Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 127

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 127
127 NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ þeir svo gott sem úr sögunni.38 Í kosningunum í maí 2000 máttu þeir þola sömu örlög sem tekið höfðu þátt í hinu upphaflega kosningabandalagi Lavalas en síðan snúist gegn Aristide. Kosningarnar færðu stjórnarand- stöðunni heim sanninn um að vonlaust væri að sigra FL í kjörklefunum í fyrirsjáanlegri framtíð. Þegar hér var komið sögu urðu þáttaskil í ófrægingarherferðinni gegn ríkisstjórn Lavalas. Um sumarið 2000 tóku flestir andstæðingar Aristides – andófsmenn eins og OPL-hreyfing Pierre-Charles og MPP-hreyfing Jean-Baptistes, auk hægrisinnaðra trúboða, framámanna í viðskiptalífi og fyrrum stuðningsmanna Duvaliers – höndum saman og stofnuðu flokkinn „Con vergence Démocratique“. Allt frá upphafi var helsta stefnumál CD að byrja aftur á núlli („Option Zéro“): að ógilda úrslit kosninganna árið 2000 að fullu og öllu og koma í veg fyrir að Aristide fengi að taka þátt í kosningum að nýju.39 Með það fyrir augum að ljá þessari áætlun lýðræð- islegt yfirbragð efldi CD um allan helming þá viðleitni sína að útmála FL sem ólýðræðis- og alræðislegan flokk sem ekki væri við bjargandi og væri gegn sýrður af ofbeldi og spillingu – en þessar ásakanir eru gamalkunnar þeim sem muna eftir áróðursherferðinni sem fylgdi valdaráni Cédras 1991.40 Helsta forgangsatriðið fólst í að sá efasemdum um lögmæti kosninga- 38 Dupuy, Haiti in the New World Order, bls. 172. 39 Frá júní 2000 og fram í febrúar 2004 hafnaði CD öllum tilboðum fl um nýjar kosningar, þar á meðal tillögu sem CARICOM stóð að og OAS veitti samþykki sitt um miðjan febrúar 2004 – og var úrslitatilraunin til að leysa friðsamlega úr deilunni – sem fól í sér að Aristide féllist á að einn úr hópi andstæðinga hans yrði forsætisráðherra, boða til þingkosninga og sitja út kjörtímabilið með verulega skert umboð. Aristide féllst strax á þessa lausn og það gerðu Frakkland og Bandaríkin einnig. CD hafnaði henni hins vegar jafnskjótt og tókst síðan einhvern veginn að „sannfæra“ heimsveldin sem flokkurinn stóð í skjóli af um að fylgja í kjölfarið þannig að Aristide stóð frammi fyrir því að velja á milli útlegðar og borg- arastríðs. 40 Hvað 1991 varðar, sjá greinar eftir Howard French, blaðamann New York Times, sem höfðu mikil áhrif, t.d. „Aristide’s Autocratic Ways Ended Haiti’s Embrace of Democracy“, New York Times, 22. október 1991. Greinar French líta að mörgu leyti út eins og drög að nýlegum greinum þar sem ráðist er gegn Aristide – t.d. þrumuræðu Andrews Gumbel, „The Little Priest who Became a Bloody Dictator Like the One He Once Despised“, Independent, 21. febrúar 2004; Lyonell Trouillot, „In Haiti, All the Bridges Are Burned“, New York Times, 26. febrúar 2004; Peter Dailey, „Fall of the House of Aristide“, New York Review of Books, 13. mars 2003. Kim Ives svarar þessari síðustu grein, lið fyrir lið, í Haïti Progrès, 12. mars 2003.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.