Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 77
77
SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG
um en það er ekki hafið yfir gagnrýni. Femínistar hafa gagnrýnt túlkun
Paz á því hvað leiddi til þess að hún var jafn meðvituð um stöðu kvenna og
raun ber vitni. Paz álítur að sú staðreynd að Sor Juana ólst ekki upp hjá
föður sínum hafi valdið óöryggi og vantrausti á karlmönnum og að það
hafi breytt sjónarhorni hennar á vald karlmanna. Georgina Sabat de Rivers
snýr dæminu við og spyr: „Maður spyr sig hvort einmitt þessi fjarvera
valdapersónu af karlkyni hafi ekki gefið stúlkunni byr undir báða vængi til
að hefja sig til flugs á fáförnum brautum menntunarinnar.“38 Stephanie
Merrim gagnrýnir Octavio Paz einnig fyrir að falla í þá gryfju, með hlið-
sjón af kenningum Freuds, að túlka verk og persónu Sor Juönu út frá því
sjónarhorni að skrif hennar hafi verið frávik frá eðlilegri hegðun
kvenna.39
Sor Juana var fræg persóna í lifanda lífi og litið á hana sem hálfgert
furðuverk eða náttúruundur. Áhugi og virðing 17. aldar manna fyrir slík-
um „fyrirbærum“ gerði það að verkum að hún fékk um tíma að stunda list
sína og lærdóm í samfélagi sem bauð konum ekki upp á annað en hjóna-
band eða þögula klausturvist.40 Í huga Evrópubúa var Nýi heimurinn
ævintýralegur staður og að einhverju leyti var áhugi á Sor Juönu tengdur
því að hún var talin eitt af undrum Nýja heimsins. Sjálfri var henni lítið
gefið um alla þá athygli sem hún fékk. Það kemur vel fram í eftirfarandi
ljóði sem birtist í Kastalíuflóðinu en þar svarar hún aðalsmanni sem nýkom-
inn var frá Spáni og hafði skrifað um hana ofhlaðið aðdáunarljóð:
Fjölleikahúsum fengur væri í/að fanga mig og sýna/og ferðast
með mig eins og ófreskju,/um afdali og útkjálka/Ítalíu og
Frakklands, sem/kunna að meta nýjabragðið/og borga fyrir að
berja augum/höfuð bergrisans/kallandi: Sá sem vill sjá Fönixinn/
borgi hálfan real [...].41
38 Georgina Sabat de Rivers, „Octavio Paz ante Sor Juana Inés de la Cruz“, Modern
Language Notes, 100(2)/1985, bls. 417–423, hér bls. 419.
39 Stephanie Merrim, Feminist perspectives on Sor Juana Inés de la Cruz, bls. 20.
40 Electra Arenal og Amanda Powell, „Introduction“, The Answer/La respuesta, bls.
1–2.
41 „¡Qué dieran los saltimbancos,/a poder, por agarrarme/y llevarme, como
Monstruo,/por esos andurriales/de Italia y Francia, que son/amigas de noveda-
des/y que pagaran por ver/la cabeza del gigante,/diciendo; Quien ver el Fénix,/
quisiere dos cuartos pague“; Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta,
bls. 178–179. Bein þýðing höfundar.