Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 49
„ÞIÐ HLUSTIÐ ALDREI Á OKKUR“
49
Mexi cali og Ciudad Juárez voru stofnuð bókaforlög, bókmenntatímarit
gefin út og vinnustofur í ritlist settar á laggirnar (m.a. með ríkisstyrkjum).
Margir upprennandi rithöfundar frá norðurhéruðunum ákváðu að flytjast
ekki til Mexíkóborgar heldur vera um kyrrt á heimaslóðum. Þetta var
hópur rithöfunda og skálda sem flestir eru fæddir á sjötta áratugnum og
byrjuðu að gefa út verk sín á þeim níunda: Federico Campbell (f. 1941),
Rosina Conde (f. 1954), Gabriel Trujillo Muñoz (f. 1958), José Manuel Di
Bella (f. 1952), Rosario Sanmiguel (f. 1954), Federico Schaffler González
(f. 1959), Juan Antonio di Bella (f. 1961), Luis Humberto Crosthwaite
(f. 1962) og Eduardo Antonio Parra (f. 1956) svo einhverjir séu taldir. Af
yngri höfundum má nefna Rafa Saavedra (f. 1967), Regina Swain (f. 1967),
Heriberto Yépez (f. 1974) og Marcos Rodríguez Leija (f. 1973). Með
verkum þeirra hafa landamærin skipað sér sess í mexíkönskum bókmennt-
um, og má jafnvel ganga svo langt að segja að mörkin hafi loks orðið hluti
af veruleika landsins. Fyrrnefndir höfundar hafa gefið út skáldsögur, smá-
sögur og ljóð, og enn aðrir, Sergio Gómez Montero (f. 1945), Humberto
Félix Berumen (f. 1956) og Leobardo Saravia Quiroz (f. 1960), hafa einn-
ig einbeitt sér að ritgerðasmíð.
Sá hængur hefur þó verið á að höfundarnir hafa gefið verk sín út hjá
litlum heimaforlögum og stundum í litlu upplagi, dreifingin hefur ekki
verið sem skyldi og því hafa höfundarnir í mörgum tilvikum ekki náð út
fyrir heimaslóðir. Það hefur leitt til þess að verk þeirra hafa oft á tíðum
hlotið takmarkaða umfjöllun í helstu bókmennta- og menningarritum
Mexíkó.26
Þegar verk þessara rithöfunda komu fyrst fram á sjónarsviðið, í byrjun
níunda áratugarins, voru þau oft kennd við „norðrið“ (literatura norteña),
eyðimerkur (literatura del desierto) eða þá landamærin (literatura de la
frontera/literatura fronteriza). Menn „úr suðri“ voru ekki allskostar vissir
um hvernig bæri að skilgreina þessar nýju bókmenntir sem komu úr
óvæntri átt. Það sem flækti málið var að sumir rithöfundanna voru frá
landamærunum sjálfum en aðrir frá borgum norðurhéraðanna fjarri
mörkunum, rithöfundar sem álíta sig ekki landamærarithöfunda. Þar er
um að ræða höfunda á borð við Jesús Gardea (1939–2000), Daniel Sada (f.
1953), Gerardo Cornejo (f. 1937), Ricardo Elizondo (f. 1950), David
26 Það má merkja breytingar á þessu undanfarin ár. Höfundar eins og Luis
Humberto Crosthwaite og Gabriel Trujillo Muñoz eru farnir að gefa út hjá stærri
forlögum (Tusquets og Planeta) og jafnvel komnir á spænskan markað.