Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 124

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 124
124 PETER HallwaRd Kole, talaði fyrir munn margra gagnrýnenda Lavalas þegar hann hélt því fram að Aristide hefði ekki átt að fallast á skilmála Bandaríkjamanna fyrir því að fá að snúa heim úr útlegð: „hann hefði átt að halda sig fjarri og gefa okkur kost á að halda áfram baráttunni fyrir lýðræði; þess í stað féllst hann á að afhenda landið á silfurfati gegn því að hann fengi að setjast á valdastól að nýju“.29 Leiðtogi MPP, Chavannes Jean-Baptiste, hélt því sama fram árið 1994 og lenti í framhaldinu í rætnum og persónulegum illdeilum við Aristide. Erfitt er að meta hversu útbreidd óánægjan með Lavalas er meðal þjóð- arinnar. Almennt eiga erlendir fréttaskýrendur „bágt með að meta þau tilfinningahlöðnu viðbrögð sem Aristide vakti og vekur enn á Haítí“.30 Enginn vafi leikur á að andstaðan gegn Aristide veikti stöðu Tèt Kole- og MPP-hreyfinganna, og hvorug þeirra hefur haldið stöðu sinni sem veiga- mikið pólitískt afl. Seint á tíunda áratugnum gerðist Jean-Baptiste banda- maður OPL-hreyfingar Pierre-Charles, sem er hliðholl Bandaríkjunum, og árið 2000 gekk hann svo í hreyfinguna Convergence Démocratique sem dregur enga dul á afturhaldssama stefnu sína; eins og Stan Goff benti á hefur eldmóður fylgismanna hans dofnað vegna „stöðugs straums verk- efnatengdra dollara sem rennur gegnum þann aragrúa frjálsra félagasam- taka er búið hafa um sig í hverju horni á Haítí“.31 Líkast til er OPL-hreyf- ingin sjálf sá flokkur sem helst líkist þeim „borgaralega“ valkosti við Lavalas sem margir frjálslyndir fréttaskýrendur láta sig dreyma um, en eftir að hafa reynt árum saman að koma ár sinni fyrir borð í þinginu, með litlum árangri, þurrkaðist hreyfingin hér um bil út í kosningunum árið 2000.32 Þrátt fyrir alla sína galla var FL því eftir sem áður eina stjórnmálaaflið sem gat fylkt þjóðinni á bak við sig. Á undanförnum fimmtíu árum hefur enginn stjórnmálamaður komist með tærnar þar sem Aristide hefur hæl- ana hvað varðar hylli meðal hinna snauðu í borgum og sveitum. Fréttaritari BBC í Port-au-Prince í mars 2004 varð að viðurkenna að þótt Aristide væri „almennt kallaður öllum illum nöfnum“ meðal hinnar auðugu for- 29 Tilvitnun í François í „Behind Aristide’s Fall“, Socialist Worker, 12. mars 2004, bls. 6. 30 Arthur, Haiti in Focus, bls. 60; sbr. Paul Farmer, The Uses of Haiti, Monroe 2003, bls. 113–114. 31 Stan Goff, „A Brief Account of Haiti“, BBC-news október 1999; sbr. Goff, Hideous Dream: A Soldier’s Memoir of the US invasion of Haiti, New York 2000. 32 Wargny, „Haiti’s Last Chance“, Le Monde diplomatique, júlí 2000.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.