Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 152
annETTE laSSEn
152
(Her voice) I’ve changed my mind! Why did I ask for it?
(Gruff voice) Because you are a stupid little girl, Bess. Anyway, I
had to test you. Your love for Jan has been put to the test.
(Bls. 62)
Út frá trúarlegri rökvísi myndarinnar á Bess sök á lömun Jans. Í þessu
drama milli Bess og Guðs er Jan í raun aukapersóna enda er hann aðallega
verkfæri Guðs til að koma Bess í skilning um að hún hafi breytt ranglega.
Í samræðunni við Guð eftir slysið kemur í ljós að Guð hafi ákveðið að
prófa Bess. Af eigingirni setti hún sjálfa sig, ást sína og löngun ofar þörfum
annarra fyrir starf og færni Jans og þess vegna verður hún að lítillækka sig
og fórna sér til þess að gefa honum lífið aftur. Að boði Guðs verður hún nú
að sanna ást sína á Jan („Prove to me that you love him, then I’ll let him
live“, bls. 82). Þegar hún er loksins búin að sanna ást sína á Jan með því að
fórna sjálfri sér, tekur Guð á móti henni á himnum og lætur bjöllurnar
hljóma, en Bess hafði alltaf langað til að fá bjöllur í klukkulausa kirkjuna á
meðan hún var enn á jörðu.8 Boðskapur myndarinnar er þá sá að með því
að fórna lífi sínu öðlist Bess eitthvað sem sé margfalt stærra en hún sjálf.
Breaking the Waves er skipt í sjö kafla en á milli þeirra eru einskonar
kaflaskil: Vignettur úr sérlituðum myndskeiðum sem líða fram ofurhægt
við hávært undirspil tilfinningaþrunginnar popptónlistar frá tíma sögunn-
ar. Lars von Trier hefur lýst þessum kaflaskiptum „as God’s-eye-view of
the landscape in which this story is unfolding, as if he were watching over
the characters“ (bls. 18).9 Á síðustu kaflaskilamyndinni er brú sem virðist
8 Túlkun Peters Schepelern á myndinni er of flókin vegna þess að hún tekur ekki tillit
til trúarlegu hliðarinnar: „Når kvinden udholder afsavn, ydmygelse, fornedrelse,
perversion og eventuelt går i døden, kan den forpinte og fordømte mand finde
forløsning, reddes eller uskadeliggøres af kærligheden. Således forløser Bess sin
besatte mand (hvad enten man vil se hans besættelse, hans ‚ondskab‘, som skabt af
hans sygdom eller omvendt), så han til sidst er ‚sig selv‘ igen“; Peter Schepelern,
Lars von Triers elementer: En filminstruktørs arbejde, København: Munksgaard,
Rosinante, 1998, bls. 214.
9 Ég á erfitt með að koma auga á þá íróníu sem Irena S.M. Makarushka virðist
greina í þessum kaflaskiptum þótt ég fallist á þann skilning hennar að þau gefi sýn
á annan heim: „von Trier’s trip back to the psychedelic world of the sixties and
seventies, a kind of musical mystery tour, is an ironic reminder that god watching
over the characters cannot save them; neither then nor now. The chapter-breaks,
with musical interludes, also function as visual reminders of the multiple worlds in
which Bess exists.“ Irena S.M. Makarushka, „Transgressing Goodness in Breaking
the Waves“, Journal of Religion and Film, 2(1)/1998. Sótt 7. nóvember 2008 á http://
www.unomaha.edu/jrf/breaking/htm.