Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 114

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 114
114 sem og til auðlegðar borga á borð við Bordeaux, Nantes og Marseille. Þrælarnir sem framleiddu þennan hagnað gerðu uppreisn árið 1791. Bret- ar, Spánverjar og Frakkar tóku höndum saman og reyndu að bæla upp- reisnina niður. Úr varð stríð sem stóð í þrettán ár og lauk með algjörum ósigri heimsveldanna. Pitt og Napóleon misstu hvor um sig um 50.000 hermenn í þessari tilraun til að endurreisa þrælahald og viðhalda ríkjandi ástandi. Undir lok ársins 1803 – og við ómælda undrun fólks um veröld víða – höfðu herir undir stjórn Toussaints L’Ouverture og Dessalines slitið af sér hlekki nýlenduþrælkunar, og það á þeim stað þar sem „keðjan hafði verið sterkust árið 1789“.7 Landið fagnaði sjálfstæði sínu í janúar 1804 og tók sér nafnið Haítí. Ég hef áður fært rök fyrir því að leitun sé að atburðum á síðari tímum sem ríkjandi skipan stafaði meiri ógn af: einber tilvist hins sjálfstæða Haítí var hneisa fyrir þrælasöluþjóðir Evrópu, háskalegt for- dæmi í augum þrælahaldara í Bandaríkjunum og mikilvægur innblástur fyrir frelsishreyfingar í Afríku og Rómönsku Ameríku.8 Saga Haítí hefur að miklu leyti mótast af tilraunum, sem átt hafa upptök bæði innanlands og utan, til að kæfa afleiðingar þessa viðburðar og standa vörð um kjarn- ann í arfleifð þrælahalds og nýlendustefnu – þá gríðarlega óréttlátu skipt- ingu vinnu, auðs og valda sem sett hefur mark sitt á gjörvalla sögu landsins frá dögum Kólumbusar. Helsta forgangsatriði þrælanna sem öðluðust sjálfstæði 1804 var að koma í veg fyrir að horfið yrði aftur til plantekruhagkerfis og halda þess í stað í bein yfirráð yfir eigin lifibrauði og landi. Ólíkt því sem gerðist í flest- um öðrum ríkjum Rómönsku Ameríku og Karíbahafs var útbreiðsla lati- fundia (stórra búgarða) sem helgaðir voru framleiðslu til útflutnings tak- mörkuð, enda héldu margir smábændur eignarhaldi á jörðum sínum og enn í dag hafa 93% smábænda á Haítí að minnsta kosti einhvern aðgang að eigin jörðum.9 Meðalstærð bújarðar fór hins vegar minnkandi og er nú aðeins tvær ekrur, og þegar við bætist lækkandi verð á landbúnaðarafurð- um, gríðarleg jarðvegseyðing og þrálátur skortur á fjárfestingum verður 7 Robin Blackburn, The Overthrow of Colonial Slavery, London 1989, bls. 258. 8 Hallward, „Haitian Inspiration: Notes on the bicentenary of Haiti’s independ- ence“, Radical Philosophy 123, janúar-febrúar 2004. 9 Carolyn Fick, The Making of Haiti: the Saint Domingue revolution from below, Knoxville 1990, bls. 249; Alþjóðabankinn, Haiti: The Challenges of Poverty Re duction, ágúst 1998, bls. 4. PETER HallwaRd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.