Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 75
75
Guðni Elísson
Efahyggja og afneitun
Ábyrg loftslagsumræða í fjölmiðlafári samtímans
Lífið í nýlendum Spánverja setti konum enn þrengri skorður en á Spáni og
fátt stóð þeim til boða sem ekki höfðu áhuga á heimilishaldi og fjölskyldu-
lífi. Klaustrin voru þá eina úrræðið og helst þar gátu konur starfað og
menntað sig, frjálsar undan valdi eiginmanna. Það var því engin tilviljun
að Sor Juana tók þessa ákvörðun.
Klausturlífið hafði þó miklar takmarkanir í för með sér. Konur innan
kirkjunnar höfðu lítil völd og hlutverk nunna í nýlendunum var „að vera
þegnar spænskrar kirkju og konungdæmis; vera fulltrúar kirkjunnar í trú-
boði meðal heiðingja; gæta rétttrúnaðar og tryggja félagslega virðingu“.28
Klaustrin gáfu konum ákveðið sjálfsforræði og samfélag en um leið endur-
spegluðu þau þjóðfélagsgerð sem kúgaði konur og voru því ekki sá griða-
staður sem halda mætti.29 Ekki var ætlast til að nunnur blönduðu sér í
rökræður um guðfræðileg álitaefni en eins og Octavio Paz bendir á var
„guðfræðin gríma stjórnmálanna“30 á 17. öld og langt í að konur fengju að
taka þátt í stjórnmálum. Í predikunum fór fram umræða um stjórnmál og
sá miðill var ekki ætlaður konum.
Eins og Sor Juana greinir frá í Svarinu var þekkingarleitin hennar
stærsta ástríða og svo áköf að á barnsaldri neitaði hún sér um góðgæti eins
og ost af því að hún hafði heyrt að það gerði fólk heimskt: „[...] löngun mín
til að læra var sterkari en löngunin til að borða, svo máttug sem hún nú er
hjá börnum.“31 Í Svarinu segir hún frá því þegar hún grátbað móður sína
um að svindla sér inn í háskóla, í karlmannsfötum.32 Þótt ósk hennar um
að komast í háskóla rættist ekki aflaði hún sér menntunar á sviði sígildrar
mælskulistar, lögfræði, guðfræði og bókmennta en saknaði þess þó að fá
ekki tækifæri til að vera hluti af því akademíska lífi sem karlmenn einir
höfðu aðgang að.
Sor Juana var afkastamikið og fjölhæft skáld sem skrifaði gamansöm
leikrit og alvarleg, söngtexta og kirkjulega texta en það eru ástarljóðin,
ritstj. og þýðing Electra Arenal og Amanda Powell, New York: The Feminist
Press, 1994, bls. 50.
28 Electra Arenal og Amanda Powell, „Introduction“, The Answer/La respuesta, bls. 6.
29 Stephanie Merrim (ritstj.), Feminist perspectives on Sor Juana Inés de la Cruz,
Detroit: Wayne State University Press, 1999, bls. 20.
30 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 83.
31 Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta, bls. 48.
32 Það var ekki fyrr en 60 árum eftir dauða Sor Juönu, árið 1755, að stofnaður var
framhaldsskóli fyrir konur í Mexíkó en þá hafði háskólanám verið í boði þar, fyrir
karlmenn, í rúm 200 ár; Luisa Ballesteros Rosas, La escritora en la sociedad latino-
americana, Santiago de Cali: Editional Universidad del Valle, 1997, bls. 12.
SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG