Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 77

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 77
77 SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG um en það er ekki hafið yfir gagnrýni. Femínistar hafa gagnrýnt túlkun Paz á því hvað leiddi til þess að hún var jafn meðvituð um stöðu kvenna og raun ber vitni. Paz álítur að sú staðreynd að Sor Juana ólst ekki upp hjá föður sínum hafi valdið óöryggi og vantrausti á karlmönnum og að það hafi breytt sjónarhorni hennar á vald karlmanna. Georgina Sabat de Rivers snýr dæminu við og spyr: „Maður spyr sig hvort einmitt þessi fjarvera valdapersónu af karlkyni hafi ekki gefið stúlkunni byr undir báða vængi til að hefja sig til flugs á fáförnum brautum menntunarinnar.“38 Stephanie Merrim gagnrýnir Octavio Paz einnig fyrir að falla í þá gryfju, með hlið- sjón af kenningum Freuds, að túlka verk og persónu Sor Juönu út frá því sjónarhorni að skrif hennar hafi verið frávik frá eðlilegri hegðun kvenna.39 Sor Juana var fræg persóna í lifanda lífi og litið á hana sem hálfgert furðuverk eða náttúruundur. Áhugi og virðing 17. aldar manna fyrir slík- um „fyrirbærum“ gerði það að verkum að hún fékk um tíma að stunda list sína og lærdóm í samfélagi sem bauð konum ekki upp á annað en hjóna- band eða þögula klausturvist.40 Í huga Evrópubúa var Nýi heimurinn ævintýralegur staður og að einhverju leyti var áhugi á Sor Juönu tengdur því að hún var talin eitt af undrum Nýja heimsins. Sjálfri var henni lítið gefið um alla þá athygli sem hún fékk. Það kemur vel fram í eftirfarandi ljóði sem birtist í Kastalíuflóðinu en þar svarar hún aðalsmanni sem nýkom- inn var frá Spáni og hafði skrifað um hana ofhlaðið aðdáunarljóð: Fjölleikahúsum fengur væri í/að fanga mig og sýna/og ferðast með mig eins og ófreskju,/um afdali og útkjálka/Ítalíu og Frakklands, sem/kunna að meta nýjabragðið/og borga fyrir að berja augum/höfuð bergrisans/kallandi: Sá sem vill sjá Fönixinn/ borgi hálfan real [...].41 38 Georgina Sabat de Rivers, „Octavio Paz ante Sor Juana Inés de la Cruz“, Modern Language Notes, 100(2)/1985, bls. 417–423, hér bls. 419. 39 Stephanie Merrim, Feminist perspectives on Sor Juana Inés de la Cruz, bls. 20. 40 Electra Arenal og Amanda Powell, „Introduction“, The Answer/La respuesta, bls. 1–2. 41 „¡Qué dieran los saltimbancos,/a poder, por agarrarme/y llevarme, como Monstruo,/por esos andurriales/de Italia y Francia, que son/amigas de noveda- des/y que pagaran por ver/la cabeza del gigante,/diciendo; Quien ver el Fénix,/ quisiere dos cuartos pague“; Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta, bls. 178–179. Bein þýðing höfundar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.