Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 49

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 49
„ÞIÐ HLUSTIÐ ALDREI Á OKKUR“ 49 Mexi cali og Ciudad Juárez voru stofnuð bókaforlög, bókmenntatímarit gefin út og vinnustofur í ritlist settar á laggirnar (m.a. með ríkisstyrkjum). Margir upprennandi rithöfundar frá norðurhéruðunum ákváðu að flytjast ekki til Mexíkóborgar heldur vera um kyrrt á heimaslóðum. Þetta var hópur rithöfunda og skálda sem flestir eru fæddir á sjötta áratugnum og byrjuðu að gefa út verk sín á þeim níunda: Federico Campbell (f. 1941), Rosina Conde (f. 1954), Gabriel Trujillo Muñoz (f. 1958), José Manuel Di Bella (f. 1952), Rosario Sanmiguel (f. 1954), Federico Schaffler González (f. 1959), Juan Antonio di Bella (f. 1961), Luis Humberto Crosthwaite (f. 1962) og Eduardo Antonio Parra (f. 1956) svo einhverjir séu taldir. Af yngri höfundum má nefna Rafa Saavedra (f. 1967), Regina Swain (f. 1967), Heriberto Yépez (f. 1974) og Marcos Rodríguez Leija (f. 1973). Með verkum þeirra hafa landamærin skipað sér sess í mexíkönskum bókmennt- um, og má jafnvel ganga svo langt að segja að mörkin hafi loks orðið hluti af veruleika landsins. Fyrrnefndir höfundar hafa gefið út skáldsögur, smá- sögur og ljóð, og enn aðrir, Sergio Gómez Montero (f. 1945), Humberto Félix Berumen (f. 1956) og Leobardo Saravia Quiroz (f. 1960), hafa einn- ig einbeitt sér að ritgerðasmíð. Sá hængur hefur þó verið á að höfundarnir hafa gefið verk sín út hjá litlum heimaforlögum og stundum í litlu upplagi, dreifingin hefur ekki verið sem skyldi og því hafa höfundarnir í mörgum tilvikum ekki náð út fyrir heimaslóðir. Það hefur leitt til þess að verk þeirra hafa oft á tíðum hlotið takmarkaða umfjöllun í helstu bókmennta- og menningarritum Mexíkó.26 Þegar verk þessara rithöfunda komu fyrst fram á sjónarsviðið, í byrjun níunda áratugarins, voru þau oft kennd við „norðrið“ (literatura norteña), eyðimerkur (literatura del desierto) eða þá landamærin (literatura de la frontera/literatura fronteriza). Menn „úr suðri“ voru ekki allskostar vissir um hvernig bæri að skilgreina þessar nýju bókmenntir sem komu úr óvæntri átt. Það sem flækti málið var að sumir rithöfundanna voru frá landamærunum sjálfum en aðrir frá borgum norðurhéraðanna fjarri mörkunum, rithöfundar sem álíta sig ekki landamærarithöfunda. Þar er um að ræða höfunda á borð við Jesús Gardea (1939–2000), Daniel Sada (f. 1953), Gerardo Cornejo (f. 1937), Ricardo Elizondo (f. 1950), David 26 Það má merkja breytingar á þessu undanfarin ár. Höfundar eins og Luis Humberto Crosthwaite og Gabriel Trujillo Muñoz eru farnir að gefa út hjá stærri forlögum (Tusquets og Planeta) og jafnvel komnir á spænskan markað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.