Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 108
108
STEfÁn ÁSGEIR GuðmundSSon
hætti er hann fór í hungurverkfall á skrifstofu Samtaka Ameríkulýðveldanna
í Caracas.28
Finna má fleiri dæmi um valdbeitingu Chávez og nægir að nefna
hvernig andstæðingum hans sem og öðrum sem talin er stafa ógn af, er
haldið án ákæru í fleiri mánuði.29 Hafa sumir gagnrýnt forsetann harðlega
fyrir þær aðferðir sem hann beitir og ganga aðrir svo langt að líkja þeim
við ofsóknir og benda á að forsetinn notfæri sér öll þau úrræði og stofn-
anir sem hann hefur yfir að ráða til að herja á pólitíska andstæðinga sína.
Hvergi verður óánægja andstæðinga hans betur séð en ef litið er til þess
hversu fólksflótti frá Venesúela til Miami í Bandaríkjunum hefur aukist og
minnir það óþægilega á fyrstu árin á Kúbu eftir byltingu Castros þar árið
1959. Óvíst er um framtíð mála í Venesúela og stöðu Chávez en óneitan-
lega væri forvitnilegt að bera hvort tveggja saman við þróunina á Kúbu
eftir valdatöku Castros og draga af því ýmsar ályktanir.
ABSTRACT
Hugo Chávez – el caudillo
Hugo Chávez, the controversial president of Venezuela, has been a dominant fig-
ure on the Latin American political scene for the last 10 years. His unorthodox
sense of governing along with his excessive use of strong language have been clo-
sely monitored by the world media. Despite the publicity that often surrounds
him, not much has been documented about the situation in Venezuela that gave
rise to Hugo Chávez and how his reign is closely intertwined with the tradition of
the strongman – caudillo – in Latin American history.
After having led a failed military coup in 1992, Hugo Chávez was determined
to change his country that had become stagnant and utterly corrupt within a
political system, often named the Pact of Punto Fijo. Established in 1959, the
system was characterized by two-party rule but had run its course at the end of the
Cold War. Under the banner of the Bolivian Revolution, Hugo Chávez has em-
28 Andres Oppenheimer, „OAS oddly silent on ‘coup’ in Caracas”, Miami Herald, 12.
júlí 2009, http://www.miamiherald.com/news/columnist/andres-oppenheimer/
story/1138042.htm; Maye Primera, „El alcalde de Caracas pide ayuda a la OEA
contra Chávez“, El País, 6. júlí 2009, http:/www.elpais.com/articulo/international/
alcalde/caracas/pide/ayuda/OEA/Chavez/elepuint/20090706elepuint_4/Te.
29 Maye Primera, „Chávez se lanza al asedio de la oposición“, El País, 22. mars 2009,
http:/www.elpais.com/articulo/international/alcalde/caracas/pide/ayuda/OEA/
Chavez/elepuint/20090706elepuint_1/Te.