Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 54
KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
54
árunum orðið eitt helsta tákn borgarinnar. Nefndir veggir verða sífellt
hærri, lengri og margfaldari, en þar sem borgin stendur við sjó er ekki
hlaupið að því að verja ímynduð landamæri í hafinu, en landamæravegg-
urinn nær eigi að síður á haf út.36 Höfundur heldur áfram á þessum fárán-
legu nótum og segir að einhverju sinni hafi fundist dauður hvalur við
málmvegginn; hann hafi líklegast ákveðið að gefa upp öndina Mexíkómegin
þar sem börn og fullorðnir voru að baða sig, en Bandaríkjamegin var hins
vegar ekki sálu að sjá, aðeins máva sem flögruðu um og skilti sem varaði við
mengun og bannaði allt sund. Fáránleikinn endurspeglar „samræður sam-
bandsleysisins“ sem hafa gert Bandaríkjahliðina mannlausa, en jafnframt má
sjá síðustu orðin sem saknaðarfulla tilvísun í fyrri tíma, áður en járnveggur-
inn kom til, þegar fjölskyldur, sem bjuggu beggja vegna markanna, samein-
uðust í frístundum sínum og vörðu síðdeginu saman á ströndinni.
Eins og svo oft snýr Crosthwaite viðteknum gildum og túlkun á hvolf.
Í smásögunni „Where have you gone, juan escutia?“ (Hvert fórstu, juan
escutia?)37 verður landamæraveggurinn við Tijuana að varnarvegg gegn
innrásinni að norðan. Veggurinn sem var reistur til að koma í veg fyrir
ólöglegar ferðir inn í Bandaríkin fær nýtt gildi. Tijuana ásamt varnar-
veggnum ver nú staðfastlega menningu Mexíkó og veitir stöðugt viðnám
gegn innrás nágrannans úr norðri. Hinni þjóðernislegu orðræðu um Juan
Escutia, sem er táknmynd fyrir hinn sanna Mexíkómann, er snúið við. Juan
Escutia var einn af svonefndum drengjum hetjudáðanna, síðustu mönnunum
sem reyndu að verja Chapultepec-kastalann í Mexíkóborg við innrás
Bandaríkjamanna 1847. Hann sveipaði sig fána landsins og stökk fram af
klettabrún kastalans í stað þess að lenda í höndum innrásarmanna. Tijuana
og aðrar borgir landamæranna, sem samkvæmt viðtekinni orðræðu „úr
suðri“ eru menningarlega „mengaðar“, verða í „Where have you gone, juan
escutia?“ borgir sem þurfa stöðugt að veita viðnám til að viðhalda mexí-
kanskri menningu; þær sýna þrautseigju og rammmexíkanskan anda.
Líkt og hjá Crosthwaite eru mörkin sjálf í forgrunni í verkum Rosario
Sanmiguel. Henni hefur tekist einkar vel að draga upp sannfærandi mynd
36 Operation Gatekeeper eða Hliðvarðaraðgerðinni var hrint af stað í Tijuana um
miðj an tíunda áratuginn. Þá voru fyrstu landamæraveggirnir reistir, þeir eru þriggja
til fjögurra metra háir. Síðan hafa fleiri veggir verið reistir á sama stað og eru þeir
nú ýmist tvöfaldir eða þrefaldir.
37 Lágstafir eru höfundar. Athygli vekur að titill sögunnar er á ensku. Luis Humberto
Crosthwaite, Marcela y el rey: al fin juntos, Zacatecas: J. Boldó i Climent, Uni-
versidad Autónoma de Zacatecas, 1988, bls. 32.