Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 116

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 116
116 PETER HallwaRd árum hernámsins, eða verkfallsbylgja ársins 1929 – voru brotnar á bak aftur af mikilli grimmd. Þegar bandaríska herliðið hvarf á brott úr landinu árið 1934 hafði það kveðið niður upphaflega mótspyrnu smábænda gegn þessari verkfræðilegu endurskipulagningu samfélags og hagkerfis og drep- ið á bilinu 5.000 og 15.000 manns. Herinn sem Bandaríkjamenn komu á fót varð að ráðandi afli eftir að landgönguliðarnir hurfu á braut, og hélt bæði íbúum og stjórnmálamönn- um í helgreipum – hershöfðingjarnir skiptust gjarnan á að gegna forseta- embættinu sjálfir. François Duvalier, uppgjafalæknirinn með gleraugun, sigraði í forsetakosningum árið 1957 í kjölfar þess að herstjórn var hrakin frá völdum og setti á stofn morðóðan einkaher, Tonton Macoutes, til höfuðs valdablokk hersins. „Papa Doc“ lýsti sjálfan sig guðlegan holdgerving haít- ísku þjóðarinnar og um fjórtán ára skeið var makútunum, sem voru um 10.000 talsins, beitt til að ógna hvers kyns andófsmönnum gegn stjórn hans. Bandaríkjamenn voru í fyrstu tvístígandi gagnvart „vúdúkenndri“ þjóðernisstefnu Duvaliers en tóku síðan stjórn hans í sátt, einkum vegna einarðrar andstöðu hennar við kommúnista. Þegar François Duvalier lést árið 1971 var sonur hans, Jean-François („Baby Doc“), lýstur forseti til æviloka og stuðningur Bandaríkjanna við stjórnina jókst. Aðstoð erlendis frá og spilling forréttindastéttarinnar jókst hröðum skrefum en allur þorri Haítíbúa mátti búa við áframhaldandi fátækt og kúgun. Safnað í sarp Um miðjan níunda áratuginn óx ný kynslóð úr grasi í iðandi fátækrahverfum Port-au-Prince. Hún tók fagnandi á móti áköllum frelsunarguðfræðinnar sem heyra mátti, undir rós, hjá róttækum prestum sem predikuðu á kreólsku – en þar fór Jean-Bertrand Aristide fremstur í flokki. Aristide fæddist 1953 og ólst upp fyrir utan veröld ráðastéttarinnar á Haítí. Hann var mikill mála- maður og blómstraði í prestaskóla Salesista.10 Hann nam sálfræði og heim- speki við ríkisháskólann á 8. áratugnum auk þess sem hann las rit Leonardos Boff og annarra frelsunarguðfræðinga. Hann starfaði við svæðisbundnar kaþólskar útvarpsstöðvar sem skutu upp kollinum undir lok 8. áratugarins en regla hans sendi hann árið 1979 til Miðausturlanda til að nema fornleifa- fræði, og síðan til Montréal þar sem hann fékk dágóðan skammt af „guð- fræðilegri endurforritun“ (sem náði þó ekki markmiði sínu).11 10 [Salesistar eru kaþólskir fylgismenn dýrlingsins Heilags Francis af Sales. – Þýð.] 11 Mark Danner, „Haiti on the Verge“, New York Review of Books, 4. nóvember 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.