Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 134
134
þeirri niðurstöðu að enda þótt Haítíbúar hefðu sannarlega innt greiðsl-
urnar til Frakka „óaðfinnanlega“ af hendi, væri enginn „lagalegur grund-
völlur“ fyrir endurgreiðslukröfu þeirra. Í skýrslu sinni lýsti nefndin kröfu
FL, við almennan fögnuð franskra fjölmiðla, sem „fjandsamlegum áróðri“
er byggði á „ofskynjunarbókhaldi“. Nefndin greindi frá því, með nokkurri
velþóknun, að „enginn fulltrúi hinnar lýðræðislegu andstöðu gegn Aristide
taki endurgreiðslukröfurnar alvarlega“. Á hinn bóginn féllst hún á að
stjórnarandstöðuna og málaliðaflokkana skorti nægan „hernaðarstyrk“ til
að ljúka verkinu og benti á að þótt Bandaríkjamenn væru bundnir í báða
skó vegna úrlausnarefna innanlands („bátafólk“, „svartir þingmenn“) væru
þeir þó að leita að „sómasamlegri leið út úr vandanum“. Nefndin lagði
áherslu á að „eindregnari“ afskipti Frakka af málefnum Haítí mættu ekki
ganga gegn hagsmunum Bandaríkjanna heldur ættu þau að fara fram í
anda „samhljóms og langtímasjónarmiða“.51
Eins og fram kemur í skýrslunni hefði ekki verið hægt að þvinga ríkis-
stjórn Lavalas frá völdum án slíkrar íhlutunar. Viðvarandi vinsældir
Aristides meðal almúgans voru skerið sem allt strandaði á. Ágjöf undanfar-
inna fimmtán ára hafði tekið sinn toll meðal stuðningsmanna hans, en í
ítarlegustu skýrslunni um atburði síðustu ára – sem er engan veginn
ógagnrýnin – er komist að þeirri óyggjandi niðurstöðu að Aristide naut
enn sem fyrr „afgerandi og yfirgnæfandi vinsælda“ meðal almennings á
Haítí.52 Samkvæmt Gallupkönnuninni í október 2000 naut FL þrettán
sinnum meira fylgis en næsti flokkur á eftir, og rúmur helmingur aðspurðra
nefndi Aristide sem þann leiðtoga sem þau treystu best.53 Samkvæmt nýj-
ustu mælingu sem mark er á takandi, þ.e. Gallupkönnun sem gerð var í
mars 2002, naut FL fjórum sinnum meira fylgis en allir helstu keppinaut-
arnir samanlagt.54
51 Debray, Rapport, bls. 13, 11, 12, 52–4.
52 Fatton, Haiti’s Predatory Republic, bls. 182.
53 Í könnuninni fengu helstu keppinautar Aristides, Evans Paul og Gérard Pierre-
Charles, sem báðir voru meðlimir í upphaflegu kosningabandalagi Lavalas en
sneru síðan við því baki, aðeins 3,8% og 2,1% fylgi; hinn ólánsami Bazin, sem var
keppinautur Aristides í kosningunum 1990, fékk minna en 1%.
54 Stutt orðaskipti í helsta fréttaþætti BBC snemma í mars 2004 sýna hvernig
almennt hefur verið litið á fylgi flokksins í erlendum fjölmiðlum. Að loknu stuttu
viðtali við Aristide í útlegð sinni, þar sem hann ítrekaði að hann hefði neyðst til að
láta af embætti vegna þrýstings frá Bandaríkjunum, sneri fréttalesarinn sér að
fréttamanni BBC í Port-au-Prince, Daniel Lak, og spurði á þann óhlutdræga hátt
sem einkennir BBC: „Þannig að þetta liggur ekki alveg ljóst fyrir, Aristide nýtur í
reynd einhvers fylgis, og þar er ekki bara um að ræða fáeina ofbeldisseggi á laun-
PETER HallwaRd