Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 88

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 88
88 KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR Í Svarinu ver Sor Juana rétt kvenna til að læra og taka fyllri þátt í kirkjustarfi. Hún leitar í Biblíuna og finnur þar kafla sem styðja þá skoðun hennar að konur eigi að minnsta kosti að hafa rétt til að mennta sig. Hún vísar til orða heilags Híerónýmusar um menntun stúlkna og spyr hvort ekki sé líklegt að hann hefði viljað mennta nunnurnar sínar og andlegar dætur úr því að honum þótti mikilvægt að mennta stúlkubörn.80 Síðan veltir hún upp skoðunum Páls postula á menntun kvenna sem áður er vitn- að til. Hún segist meðvituð um að auðvitað geti ekki allar konur menntað sig heldur aðeins þær sem séu sérstökum dyggðum gæddar til svo heilagrar iðju sem Biblíunám sé. Hið sama eigi að sjálfsögðu við um karlmenn og lítið vit sé í að láta hvern sem er rannsaka Biblíuna og kynið skipti þar minnstu. Rök hennar fyrir því eru eftirfarandi: Orðfimur maður sagði eitt sinn að sá sem ekki kann latínu sé ekki algjört fífl en að sá sem kunni hana hafi forsendur til að vera það. Og ég bæti því við að það fullkomnar fíflið (ef fíflsháttur getur náð fullkomnun) að hafa lagt stund á svolitla heimspeki og guðfræði og kunna eitthvað í tungumálum. Þá getur fíflið gert sig að fífli í mörgum fræðigreinum og tungumálum, því algjöru fífli nægir ekki að gera sig að fífli á móðurmáli sínu eingöngu.81 Á þennan hátt bendir Sor Juana á að það sé ekki kynið sem skipti mestu máli þegar menntun er annars vegar heldur séu aðrir þættir afdrifaríkari. Hér getur hún tekið mörg dæmi máli sínu til sönnunar, svo sem siðbótar- mennina Martein Lúther og Erasmus sem notuðu menntun sína til að gagnrýna kirkjuna og hlaust lítið gott af því, á kaþólskan mælikvarða. Þegar Sor Juana hefur bent á mörg dæmi úr Biblíunni og fleiri ritum sem styðja hugmyndir hennar um menntun kvenna, eins og orð Híerónýmusar, snýr hún sér að mistúlkunum á Biblíunni, lélegum þýðingum og mál- fræðivillum: [H]vílíkum vandræðum stöndum við ekki frammi fyrir með helg rit, jafnvel varðandi málfræði; hætta er á að notuð sé eintala í stað fleirtölu eða farið úr annarri í þriðju persónu, samanber versið úr Ljóðaljóðunum: „Hann kyssi mig kossi munns síns, því 80 Sor Juana vitnar í orð Híerónýmusar til Letu um menntun dóttur hennar; Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta, bls. 84. 81 Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta, bls. 80.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.