Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 127
127
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ
þeir svo gott sem úr sögunni.38 Í kosningunum í maí 2000 máttu þeir þola
sömu örlög sem tekið höfðu þátt í hinu upphaflega kosningabandalagi
Lavalas en síðan snúist gegn Aristide. Kosningarnar færðu stjórnarand-
stöðunni heim sanninn um að vonlaust væri að sigra FL í kjörklefunum í
fyrirsjáanlegri framtíð.
Þegar hér var komið sögu urðu þáttaskil í ófrægingarherferðinni gegn
ríkisstjórn Lavalas. Um sumarið 2000 tóku flestir andstæðingar Aristides
– andófsmenn eins og OPL-hreyfing Pierre-Charles og MPP-hreyfing
Jean-Baptistes, auk hægrisinnaðra trúboða, framámanna í viðskiptalífi og
fyrrum stuðningsmanna Duvaliers – höndum saman og stofnuðu flokkinn
„Con vergence Démocratique“. Allt frá upphafi var helsta stefnumál CD
að byrja aftur á núlli („Option Zéro“): að ógilda úrslit kosninganna árið
2000 að fullu og öllu og koma í veg fyrir að Aristide fengi að taka þátt í
kosningum að nýju.39 Með það fyrir augum að ljá þessari áætlun lýðræð-
islegt yfirbragð efldi CD um allan helming þá viðleitni sína að útmála FL
sem ólýðræðis- og alræðislegan flokk sem ekki væri við bjargandi og væri
gegn sýrður af ofbeldi og spillingu – en þessar ásakanir eru gamalkunnar
þeim sem muna eftir áróðursherferðinni sem fylgdi valdaráni Cédras
1991.40
Helsta forgangsatriðið fólst í að sá efasemdum um lögmæti kosninga-
38 Dupuy, Haiti in the New World Order, bls. 172.
39 Frá júní 2000 og fram í febrúar 2004 hafnaði CD öllum tilboðum fl um nýjar
kosningar, þar á meðal tillögu sem CARICOM stóð að og OAS veitti samþykki
sitt um miðjan febrúar 2004 – og var úrslitatilraunin til að leysa friðsamlega úr
deilunni – sem fól í sér að Aristide féllist á að einn úr hópi andstæðinga hans yrði
forsætisráðherra, boða til þingkosninga og sitja út kjörtímabilið með verulega
skert umboð. Aristide féllst strax á þessa lausn og það gerðu Frakkland og
Bandaríkin einnig. CD hafnaði henni hins vegar jafnskjótt og tókst síðan einhvern
veginn að „sannfæra“ heimsveldin sem flokkurinn stóð í skjóli af um að fylgja í
kjölfarið þannig að Aristide stóð frammi fyrir því að velja á milli útlegðar og borg-
arastríðs.
40 Hvað 1991 varðar, sjá greinar eftir Howard French, blaðamann New York Times,
sem höfðu mikil áhrif, t.d. „Aristide’s Autocratic Ways Ended Haiti’s Embrace of
Democracy“, New York Times, 22. október 1991. Greinar French líta að mörgu
leyti út eins og drög að nýlegum greinum þar sem ráðist er gegn Aristide – t.d.
þrumuræðu Andrews Gumbel, „The Little Priest who Became a Bloody Dictator
Like the One He Once Despised“, Independent, 21. febrúar 2004; Lyonell
Trouillot, „In Haiti, All the Bridges Are Burned“, New York Times, 26. febrúar
2004; Peter Dailey, „Fall of the House of Aristide“, New York Review of Books, 13.
mars 2003. Kim Ives svarar þessari síðustu grein, lið fyrir lið, í Haïti Progrès, 12.
mars 2003.