Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 116
116
PETER HallwaRd
árum hernámsins, eða verkfallsbylgja ársins 1929 – voru brotnar á bak
aftur af mikilli grimmd. Þegar bandaríska herliðið hvarf á brott úr landinu
árið 1934 hafði það kveðið niður upphaflega mótspyrnu smábænda gegn
þessari verkfræðilegu endurskipulagningu samfélags og hagkerfis og drep-
ið á bilinu 5.000 og 15.000 manns.
Herinn sem Bandaríkjamenn komu á fót varð að ráðandi afli eftir að
landgönguliðarnir hurfu á braut, og hélt bæði íbúum og stjórnmálamönn-
um í helgreipum – hershöfðingjarnir skiptust gjarnan á að gegna forseta-
embættinu sjálfir. François Duvalier, uppgjafalæknirinn með gleraugun,
sigraði í forsetakosningum árið 1957 í kjölfar þess að herstjórn var hrakin
frá völdum og setti á stofn morðóðan einkaher, Tonton Macoutes, til höfuðs
valdablokk hersins. „Papa Doc“ lýsti sjálfan sig guðlegan holdgerving haít-
ísku þjóðarinnar og um fjórtán ára skeið var makútunum, sem voru um
10.000 talsins, beitt til að ógna hvers kyns andófsmönnum gegn stjórn
hans. Bandaríkjamenn voru í fyrstu tvístígandi gagnvart „vúdúkenndri“
þjóðernisstefnu Duvaliers en tóku síðan stjórn hans í sátt, einkum vegna
einarðrar andstöðu hennar við kommúnista. Þegar François Duvalier lést
árið 1971 var sonur hans, Jean-François („Baby Doc“), lýstur forseti til
æviloka og stuðningur Bandaríkjanna við stjórnina jókst. Aðstoð erlendis
frá og spilling forréttindastéttarinnar jókst hröðum skrefum en allur þorri
Haítíbúa mátti búa við áframhaldandi fátækt og kúgun.
Safnað í sarp
Um miðjan níunda áratuginn óx ný kynslóð úr grasi í iðandi fátækrahverfum
Port-au-Prince. Hún tók fagnandi á móti áköllum frelsunarguðfræðinnar
sem heyra mátti, undir rós, hjá róttækum prestum sem predikuðu á kreólsku
– en þar fór Jean-Bertrand Aristide fremstur í flokki. Aristide fæddist 1953
og ólst upp fyrir utan veröld ráðastéttarinnar á Haítí. Hann var mikill mála-
maður og blómstraði í prestaskóla Salesista.10 Hann nam sálfræði og heim-
speki við ríkisháskólann á 8. áratugnum auk þess sem hann las rit Leonardos
Boff og annarra frelsunarguðfræðinga. Hann starfaði við svæðisbundnar
kaþólskar útvarpsstöðvar sem skutu upp kollinum undir lok 8. áratugarins en
regla hans sendi hann árið 1979 til Miðausturlanda til að nema fornleifa-
fræði, og síðan til Montréal þar sem hann fékk dágóðan skammt af „guð-
fræðilegri endurforritun“ (sem náði þó ekki markmiði sínu).11
10 [Salesistar eru kaþólskir fylgismenn dýrlingsins Heilags Francis af Sales. – Þýð.]
11 Mark Danner, „Haiti on the Verge“, New York Review of Books, 4. nóvember 1993.