Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 114
114
sem og til auðlegðar borga á borð við Bordeaux, Nantes og Marseille.
Þrælarnir sem framleiddu þennan hagnað gerðu uppreisn árið 1791. Bret-
ar, Spánverjar og Frakkar tóku höndum saman og reyndu að bæla upp-
reisnina niður. Úr varð stríð sem stóð í þrettán ár og lauk með algjörum
ósigri heimsveldanna. Pitt og Napóleon misstu hvor um sig um 50.000
hermenn í þessari tilraun til að endurreisa þrælahald og viðhalda ríkjandi
ástandi.
Undir lok ársins 1803 – og við ómælda undrun fólks um veröld víða –
höfðu herir undir stjórn Toussaints L’Ouverture og Dessalines slitið af sér
hlekki nýlenduþrælkunar, og það á þeim stað þar sem „keðjan hafði verið
sterkust árið 1789“.7 Landið fagnaði sjálfstæði sínu í janúar 1804 og tók
sér nafnið Haítí. Ég hef áður fært rök fyrir því að leitun sé að atburðum á
síðari tímum sem ríkjandi skipan stafaði meiri ógn af: einber tilvist hins
sjálfstæða Haítí var hneisa fyrir þrælasöluþjóðir Evrópu, háskalegt for-
dæmi í augum þrælahaldara í Bandaríkjunum og mikilvægur innblástur
fyrir frelsishreyfingar í Afríku og Rómönsku Ameríku.8 Saga Haítí hefur
að miklu leyti mótast af tilraunum, sem átt hafa upptök bæði innanlands
og utan, til að kæfa afleiðingar þessa viðburðar og standa vörð um kjarn-
ann í arfleifð þrælahalds og nýlendustefnu – þá gríðarlega óréttlátu skipt-
ingu vinnu, auðs og valda sem sett hefur mark sitt á gjörvalla sögu landsins
frá dögum Kólumbusar.
Helsta forgangsatriði þrælanna sem öðluðust sjálfstæði 1804 var að
koma í veg fyrir að horfið yrði aftur til plantekruhagkerfis og halda þess í
stað í bein yfirráð yfir eigin lifibrauði og landi. Ólíkt því sem gerðist í flest-
um öðrum ríkjum Rómönsku Ameríku og Karíbahafs var útbreiðsla lati-
fundia (stórra búgarða) sem helgaðir voru framleiðslu til útflutnings tak-
mörkuð, enda héldu margir smábændur eignarhaldi á jörðum sínum og
enn í dag hafa 93% smábænda á Haítí að minnsta kosti einhvern aðgang
að eigin jörðum.9 Meðalstærð bújarðar fór hins vegar minnkandi og er nú
aðeins tvær ekrur, og þegar við bætist lækkandi verð á landbúnaðarafurð-
um, gríðarleg jarðvegseyðing og þrálátur skortur á fjárfestingum verður
7 Robin Blackburn, The Overthrow of Colonial Slavery, London 1989, bls. 258.
8 Hallward, „Haitian Inspiration: Notes on the bicentenary of Haiti’s independ-
ence“, Radical Philosophy 123, janúar-febrúar 2004.
9 Carolyn Fick, The Making of Haiti: the Saint Domingue revolution from below,
Knoxville 1990, bls. 249; Alþjóðabankinn, Haiti: The Challenges of Poverty Re duction,
ágúst 1998, bls. 4.
PETER HallwaRd