriscos y conversos, Valladolid: Ámbito Ediciones, 1989. 25 Carlos Fuentes, Terra nostra, bls. 545.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.