Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 124
124
PETER HallwaRd
Kole, talaði fyrir munn margra gagnrýnenda Lavalas þegar hann hélt því
fram að Aristide hefði ekki átt að fallast á skilmála Bandaríkjamanna fyrir
því að fá að snúa heim úr útlegð: „hann hefði átt að halda sig fjarri og gefa
okkur kost á að halda áfram baráttunni fyrir lýðræði; þess í stað féllst hann
á að afhenda landið á silfurfati gegn því að hann fengi að setjast á valdastól
að nýju“.29 Leiðtogi MPP, Chavannes Jean-Baptiste, hélt því sama fram
árið 1994 og lenti í framhaldinu í rætnum og persónulegum illdeilum við
Aristide.
Erfitt er að meta hversu útbreidd óánægjan með Lavalas er meðal þjóð-
arinnar. Almennt eiga erlendir fréttaskýrendur „bágt með að meta þau
tilfinningahlöðnu viðbrögð sem Aristide vakti og vekur enn á Haítí“.30
Enginn vafi leikur á að andstaðan gegn Aristide veikti stöðu Tèt Kole- og
MPP-hreyfinganna, og hvorug þeirra hefur haldið stöðu sinni sem veiga-
mikið pólitískt afl. Seint á tíunda áratugnum gerðist Jean-Baptiste banda-
maður OPL-hreyfingar Pierre-Charles, sem er hliðholl Bandaríkjunum,
og árið 2000 gekk hann svo í hreyfinguna Convergence Démocratique
sem dregur enga dul á afturhaldssama stefnu sína; eins og Stan Goff benti
á hefur eldmóður fylgismanna hans dofnað vegna „stöðugs straums verk-
efnatengdra dollara sem rennur gegnum þann aragrúa frjálsra félagasam-
taka er búið hafa um sig í hverju horni á Haítí“.31 Líkast til er OPL-hreyf-
ingin sjálf sá flokkur sem helst líkist þeim „borgaralega“ valkosti við
Lavalas sem margir frjálslyndir fréttaskýrendur láta sig dreyma um, en
eftir að hafa reynt árum saman að koma ár sinni fyrir borð í þinginu, með
litlum árangri, þurrkaðist hreyfingin hér um bil út í kosningunum árið
2000.32
Þrátt fyrir alla sína galla var FL því eftir sem áður eina stjórnmálaaflið
sem gat fylkt þjóðinni á bak við sig. Á undanförnum fimmtíu árum hefur
enginn stjórnmálamaður komist með tærnar þar sem Aristide hefur hæl-
ana hvað varðar hylli meðal hinna snauðu í borgum og sveitum. Fréttaritari
BBC í Port-au-Prince í mars 2004 varð að viðurkenna að þótt Aristide
væri „almennt kallaður öllum illum nöfnum“ meðal hinnar auðugu for-
29 Tilvitnun í François í „Behind Aristide’s Fall“, Socialist Worker, 12. mars 2004,
bls. 6.
30 Arthur, Haiti in Focus, bls. 60; sbr. Paul Farmer, The Uses of Haiti, Monroe 2003,
bls. 113–114.
31 Stan Goff, „A Brief Account of Haiti“, BBC-news október 1999; sbr. Goff, Hideous
Dream: A Soldier’s Memoir of the US invasion of Haiti, New York 2000.
32 Wargny, „Haiti’s Last Chance“, Le Monde diplomatique, júlí 2000.